Liam smakkaði smakkseðilinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Liam Payne gefur út sólóplötu í lok árs eða í byrjun næsta árs. Liam Payne úr strákabandinu One Direction er staddur á landinu. Þetta kom fram á Vísi í gær. Heimildir herma að drengurinn hafi ásamt fríðu föruneyti lífvarða og umboðsfólks, um 16 manna hóps, snætt á veitingahúsinu Grillmarkaðinum á mánudaginn þar sem allur hópurinn fór í smakkseðilinn. Ekki sáust neinir aðrir meðlimir hljómsveitarinnar, né er vitað til þess að þeir séu hér á landinu en sveitin hefur verið í hléi síðan í desember síðastliðinn. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að Liam sé mögulega staddur hér á landi til að taka upp myndband. Fleiri frægir popparar hafa komið hingað til lands að taka upp myndbönd á síðustu mánuðum og rennir það stoðum undir þessar fullyrðingar. Landið er klárlega á kortinu sem ákjósanlegur staður til að taka upp myndbönd enda auðvitað nóg af fallegri náttúru og auðvelt að fá vinnufrið. Ef að Liam er hér einn þá er hann líklega að taka upp myndband við lag af sólóplötu sinni. Söngvarinn hefur gefið út á twitter síðu sinni að hann ætli að gefa út sólóplötu seint á þessu ári eða snemma á því næsta.Að neðan má sjá myndband One Direction við lagið History.One Direction er ein farsælasta popphljómsveit í heimi en síðan að þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 2011 hafa þeir náð að toppa vinsældarlista á flestum stærstu mörkuðum heimsins auk þess að hafa átt fjöldamarga smelli á ferli sínum. Sveitin er á pari við poppara eins og Justin Bieber í vinsældum og mikill æsingur í kringum sveitina - svipað og er hjá söngvaranum kanadíska. Það er líklega mikil spenna í aðdáendum drengjanna hér á landi og áreiðanlega margir til í að bera söngvarann augum – hann hefur þó ekki hátt um för sína um landið líkt og Justin Bieber gerði þegar hann kom til landins síðasta september en þá mætti hann til dæmis eldhress á Subway-stað í Keflavík. Getgátur eru uppi um að sveitin muni ekki koma aftur saman og sé í raun við það að leggja upp laupana. Í janúar var grein þess eðlis birt í US Weekly þar sem vitnað var í ónefndan heimildarmann sem heldur því fram að meðlimir sveitarinnar hafi ekki endurnýjað samninga sína eftir að hafa klárað On the Road Again túrinn í október í fyrra. Talsmenn sveitarinnar hafa reyndar neitað þessum fullyrðingum. Hinsvegar er það staðfest að Harry Styles hafi yfirgefið umboðsfyrirtækið sem sér um sveitina og því líklegt að hann sé á leiðinni að hefja sólóferil líkt og fyrrum félagar hans Zayn og Liam. Liam og söngkonan Cheryl Cole byrjuðu saman snemma á árinu en hún virðist ekki vera með söngvaranum í för. Íslandsvinir Tengdar fréttir Stjarna úr One Direction stödd á Íslandi Liam Payne er staddur hér á landi og snæddi með hópi fólks í Reykjavík í gær. 16. ágúst 2016 14:42 Ákveðin ung stúlka er klár fyrir stefnumót með Harry Styles: Þarf bara eitt pund og pabbinn má gista Amelia er lítil ung stúlka sem á einn draum og það er að fara á stefnumót með Harry Styles úr One Direction. 21. mars 2016 11:30 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Liam Payne úr strákabandinu One Direction er staddur á landinu. Þetta kom fram á Vísi í gær. Heimildir herma að drengurinn hafi ásamt fríðu föruneyti lífvarða og umboðsfólks, um 16 manna hóps, snætt á veitingahúsinu Grillmarkaðinum á mánudaginn þar sem allur hópurinn fór í smakkseðilinn. Ekki sáust neinir aðrir meðlimir hljómsveitarinnar, né er vitað til þess að þeir séu hér á landinu en sveitin hefur verið í hléi síðan í desember síðastliðinn. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að Liam sé mögulega staddur hér á landi til að taka upp myndband. Fleiri frægir popparar hafa komið hingað til lands að taka upp myndbönd á síðustu mánuðum og rennir það stoðum undir þessar fullyrðingar. Landið er klárlega á kortinu sem ákjósanlegur staður til að taka upp myndbönd enda auðvitað nóg af fallegri náttúru og auðvelt að fá vinnufrið. Ef að Liam er hér einn þá er hann líklega að taka upp myndband við lag af sólóplötu sinni. Söngvarinn hefur gefið út á twitter síðu sinni að hann ætli að gefa út sólóplötu seint á þessu ári eða snemma á því næsta.Að neðan má sjá myndband One Direction við lagið History.One Direction er ein farsælasta popphljómsveit í heimi en síðan að þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 2011 hafa þeir náð að toppa vinsældarlista á flestum stærstu mörkuðum heimsins auk þess að hafa átt fjöldamarga smelli á ferli sínum. Sveitin er á pari við poppara eins og Justin Bieber í vinsældum og mikill æsingur í kringum sveitina - svipað og er hjá söngvaranum kanadíska. Það er líklega mikil spenna í aðdáendum drengjanna hér á landi og áreiðanlega margir til í að bera söngvarann augum – hann hefur þó ekki hátt um för sína um landið líkt og Justin Bieber gerði þegar hann kom til landins síðasta september en þá mætti hann til dæmis eldhress á Subway-stað í Keflavík. Getgátur eru uppi um að sveitin muni ekki koma aftur saman og sé í raun við það að leggja upp laupana. Í janúar var grein þess eðlis birt í US Weekly þar sem vitnað var í ónefndan heimildarmann sem heldur því fram að meðlimir sveitarinnar hafi ekki endurnýjað samninga sína eftir að hafa klárað On the Road Again túrinn í október í fyrra. Talsmenn sveitarinnar hafa reyndar neitað þessum fullyrðingum. Hinsvegar er það staðfest að Harry Styles hafi yfirgefið umboðsfyrirtækið sem sér um sveitina og því líklegt að hann sé á leiðinni að hefja sólóferil líkt og fyrrum félagar hans Zayn og Liam. Liam og söngkonan Cheryl Cole byrjuðu saman snemma á árinu en hún virðist ekki vera með söngvaranum í för.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Stjarna úr One Direction stödd á Íslandi Liam Payne er staddur hér á landi og snæddi með hópi fólks í Reykjavík í gær. 16. ágúst 2016 14:42 Ákveðin ung stúlka er klár fyrir stefnumót með Harry Styles: Þarf bara eitt pund og pabbinn má gista Amelia er lítil ung stúlka sem á einn draum og það er að fara á stefnumót með Harry Styles úr One Direction. 21. mars 2016 11:30 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Stjarna úr One Direction stödd á Íslandi Liam Payne er staddur hér á landi og snæddi með hópi fólks í Reykjavík í gær. 16. ágúst 2016 14:42
Ákveðin ung stúlka er klár fyrir stefnumót með Harry Styles: Þarf bara eitt pund og pabbinn má gista Amelia er lítil ung stúlka sem á einn draum og það er að fara á stefnumót með Harry Styles úr One Direction. 21. mars 2016 11:30