Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Guðrún Jóna Sefánsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 08:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu Sólheima fyrr í vikunni. Nýkjörinn forseti vakti athygli fyrir litríkt apabindi sem hann skartaði í heimsókninni. Vísir/GVA Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. „Ég man ekkert hvar ég fékk þetta bindi, þetta er eitt af mínum uppáhaldsbindum. Ég ákvað að skella því upp í tilefni af fyrstu opinberu heimsókn okkar sem forsetahjóna, án þess að spyrja kóng eða prest. Þetta mun ekki vera í síðasta skipti sem þú sérð mig með þetta bindi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem forseti ber bindi sem vekur athygli en Ólafur Ragnar Grímsson skartaði oft eftirminnilegum fílabindum í hinum ýmsu erindagjörðum. Eliza Reid forsetafrú taldi líklegt að Guðni kæmi til með að nota apabindið oftar í framtíðinni enda litríkt og bjart sem kann að einkenna klæðnað nýkjörins forseta.Nærmynd af apabindinu góða.Vísir/GVA„Ég trúi því vel að hann muni nota þetta bindi aftur, hann hefur átt það í mörg ár, ég man þó ekki hvar hann fékk það. Ég keypti það ekki fyrir hann en honum hefur þótt það skemmtilegt á litinn,“ segir Eliza Reid. Eliza telur Guðna ekki vera mikinn áhugamann um apa en segir þó að hann sé jákvæður maður sem þyki gaman að hafa bjarta liti í kring um sig. „Það er engin sérstök saga á bak við þetta bindi en hann á þó nokkur bindi sem eiga sér skemmtilega sögu, bæði bindi sem ég hef gefið honum eða hann hefur fengið í gjafir,“ segir Eliza. Það er óhætt að segja að nýkjörinn forseti þurfi að huga vel að samsetningu fata, stíl og passa upp á að fötin sem verða fyrir valinu séu í samræmi við hið nýja starf hans. Að sögn Elizu hefur Guðni þó aldrei verið fyrir það, að eiga mikið af fötum. „Hann hefur þó alltaf passað að vera fínn til fara. Guðni getur átt sömu fötin í langan tíma en þegar hann hefur fengið sér ný föt gefur hann eldri fötin sín í Rauða krossinn,“ segir hún.Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vakti athygli fyrir skrautleg bindi og oft voru þau með fílamyndum. Vísir/Ernir En hvað er það sem einkennir nýkjörinn forseta í klæðaburði? „Guðni hefur einstaklega gaman af sokkum í litum og hefur ákveðið að halda sig alfarið við þá hefð,“ segir Eliza létt í bragði. Talsverðar breytingar hafa orðið hjá fjölskyldunni síðastliðna mánuði og nóg um að vera á næstunni, flutningar á Bessastaði, og annasamur vetur framundan ásamt ferðalögum um landið. „Þetta er auðvitað öðruvísi en við vorum vön en mjög jákvætt, fólk vill fá myndir af okkur með sér sem er bara skemmtilegt. Við viljum samt auðvitað halda í okkar gamla líf, fylgja börnunum okkar á fótboltamót og halda afmælisveislur fyrir krakkana í bekknum, eins og foreldrar gera. Yngsta dóttir okkar verður þriggja ára eftir nokkrar vikur, hún kemur alltaf til með að muna bara eftir því að pabbi sinn sé forseti og við búum á Bessastöðum, ég vil samt ekki að hún muni eftir því að henni hafi verið ekið út um allt. Við viljum halda í það að eiga venjulegt líf,“ segir Elísa. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Tíska og hönnun Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. „Ég man ekkert hvar ég fékk þetta bindi, þetta er eitt af mínum uppáhaldsbindum. Ég ákvað að skella því upp í tilefni af fyrstu opinberu heimsókn okkar sem forsetahjóna, án þess að spyrja kóng eða prest. Þetta mun ekki vera í síðasta skipti sem þú sérð mig með þetta bindi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem forseti ber bindi sem vekur athygli en Ólafur Ragnar Grímsson skartaði oft eftirminnilegum fílabindum í hinum ýmsu erindagjörðum. Eliza Reid forsetafrú taldi líklegt að Guðni kæmi til með að nota apabindið oftar í framtíðinni enda litríkt og bjart sem kann að einkenna klæðnað nýkjörins forseta.Nærmynd af apabindinu góða.Vísir/GVA„Ég trúi því vel að hann muni nota þetta bindi aftur, hann hefur átt það í mörg ár, ég man þó ekki hvar hann fékk það. Ég keypti það ekki fyrir hann en honum hefur þótt það skemmtilegt á litinn,“ segir Eliza Reid. Eliza telur Guðna ekki vera mikinn áhugamann um apa en segir þó að hann sé jákvæður maður sem þyki gaman að hafa bjarta liti í kring um sig. „Það er engin sérstök saga á bak við þetta bindi en hann á þó nokkur bindi sem eiga sér skemmtilega sögu, bæði bindi sem ég hef gefið honum eða hann hefur fengið í gjafir,“ segir Eliza. Það er óhætt að segja að nýkjörinn forseti þurfi að huga vel að samsetningu fata, stíl og passa upp á að fötin sem verða fyrir valinu séu í samræmi við hið nýja starf hans. Að sögn Elizu hefur Guðni þó aldrei verið fyrir það, að eiga mikið af fötum. „Hann hefur þó alltaf passað að vera fínn til fara. Guðni getur átt sömu fötin í langan tíma en þegar hann hefur fengið sér ný föt gefur hann eldri fötin sín í Rauða krossinn,“ segir hún.Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vakti athygli fyrir skrautleg bindi og oft voru þau með fílamyndum. Vísir/Ernir En hvað er það sem einkennir nýkjörinn forseta í klæðaburði? „Guðni hefur einstaklega gaman af sokkum í litum og hefur ákveðið að halda sig alfarið við þá hefð,“ segir Eliza létt í bragði. Talsverðar breytingar hafa orðið hjá fjölskyldunni síðastliðna mánuði og nóg um að vera á næstunni, flutningar á Bessastaði, og annasamur vetur framundan ásamt ferðalögum um landið. „Þetta er auðvitað öðruvísi en við vorum vön en mjög jákvætt, fólk vill fá myndir af okkur með sér sem er bara skemmtilegt. Við viljum samt auðvitað halda í okkar gamla líf, fylgja börnunum okkar á fótboltamót og halda afmælisveislur fyrir krakkana í bekknum, eins og foreldrar gera. Yngsta dóttir okkar verður þriggja ára eftir nokkrar vikur, hún kemur alltaf til með að muna bara eftir því að pabbi sinn sé forseti og við búum á Bessastöðum, ég vil samt ekki að hún muni eftir því að henni hafi verið ekið út um allt. Við viljum halda í það að eiga venjulegt líf,“ segir Elísa. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Tíska og hönnun Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira