Innlent

Árni Johnsen vill aftur á þing

Atli Ísleifsson skrifar
Árni Johnsen sat síðast á þingi árið 2013.
Árni Johnsen sat síðast á þingi árið 2013.
Árni Johnsen, fyrr­ver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í einhverju af efstu sætunum í próf­kjöri flokks­ins í Suður­kjör­dæmi.

Prófkjörið verður haldið þann 10. sept­em­ber.

Árni greinir frá framboði sínu í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag. Þar segir hann núsitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu – þau Ragnheiði Elínu Árnadóttur, Unni Brá Konráðsdóttur og Ásmund Friðriksson - hafa unnið skipulega að því að fæla Sjálfstæðismenn frá því að kjósa sig í prófkjöri flokksins í ársbyrjun 2013.

Árni, sem er 72 ára gamall, var alþingsmaður Suðurlands 1983 til 1987 og 1991 til 2001 og svo Suðurkjördæmis frá 2007 til 2013.

Árna var veitt uppreist æru árið 2006 vegna tveggja ára fangelsisdóms sem Hæstiréttur dæmdi hann í þremur árum fyrr. Við það hlaut Árni kjörgengi á ný og bauð hann sig aftur fram til þings árið 2007 og var kjörinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×