Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 10:24 Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra fjölmiðla í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Þar segir hann að „jafn ágætt og það er að fjölmiðlar séu vettvangur skoðanaskipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undrunarefnið hve margir fjölmiðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokkur ristjórnarstefna sé sjáanleg.“ Þannig gerist sú tilfinning Bjarna æ sterkari „að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag - önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“ Tilefni skrifa ráðherrans um fjölmiðla er pistillinn Skjóðan sem birtist í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í gær, en þar er fjallað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að aðstoða ungt fólk við að kaupa sína fyrstu fasteign. Skjóðan er nafnlaus pistill en höfundurinn virðist lítt hrifinn af fyrrnefndum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Bjarni gefur þó lítið fyrir skrif Skjóðunnar og setur þau í samhengi við leiðaraskrif ritstjóra Fréttablaðsins um liðna helgi: „Höfundur spyr í dag hvenær ég ætli að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna þá ,,einföldu staðreynd" að leiðin til að bæta hag allra sé sú að taka upp alþjóðlega mynt. Mér varð hugsað til þess að ritstjóri Fréttablaðsins hafði tekið sama mál til umfjöllunar fyrir fáeinum dögum þar sem fjallað var um ESB og upptöku evru: ,,Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika." Það sem í Skjóðunni er sagt einföld staðreynd er að mati ritstjórans draumórar. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á sama fjölmiðli kom inn á sama mál nýlega í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni draumórar. ,,Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru." Ég ætla svo sem ekki að elta ólar við annað efni Skjóðunar í dag sem var uppfull af innistæðulausum fullyrðingum.“ Facebook-færslu ráðherrans má sjá í heild sinni hér að neðan. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra fjölmiðla í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Þar segir hann að „jafn ágætt og það er að fjölmiðlar séu vettvangur skoðanaskipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undrunarefnið hve margir fjölmiðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokkur ristjórnarstefna sé sjáanleg.“ Þannig gerist sú tilfinning Bjarna æ sterkari „að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag - önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“ Tilefni skrifa ráðherrans um fjölmiðla er pistillinn Skjóðan sem birtist í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í gær, en þar er fjallað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að aðstoða ungt fólk við að kaupa sína fyrstu fasteign. Skjóðan er nafnlaus pistill en höfundurinn virðist lítt hrifinn af fyrrnefndum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Bjarni gefur þó lítið fyrir skrif Skjóðunnar og setur þau í samhengi við leiðaraskrif ritstjóra Fréttablaðsins um liðna helgi: „Höfundur spyr í dag hvenær ég ætli að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna þá ,,einföldu staðreynd" að leiðin til að bæta hag allra sé sú að taka upp alþjóðlega mynt. Mér varð hugsað til þess að ritstjóri Fréttablaðsins hafði tekið sama mál til umfjöllunar fyrir fáeinum dögum þar sem fjallað var um ESB og upptöku evru: ,,Áður en ESB-umsóknin sigldi í strand hefði vitrænt innlegg í þessa umræðu verið að stinga upp á að evran yrði tekin upp í stað krónunnar og tvö vandamál þannig leyst í einu. ESB-flokkurinn Samfylkingin á öðrum fremur sök á því að uppástunga á borð við þessa á frekar skylt við draumóra en veruleika." Það sem í Skjóðunni er sagt einföld staðreynd er að mati ritstjórans draumórar. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður á sama fjölmiðli kom inn á sama mál nýlega í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni draumórar. ,,Margir af virtustu hagfræðingum heims eru nú sammála um að evran í núverandi mynd hafi verið mistök. Brestir á evrusvæðinu og óvissa um framtíð myntsamstarfsins gerir það varla fýsilegt fyrir Íslendinga að stefna á upptöku evru." Ég ætla svo sem ekki að elta ólar við annað efni Skjóðunar í dag sem var uppfull af innistæðulausum fullyrðingum.“ Facebook-færslu ráðherrans má sjá í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira