Gústaf Níelsson: Innflytjendastefna Skandinavíu bálköstur borgarastyrjaldar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2016 14:03 „Það þarf ekki annað en að „gúggla“ [Gústaf Níelsson] og þá sér maður, mörg ár aftur í tímann, ljótar fyrirsagnir. Ekki aðeins í garð útlendinga eða múslima heldur einnig í garð samkynhneigðra, feminista og kvenna,“ sagði Gunnar Wagee, ritstjóri Sandkassans, á Sprengisandi í morgun. Gunnar var gestur þáttarins ásamt Gústafi Níelssyni, sagnfræðingi, en til umræðu var meðal annars listi Gunnars yfir íslenska nýrasista. „Þetta er listi sem ég skóp og ákvað hverjir fara inn á hann. Fólk er ekki á listanum því mér líkar illa við það heldur máta ég það við skilgreininguna á nýrasisma.“ „Þetta er auðvitað mas út í bláinn,“ sagði Gústaf þegar hann tók til máls. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hefum árabil tekið þátt í þjóðmálaumræðunni hvað varðar íslamvæðingu Evrópu.“ Máli sínu til stuðnings benti Gústaf meðal til Skandinavíu og sagði að Íslendingar ættu að forðast það að lenda í sama pytti og ríkin þar. Að hans mati hafa stjórnvöld þar boðið upp á stefnu sem mun leiða „óhjákvæmilega hefur leitt til þess að hlaðið er í bálköst borgarastyrjaldar“. Hann hafi tekið þátt í þessari umræðu til að forða Íslandi frá því að fara sömu leið. „Gunnar kallar þá sem taka þátt í þessari umræðu nýrastista. Þetta hugtak er ekkert annað en merkingarlaus orðaleppur og í raun skammaryrði sem reynt er að skreyta með fræðilegum ljóma,“ segir Gústaf. Hann segir að Gunnar noti það aðeins um fólk sem honum mislíkar en máli sínu til stuðnings benti hann á að Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, og Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og fréttamaður, eru ekki á listanum þó þeir hafi harðlega gagnrýnt umrædda þróun.„Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð“ „Ég tel að Gústaf ætti að horfast í augu við það að ummæli á borð við þau sem hann viðhefur geta valdið beinum skaða,“ sagði Gunnar. „Þau skaða börn múslima hvern einasta dag. Þessi hatursfulli málflutningur er uppfullur af staðreyndavillum og á meira skilt við predikun en nokkuð annað.“ Gunnar benti á að hingað til hefði umræða hér í landi tekið mið af staðreyndum en ekki einhverjum trúarviðmiðum. Sakaði hann Gústaf um að bera á torg hluti sem væru ekki studdir neinum athugunum eða rannsóknum. „Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð,“ sagði Gústaf. Hann sagði að fjölmargir útlendingar hefðu komið hingað til lands og aðlagast vel. Hann væri hins vegar andvígur því að hleypa hverjum sem er, afnámi landamæraeftirlits og því að Dyflinarreglugerðinni verði lagt. „Múslimar sem hingað koma verða að átta sig á því að hérna gilda íslensk lög. Þeir eru ekki mjög margir hér á landi sem stendur en þeir hafa alltaf verið hljóðlátir þar til þeir verða nógu margir,“ sagði Gústaf undir nokkrum framíköllum Gunnars en hann fór fram á það að Gústaf myndi benda á einhver mál þar sem múslimar vildu ekki fylgja íslenskum lögum. „Það hefur verið endalaus krafa í öðrum löndum að múslimar fái sérstök lög. Hér á landi sagði fyrrum forstöðumaður múslima, Sverriar Agnarsson, að hann gæti vel hugsað sér að sjaríalög giltu um íslenska múslima í erfða- og hjúskaparmálum,“ sagði Gústaf. Hann bætti því síðar við að þessi mál væru ekki hitamál í hans huga, hann væri að reyna að ræða þau yfirvegað og öfgalaust. Umræðurnar má heyra í spilurunum hér fyrir ofan og neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Vigdís Hauksdóttir greindi frá því nú rétt í þessu að hún hafi lagt fram til lögreglu umfangsmikil níðskrif um sig. 27. júlí 2016 13:37 Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
