Segir framboð Þorgerðar styrkja Viðreisn mikið Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. ágúst 2016 18:45 Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa hvatt Þorgerði Katrínu að gefa kost á sér á ný í stjórnmálum. Hún er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að framboð hennar myndi styrkja Viðreisn mikið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að þungavigtarfólk í Sjálfstæðisflokknum hafi skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi varaformann flokksins að gefa kost á sér á ný í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fólk í kringum hann. Mun Þorgerður Katrín hafa gefið flokknum afsvar og er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefur líka verið skorað á hana að gefa kost á sér fyrir Viðreisn en að mati margra ríma stjórnmálaskoðanir hennar betur með áherslum þess flokks. Þá hafa áhrifamenn innan Viðreisnar hvatt Þorstein Pálsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins um að gefa kost á sér fyrir flokkinn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn hefur um langt árabil talað þvert gegn stefnu forystu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og báða ríkisstjórnarflokkanna fyrir að slíta endanlega aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonTalið er að framboð bæði Þorsteins og Þorgerðar Katrínar myndi styrkja Viðreisn mikið. Einhverjir innan Sjálfstæðisflokksins virðast líta svo á að það væru svik af hálfu þeirra að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk þar sem um er að ræða fyrrverandi formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaflokkar eru hins vegar bara félög utan um hugmynda- og hugsjónabaráttu og sagan kennir okkur að þeir koma og fara eins og allt annað í lífinu. Röng nálgun að tala um svik Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir það ranga nálgun að tala um svik í þessu sambandi. „Ég held að menn eigi ekkert að tala sviksemi í sambandi við það hvort menn séu í einum flokki eða öðrum. Ég get vel skilið ef menn telja sig geta náð betri árangri í sinni málefnabaráttu að þeir fara á aðrar vígstöðvar.“ Styrmir segir að það myndi styrkja Viðreisn mikið ef Þorgerður Katrín færi fram. „Ef það eru réttar fréttir að Þorgerður Katrín ætli sér að fara í framboð fyrir Viðreisn þá er það auðvitað mikill styrkur fyrir þann flokk. Hún er mjög öflugur stjórnmálamaður. Ég sá oft á vettvangi Sjálfstæðisflokksins að hún hefur mikil áhrif á fólk með sínum málflutningi. Þannig að ef að það verður þá finnst mér það liggja í augum uppi að það mun efla Viðreisn mjög og þá er spurning hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við.“ Kosningar 2016 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa hvatt Þorgerði Katrínu að gefa kost á sér á ný í stjórnmálum. Hún er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að framboð hennar myndi styrkja Viðreisn mikið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að þungavigtarfólk í Sjálfstæðisflokknum hafi skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi varaformann flokksins að gefa kost á sér á ný í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fólk í kringum hann. Mun Þorgerður Katrín hafa gefið flokknum afsvar og er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefur líka verið skorað á hana að gefa kost á sér fyrir Viðreisn en að mati margra ríma stjórnmálaskoðanir hennar betur með áherslum þess flokks. Þá hafa áhrifamenn innan Viðreisnar hvatt Þorstein Pálsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins um að gefa kost á sér fyrir flokkinn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn hefur um langt árabil talað þvert gegn stefnu forystu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og báða ríkisstjórnarflokkanna fyrir að slíta endanlega aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonTalið er að framboð bæði Þorsteins og Þorgerðar Katrínar myndi styrkja Viðreisn mikið. Einhverjir innan Sjálfstæðisflokksins virðast líta svo á að það væru svik af hálfu þeirra að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk þar sem um er að ræða fyrrverandi formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaflokkar eru hins vegar bara félög utan um hugmynda- og hugsjónabaráttu og sagan kennir okkur að þeir koma og fara eins og allt annað í lífinu. Röng nálgun að tala um svik Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir það ranga nálgun að tala um svik í þessu sambandi. „Ég held að menn eigi ekkert að tala sviksemi í sambandi við það hvort menn séu í einum flokki eða öðrum. Ég get vel skilið ef menn telja sig geta náð betri árangri í sinni málefnabaráttu að þeir fara á aðrar vígstöðvar.“ Styrmir segir að það myndi styrkja Viðreisn mikið ef Þorgerður Katrín færi fram. „Ef það eru réttar fréttir að Þorgerður Katrín ætli sér að fara í framboð fyrir Viðreisn þá er það auðvitað mikill styrkur fyrir þann flokk. Hún er mjög öflugur stjórnmálamaður. Ég sá oft á vettvangi Sjálfstæðisflokksins að hún hefur mikil áhrif á fólk með sínum málflutningi. Þannig að ef að það verður þá finnst mér það liggja í augum uppi að það mun efla Viðreisn mjög og þá er spurning hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við.“
Kosningar 2016 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira