Lífið

Simone Biles fékk loksins koss frá Zac Efron

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ólympíudrottningin magnaða fór á kostum í gær.
Ólympíudrottningin magnaða fór á kostum í gær. Mynd/US Gymnastics
Ólympíudrottningin magnaða Simone Biles skildi við Ólympíuleikana í Ríó gærkvöldi með því að næla í sín fjórðu gullverðlaun. Hún virðist einnig hafa fengið óvæntan bónusvinning þegar leikarinn Zac Efron mætti á svæðið til þess að koma henni á óvart.

Biles, sem hefur átt frábæra Ólympíuleika, hefur greint frá hrifningu sinni á leikaranum og þegar fréttastofa NBC kíkti í heimsókn til hennar fyrir leikana kom í ljós að hún geymdi mannhæðastóra pappamynd af Efron í herbergi sínu. Hafa Efron og Biles skipst á skilaboðum á samfélagsmiðlum þar sem leikarinn hefur hvatt hana til dáða.

Sjá einnig: Smávaxna fimleikadrottningin sem er að sigra heiminn

Hann var svo mættur til Ríó í gær eftir að Biles tryggði sér sigur í keppni í fimleikum á gólfi. Þar gaf hann henni koss á kinnina og virtist Biles vera afar ánægð með þetta allt saman ef marka má færslur hennar á samfélagsmiðlum.

„Ég er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles“

Hin nítján ára gamla Biles hefur vakið verðskuldaða athygli á Ólympíuleikunum. Vann húnn gull í liðakeppninni, í fjölþraut og stökki auk þess sem að hún fékk brons á jafnvægisslá.

Yfirburðir hennar eru fáheyrðir en hún hefur verið í fremstu röð í fimleikaheiminum undanfarin ár og er sigursælasta Bandaríkjakonan í sögu HM með 14 medalíur, þar af 10 gull. Hún var jafnframt fyrsta konan sem vinnur þrjá heimsmeistaratitla í samanlögðum æfingum í röð.

Henni hefur mikið verið hrósað og talað um í fjölmiðlum að hún sé næsta Usain Bolt eða Michael Phelps. Biles vill þó ekki hlusta á slíkt tal.

„Ég er ekki næsta Bolt eða Phelps heldur fyrsta Simone Biles,“ sagði hún í viðtali en Biles er almennt talinn besta fimleikakona sögunnar.

Hér að neðan má sjá skemmtilegan heimildaþátt sem ESPN gerði um Simone Biles og leið hennar á toppinn.


Tengdar fréttir

Biles kvaddi með fjórða gullinu

Bandaríska fimleikadrottningin Simone Biles lauk leik á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sín fjórðu gullverðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×