„Það þarf ekki annað en að „gúggla“ [Gústaf Níelsson] og þá sér maður, mörg ár aftur í tímann, ljótar fyrirsagnir. Ekki aðeins í garð útlendinga eða múslima heldur einnig í garð samkynhneigðra, feminista og kvenna,“ sagði Gunnar Wagee, ritstjóri Sandkassans, á Sprengisandi í morgun. Gunnar var gestur þáttarins ásamt Gústafi Níelssyni, sagnfræðingi, en til umræðu var meðal annars listi Gunnars yfir íslenska nýrasista. „Þetta er listi sem ég skóp og ákvað hverjir fara inn á hann. Fólk er ekki á listanum því mér líkar illa við það heldur máta ég það við skilgreininguna á nýrasisma.“ „Þetta er auðvitað mas út í bláinn,“ sagði Gústaf þegar hann tók til máls. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hefum árabil tekið þátt í þjóðmálaumræðunni hvað varðar íslamvæðingu Evrópu.“ Máli sínu til stuðnings benti Gústaf meðal til Skandinavíu og sagði að Íslendingar ættu að forðast það að lenda í sama pytti og ríkin þar. Að hans mati hafa stjórnvöld þar boðið upp á stefnu sem mun leiða „óhjákvæmilega hefur leitt til þess að hlaðið er í bálköst borgarastyrjaldar“. Hann hafi tekið þátt í þessari umræðu til að forða Íslandi frá því að fara sömu leið. „Gunnar kallar þá sem taka þátt í þessari umræðu nýrastista. Þetta hugtak er ekkert annað en merkingarlaus orðaleppur og í raun skammaryrði sem reynt er að skreyta með fræðilegum ljóma,“ segir Gústaf. Hann segir að Gunnar noti það aðeins um fólk sem honum mislíkar en máli sínu til stuðnings benti hann á að Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, og Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og fréttamaður, eru ekki á listanum þó þeir hafi harðlega gagnrýnt umrædda þróun.„Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð“ „Ég tel að Gústaf ætti að horfast í augu við það að ummæli á borð við þau sem hann viðhefur geta valdið beinum skaða,“ sagði Gunnar. „Þau skaða börn múslima hvern einasta dag. Þessi hatursfulli málflutningur er uppfullur af staðreyndavillum og á meira skilt við predikun en nokkuð annað.“ Gunnar benti á að hingað til hefði umræða hér í landi tekið mið af staðreyndum en ekki einhverjum trúarviðmiðum. Sakaði hann Gústaf um að bera á torg hluti sem væru ekki studdir neinum athugunum eða rannsóknum. „Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð,“ sagði Gústaf. Hann sagði að fjölmargir útlendingar hefðu komið hingað til lands og aðlagast vel. Hann væri hins vegar andvígur því að hleypa hverjum sem er, afnámi landamæraeftirlits og því að Dyflinarreglugerðinni verði lagt. „Múslimar sem hingað koma verða að átta sig á því að hérna gilda íslensk lög. Þeir eru ekki mjög margir hér á landi sem stendur en þeir hafa alltaf verið hljóðlátir þar til þeir verða nógu margir,“ sagði Gústaf undir nokkrum framíköllum Gunnars en hann fór fram á það að Gústaf myndi benda á einhver mál þar sem múslimar vildu ekki fylgja íslenskum lögum. „Það hefur verið endalaus krafa í öðrum löndum að múslimar fái sérstök lög. Hér á landi sagði fyrrum forstöðumaður múslima, Sverriar Agnarsson, að hann gæti vel hugsað sér að sjaríalög giltu um íslenska múslima í erfða- og hjúskaparmálum,“ sagði Gústaf. Hann bætti því síðar við að þessi mál væru ekki hitamál í hans huga, hann væri að reyna að ræða þau yfirvegað og öfgalaust. Umræðurnar má heyra í spilurunum hér fyrir ofan og neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Vigdís Hauksdóttir greindi frá því nú rétt í þessu að hún hafi lagt fram til lögreglu umfangsmikil níðskrif um sig. 27. júlí 2016 13:37 Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Vigdís Hauksdóttir greindi frá því nú rétt í þessu að hún hafi lagt fram til lögreglu umfangsmikil níðskrif um sig. 27. júlí 2016 13:37
Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21