Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. ágúst 2016 14:13 Gunnar Bragi Sveinsson vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. „Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi er ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknarflokksins en reiknar þó ekki með að ákvörðun um kjördag hafi neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú einbeiti fólk sér að kosningabaráttu. „Ég hugsa að það séu nú reyndar skiptar skoðanir í flestum flokkum um það hvort það sé rétt að kjósa svo snemma eða ekki en nú tekur bara við kosningabarátta. Það breytir þó ekki skoðun mín á því að mér finnst þetta ekki rétt aðferðafræði, alls ekki.“ Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi gefið í skyn að erfitt gæti orðið að afgreiða ýmis mál og stjórnarandstaðan telji sig því nú þegar komna með stjórn á þinginu. „Auðvitað höfum við það svo sem alltaf í hendi okkar stjórnarmeirihlutinn að bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við,“ segir Gunnar Bragi.Og þú heldur að það yrði jafnvel gert ef staðan yrði þannig? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt,“ segir Gunnar Bragi. Tengdar fréttir Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. „Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi er ekki einn um þessa skoðun innan þingflokks Framsóknarflokksins en reiknar þó ekki með að ákvörðun um kjördag hafi neikvæð áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú einbeiti fólk sér að kosningabaráttu. „Ég hugsa að það séu nú reyndar skiptar skoðanir í flestum flokkum um það hvort það sé rétt að kjósa svo snemma eða ekki en nú tekur bara við kosningabarátta. Það breytir þó ekki skoðun mín á því að mér finnst þetta ekki rétt aðferðafræði, alls ekki.“ Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi gefið í skyn að erfitt gæti orðið að afgreiða ýmis mál og stjórnarandstaðan telji sig því nú þegar komna með stjórn á þinginu. „Auðvitað höfum við það svo sem alltaf í hendi okkar stjórnarmeirihlutinn að bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við,“ segir Gunnar Bragi.Og þú heldur að það yrði jafnvel gert ef staðan yrði þannig? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt,“ segir Gunnar Bragi.
Tengdar fréttir Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Birgitta: "Kosið 29. október gegn því að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig“ Fundi leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðunnar fór fram í Stjórnarráðinu síðdegis þar sem rædd voru þingstörfin sem framundan eru og dagsetningu kosninga. 11. ágúst 2016 17:50
Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20