Ómögulegt að gulusótt komi til Íslands án moskítóflugna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Kongómaður fær bólusetningu við gulusótt í Kisenso-hverfi Kinshasa, höfuðborgar Austur-Kongó. Save the Children fara nú af stað með bólusetningarherferð í borginni en óttast er að sjúkdómurinn verði heimsfaraldur. Nordicphotos/AFP „Ef við tölum bara um Ísland þá búum við svo vel að við erum ekki með vektorinn sem ber gulusótt í okkur, moskítóflugurnar,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Þar að auki segir hún að til sé árangursríkt bóluefni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að alþjóðagóðgerðarsamtökin Save the Children vara við heimsfaraldri gulusóttar. Save the Children og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna ráðast nú í umfangsmikil bólusetningarverkefni í Austur-Kongó og Angóla þar sem faraldur geisar. „Á meðan við erum ekki með moskítóflugur er eiginlega ómögulegt að faraldurinn komi hingað,“ segir Guðrún og bætir við: „. Við þyrftum að vera með moskítóflugurnar til að stinga okkur. Þetta er eins og með Zika-veiruna og alla þessa sjúkdóma sem berast með moskítóflugum. Ef maður er ekki með moskítóflugur hér, og við skulum vona að það haldist svoleiðis, þá getum við andað út hérna innanlands.“ Þar sem sjúkdómurinn smitast ekki á milli manna myndi það heldur ekki valda faraldri ef maður með gulusótt kæmi til landsins. Þrátt fyrir það er sjúkdómurinn tilkynningaskyldur til sóttvarnalæknis á Íslandi þar sem hann telst geta ógnað almannaheill. Gulusótt geisar nú í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Það segir Guðrún óvenjulegt. „Mér skilst að þetta sé að fara út í stórborgarumhverfi. Oftast hefur þetta haldist í frumskógunum en allt í einu kemur þetta inn í Kinshasa, margmilljónaborg, og þá þarf að bregðast við því.“ Á þessu ári hafa 400 látist vegna gulusóttar í Angóla og Austur-Kongó. Í tilkynningu Landlæknisembættisins frá því í apríl segir að árlega látist um 60 þúsund af völdum gulusóttar. „Gulusótt hefur verið til lengi og mér skilst að það hafi komið upp faraldrar af og til. Kannski er þessi stærri en áður, ég veit ekki alveg um það,“ segir Guðrún. Mælst er til þess að Íslendingar sem hyggja á ferðir til landa þar sem gulusótt er láti bólusetja sig fyrir sjúkdómnum að minnsta kosti tíu dögum áður en haldið er af stað. Það þurfi einnig að láta skrá í alþjóðlegt bólusetningarskírteini svo ferðamenn fái að fara inn í viðkomandi land. „Ef fólk hyggur á ferðalög til þessara landa þá þarf það að athuga hvort það þurfi að láta bólusetja sig gegn gulusótt. Það hefur verið gert lengi,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Zíka Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
„Ef við tölum bara um Ísland þá búum við svo vel að við erum ekki með vektorinn sem ber gulusótt í okkur, moskítóflugurnar,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Þar að auki segir hún að til sé árangursríkt bóluefni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að alþjóðagóðgerðarsamtökin Save the Children vara við heimsfaraldri gulusóttar. Save the Children og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna ráðast nú í umfangsmikil bólusetningarverkefni í Austur-Kongó og Angóla þar sem faraldur geisar. „Á meðan við erum ekki með moskítóflugur er eiginlega ómögulegt að faraldurinn komi hingað,“ segir Guðrún og bætir við: „. Við þyrftum að vera með moskítóflugurnar til að stinga okkur. Þetta er eins og með Zika-veiruna og alla þessa sjúkdóma sem berast með moskítóflugum. Ef maður er ekki með moskítóflugur hér, og við skulum vona að það haldist svoleiðis, þá getum við andað út hérna innanlands.“ Þar sem sjúkdómurinn smitast ekki á milli manna myndi það heldur ekki valda faraldri ef maður með gulusótt kæmi til landsins. Þrátt fyrir það er sjúkdómurinn tilkynningaskyldur til sóttvarnalæknis á Íslandi þar sem hann telst geta ógnað almannaheill. Gulusótt geisar nú í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Það segir Guðrún óvenjulegt. „Mér skilst að þetta sé að fara út í stórborgarumhverfi. Oftast hefur þetta haldist í frumskógunum en allt í einu kemur þetta inn í Kinshasa, margmilljónaborg, og þá þarf að bregðast við því.“ Á þessu ári hafa 400 látist vegna gulusóttar í Angóla og Austur-Kongó. Í tilkynningu Landlæknisembættisins frá því í apríl segir að árlega látist um 60 þúsund af völdum gulusóttar. „Gulusótt hefur verið til lengi og mér skilst að það hafi komið upp faraldrar af og til. Kannski er þessi stærri en áður, ég veit ekki alveg um það,“ segir Guðrún. Mælst er til þess að Íslendingar sem hyggja á ferðir til landa þar sem gulusótt er láti bólusetja sig fyrir sjúkdómnum að minnsta kosti tíu dögum áður en haldið er af stað. Það þurfi einnig að láta skrá í alþjóðlegt bólusetningarskírteini svo ferðamenn fái að fara inn í viðkomandi land. „Ef fólk hyggur á ferðalög til þessara landa þá þarf það að athuga hvort það þurfi að láta bólusetja sig gegn gulusótt. Það hefur verið gert lengi,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Zíka Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira