Gengur afar illa að manna störf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Mest vantar starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. vísir/anton brink Verulegur skortur er á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. „Þetta er staðreynd sem við erum að glíma við eftir þessa kröftugu uppsveiflu. Það er þegar farið að gera verulega vart við sig að það skortir starfsfólk á fjölmörgum sviðum í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Þorsteinn Víglundsson„Það er mikil þörf á starfsfólki í þjónustu- og iðnaðargeiranum. Kosturinn er hins vegar sá að við erum með aðgang að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og það er auðvelt að fá fólk hingað til lands frá evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hann og bætir við að það hafi stóraukist að fólk komi til Íslands að vinna. Vinnumarkaðurinn á Íslandi sé einfaldlega ekki nógu stór til að anna eftirspurninni. Vandinn verði ekki leystur öðruvísi. „Við þekkjum það að það hefur gengið illa að ráða. Vöxturinn er mikill og margir sem þurfa fólk í vinnu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, og tekur undir það að mest vanti starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. „Aðallega í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessu enda er vöxturinn of hraður og meiri en það sem við getum skaffað. Til dæmis er skortur á bílstjórum með meira próf,“ segir Róbert.Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MatvísNíels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að gengið hafi erfiðlega fyrir veitingahús á landinu að ráða í störf. „Þetta er orðið eins og við höfum varað við í einhvern tíma. Við höfum verið að markaðssetja landið án þess að undirbúa innviðina,“ segir Níels. Veitingahúsaeigendur hafa verið að ráða útlendinga eða ungt fólk með enga reynslu í matreiðslu- og þjónastörf en Níels segir að verið sé að vinna í því að koma þessum störfum á hærri stall og vekja athygli á þeim. „Áður fyrr var þjónninn vinsælt starf og við leitum leiða til að athuga hvað sé hægt að gera til að gera störfin meira aðlaðandi,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum meiri en framboð. Ástæðan sé margþætt, til dæmis fjölgun ferðamanna og uppsveifla í efnahagslífinu. „Það er gríðarlegur fjöldi af verkefnum sem þarf að sinna. Okkar menn eru til dæmis í því að stækka flugstöðina sem er endalaust verið að stækka. Menn hlaupa ekkert að því að fá fólk í vinnu,“ segir Kristján og útskýrir að margir hafi farið til Noregs eftir hrun en hafi enn ekki komið til baka. „Ekki í eins miklum mæli og við hefðum viljað.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Verulegur skortur er á starfsfólki á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Þetta staðfesta framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands. „Þetta er staðreynd sem við erum að glíma við eftir þessa kröftugu uppsveiflu. Það er þegar farið að gera verulega vart við sig að það skortir starfsfólk á fjölmörgum sviðum í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Þorsteinn Víglundsson„Það er mikil þörf á starfsfólki í þjónustu- og iðnaðargeiranum. Kosturinn er hins vegar sá að við erum með aðgang að sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og það er auðvelt að fá fólk hingað til lands frá evrópska efnahagssvæðinu,“ segir hann og bætir við að það hafi stóraukist að fólk komi til Íslands að vinna. Vinnumarkaðurinn á Íslandi sé einfaldlega ekki nógu stór til að anna eftirspurninni. Vandinn verði ekki leystur öðruvísi. „Við þekkjum það að það hefur gengið illa að ráða. Vöxturinn er mikill og margir sem þurfa fólk í vinnu,“ segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, og tekur undir það að mest vanti starfsfólk í þjónustu- og iðnaðarstörf. „Aðallega í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Við höfum áhyggjur af þessu enda er vöxturinn of hraður og meiri en það sem við getum skaffað. Til dæmis er skortur á bílstjórum með meira próf,“ segir Róbert.Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MatvísNíels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að gengið hafi erfiðlega fyrir veitingahús á landinu að ráða í störf. „Þetta er orðið eins og við höfum varað við í einhvern tíma. Við höfum verið að markaðssetja landið án þess að undirbúa innviðina,“ segir Níels. Veitingahúsaeigendur hafa verið að ráða útlendinga eða ungt fólk með enga reynslu í matreiðslu- og þjónastörf en Níels segir að verið sé að vinna í því að koma þessum störfum á hærri stall og vekja athygli á þeim. „Áður fyrr var þjónninn vinsælt starf og við leitum leiða til að athuga hvað sé hægt að gera til að gera störfin meira aðlaðandi,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir eftirspurn eftir rafiðnaðarmönnum meiri en framboð. Ástæðan sé margþætt, til dæmis fjölgun ferðamanna og uppsveifla í efnahagslífinu. „Það er gríðarlegur fjöldi af verkefnum sem þarf að sinna. Okkar menn eru til dæmis í því að stækka flugstöðina sem er endalaust verið að stækka. Menn hlaupa ekkert að því að fá fólk í vinnu,“ segir Kristján og útskýrir að margir hafi farið til Noregs eftir hrun en hafi enn ekki komið til baka. „Ekki í eins miklum mæli og við hefðum viljað.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira