Fyrsti kvenframbjóðandi Viðreisnar kominn fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 21:06 Jóna Sólveig Elínardóttir Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Jóna Sólveig bjóða sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi en hún er alin upp á bóndabæ á Sólheimahjáleigu. Í samtali við Vísi segist Jóna Sólveig hafa tekið þátt í starfi Viðreisnar frá upphafi en hún hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum áður. Aðspurð hvers vegna hún bjóði sig nú fram til þings segir hún: „Ég finn að ég hef eitthvað til málanna að leggja og finnst komið nóg af því að sitja heima og rífast við sjónvarpið. Ég er frjálslynd, Viðreisn er frjálslyndur flokkur og sá flokkur sem ég finn að ég á mesta samleið með.“ Jóna Sólveig hefur tekið þátt í málefnastarfi Viðreisnar og þá situr hún í stjórn flokksins. Hún segir kosningabaráttuna leggjast vel í sig og hún sé full tilhlökkunar fyrir komandi vikur og mánuði. Jóna Sólvegi segir ýmis mál brenna á fólkinu í Suðurkjördæmi sem hún vilji setja á oddinn í komandi kosningum og ef hún nær kjöri á þing. „Það má nefna ferðaþjónustuna, samgöngumál og svo þarf að efla heilsugæsluna.“ Jóna Sólveig er 31 árs, gift og á þrjú börn. Hún er með BA-próf í frönsku og masterspróf í alþjóðastjórnmálum, er eins og áður segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ en hefur um nokkurt skeið starfað við rannsóknir og verkefnastjórn hjá háskólanum. Í gær var greint frá því að Pawel Bartoszek, Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Ólafsson muni bjóða sig fram fyrir Viðreisn í kosningunum sem verða í lok október. Pawel og Þorsteinn sækjast eftir efstu sætunum í Reykjavík en Gylfi sækist eftir toppsætinu í Norðvesturkjördæmi. Þá má búast við því að formaður flokksins og einn af stofnendum hans Benedikt Jóhannesson bjóði sig einnig fram. X16 Suður Tengdar fréttir Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08 Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Jóna Sólveig bjóða sig fram í eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi en hún er alin upp á bóndabæ á Sólheimahjáleigu. Í samtali við Vísi segist Jóna Sólveig hafa tekið þátt í starfi Viðreisnar frá upphafi en hún hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum áður. Aðspurð hvers vegna hún bjóði sig nú fram til þings segir hún: „Ég finn að ég hef eitthvað til málanna að leggja og finnst komið nóg af því að sitja heima og rífast við sjónvarpið. Ég er frjálslynd, Viðreisn er frjálslyndur flokkur og sá flokkur sem ég finn að ég á mesta samleið með.“ Jóna Sólveig hefur tekið þátt í málefnastarfi Viðreisnar og þá situr hún í stjórn flokksins. Hún segir kosningabaráttuna leggjast vel í sig og hún sé full tilhlökkunar fyrir komandi vikur og mánuði. Jóna Sólvegi segir ýmis mál brenna á fólkinu í Suðurkjördæmi sem hún vilji setja á oddinn í komandi kosningum og ef hún nær kjöri á þing. „Það má nefna ferðaþjónustuna, samgöngumál og svo þarf að efla heilsugæsluna.“ Jóna Sólveig er 31 árs, gift og á þrjú börn. Hún er með BA-próf í frönsku og masterspróf í alþjóðastjórnmálum, er eins og áður segir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ en hefur um nokkurt skeið starfað við rannsóknir og verkefnastjórn hjá háskólanum. Í gær var greint frá því að Pawel Bartoszek, Þorsteinn Víglundsson og Gylfi Ólafsson muni bjóða sig fram fyrir Viðreisn í kosningunum sem verða í lok október. Pawel og Þorsteinn sækjast eftir efstu sætunum í Reykjavík en Gylfi sækist eftir toppsætinu í Norðvesturkjördæmi. Þá má búast við því að formaður flokksins og einn af stofnendum hans Benedikt Jóhannesson bjóði sig einnig fram.
X16 Suður Tengdar fréttir Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08 Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Pawel í framboð fyrir Viðreisn Pawel Bartoszek hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og gengið til liðs við Viðreisn. 23. ágúst 2016 11:08
Þorsteinn hættur hjá SA og fer í þingframboð Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. 23. ágúst 2016 17:27