Gengur afar illa að manna störf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Mest vantar starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. vísir/anton brink Verulegur skortur er á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. „Þetta er staðreynd sem við erum að glíma við eftir þessa kröftugu uppsveiflu. Það er þegar farið að gera verulega vart við sig að það skortir starfsfólk á fjölmörgum sviðum í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Þorsteinn Víglundsson„Það er mikil þörf á starfsfólki í þjónustu- og iðnaðargeiranum. Kosturinn er hins vegar sá að við erum með aðgang að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og það er auðvelt að fá fólk hingað til lands frá evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hann og bætir við að það hafi stóraukist að fólk komi til Íslands að vinna. Vinnumarkaðurinn á Íslandi sé einfaldlega ekki nógu stór til að anna eftirspurninni. Vandinn verði ekki leystur öðruvísi. „Við þekkjum það að það hefur gengið illa að ráða. Vöxturinn er mikill og margir sem þurfa fólk í vinnu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, og tekur undir það að mest vanti starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. „Aðallega í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessu enda er vöxturinn of hraður og meiri en það sem við getum skaffað. Til dæmis er skortur á bílstjórum með meira próf,“ segir Róbert.Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MatvísNíels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að gengið hafi erfiðlega fyrir veitingahús á landinu að ráða í störf. „Þetta er orðið eins og við höfum varað við í einhvern tíma. Við höfum verið að markaðssetja landið án þess að undirbúa innviðina,“ segir Níels. Veitingahúsaeigendur hafa verið að ráða útlendinga eða ungt fólk með enga reynslu í matreiðslu- og þjónastörf en Níels segir að verið sé að vinna í því að koma þessum störfum á hærri stall og vekja athygli á þeim. „Áður fyrr var þjónninn vinsælt starf og við leitum leiða til að athuga hvað sé hægt að gera til að gera störfin meira aðlaðandi,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum meiri en framboð. Ástæðan sé margþætt, til dæmis fjölgun ferðamanna og uppsveifla í efnahagslífinu. „Það er gríðarlegur fjöldi af verkefnum sem þarf að sinna. Okkar menn eru til dæmis í því að stækka flugstöðina sem er endalaust verið að stækka. Menn hlaupa ekkert að því að fá fólk í vinnu,“ segir Kristján og útskýrir að margir hafi farið til Noregs eftir hrun en hafi enn ekki komið til baka. „Ekki í eins miklum mæli og við hefðum viljað.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Verulegur skortur er á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. „Þetta er staðreynd sem við erum að glíma við eftir þessa kröftugu uppsveiflu. Það er þegar farið að gera verulega vart við sig að það skortir starfsfólk á fjölmörgum sviðum í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Þorsteinn Víglundsson„Það er mikil þörf á starfsfólki í þjónustu- og iðnaðargeiranum. Kosturinn er hins vegar sá að við erum með aðgang að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og það er auðvelt að fá fólk hingað til lands frá evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hann og bætir við að það hafi stóraukist að fólk komi til Íslands að vinna. Vinnumarkaðurinn á Íslandi sé einfaldlega ekki nógu stór til að anna eftirspurninni. Vandinn verði ekki leystur öðruvísi. „Við þekkjum það að það hefur gengið illa að ráða. Vöxturinn er mikill og margir sem þurfa fólk í vinnu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, og tekur undir það að mest vanti starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. „Aðallega í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessu enda er vöxturinn of hraður og meiri en það sem við getum skaffað. Til dæmis er skortur á bílstjórum með meira próf,“ segir Róbert.Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MatvísNíels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að gengið hafi erfiðlega fyrir veitingahús á landinu að ráða í störf. „Þetta er orðið eins og við höfum varað við í einhvern tíma. Við höfum verið að markaðssetja landið án þess að undirbúa innviðina,“ segir Níels. Veitingahúsaeigendur hafa verið að ráða útlendinga eða ungt fólk með enga reynslu í matreiðslu- og þjónastörf en Níels segir að verið sé að vinna í því að koma þessum störfum á hærri stall og vekja athygli á þeim. „Áður fyrr var þjónninn vinsælt starf og við leitum leiða til að athuga hvað sé hægt að gera til að gera störfin meira aðlaðandi,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum meiri en framboð. Ástæðan sé margþætt, til dæmis fjölgun ferðamanna og uppsveifla í efnahagslífinu. „Það er gríðarlegur fjöldi af verkefnum sem þarf að sinna. Okkar menn eru til dæmis í því að stækka flugstöðina sem er endalaust verið að stækka. Menn hlaupa ekkert að því að fá fólk í vinnu,“ segir Kristján og útskýrir að margir hafi farið til Noregs eftir hrun en hafi enn ekki komið til baka. „Ekki í eins miklum mæli og við hefðum viljað.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira