Innlent

Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forseti og forsetafrú, í Dómkirkjunni í dag áður en kristileg athöfn hófst. Í baksýn má sjá Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar Grímsson sem áður gegndu embætti forseta.
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forseti og forsetafrú, í Dómkirkjunni í dag áður en kristileg athöfn hófst. Í baksýn má sjá Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar Grímsson sem áður gegndu embætti forseta. Vísir/Eyþór
Eliza Reid er formlega orðin forsetafrú eftir hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu en Eliza klæddist skautbúningi sem samsettur er úr tveimur skautbúningum. Eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson,  tók við embætti forseta Íslands á fimmta tímanum.

Treyjan sem forsetafrúin klæddist var frá Dóru Þórhallsdóttur, eiginkonu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands, saumuð 1952. En pilsið var frá Halldóru Eldjárn, eiginkonu þriðja forseta lýðveldisins Kristjáns Eldjárns.

Mikið lista- og handverksfólk kom að saumavinnunni sem er á bakvið búninginn. Jakobína Thorarensen (1905–1981) baldýraði borðana á treyjunni með gullþræði „sem enn er gljáandi og fallegur“ eins og segir í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Munstrið er sóleyjarmunstur sem Sigurður Guðmundsson málari teiknaði. Elísabet Einarsdóttir (1897–1985) saumaði listsauminn neðan á pilsið, hrútaberjamunstrið sem Sigurður Guðmundsson málari teiknaði. Þorbjörg Jónsdóttir (1889–1976) saumaði síðan búninginn, bæði treyju og pils. Guðmundur Helgi Guðnason gullsmiður (1884–1953) smíðaði brjóstnæluna, sprotabeltið og hnappana á ermunum. Unnur Ólafsdóttir listakona (1897–1983) bjó til faldinn og slörið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×