Fagnar afreki með tattúi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Það er ekki á hverjum degi sem fólk er tattúerað inni á elliheimilum en Sigurður ákvað að slá til. Vísir/GVA Það er erill á herbergi Sigurðar Waage á Hrafnistu í Reykjavík. Þar er Fjölnir Geir Bragason að tattúera hinn tignarlega Hraundranga í Öxnadal á framhandlegg Sigurðar og ýmsir fylgjast með af áhuga. Tilefnið er það að 60 ár eru frá því Sigurður kleif dranginn, ásamt tveimur félögum sínum. „Ég fékk Finn Eyjólfsson og Bandaríkjamanninn Nicholas Clinch með mér upp. Finnur lést 2014 en Nicholas býr í Bandaríkjunum. Hann var vanur klifrari á þessum tíma en var svo drengilegur að hann vildi að Íslendingur yrði fyrstur á tindinn og það kom í minn hlut,“ segir Sigurður. „Svo voru þrír menn sem aðstoðuðu okkur, báru vistir og kaðla sem voru þungir á þessum árum. Þetta voru Þráinn Karlsson, síðar leikari, sem þá var 17 ára, Haukur Viktorsson og Ingólfur Ármannsson.“ Sigurður var framkvæmdastjóri Sanitas í Reykjavík og öflugur þátttakandi í Flugbjörgunarsveitinni. Þar kynntist hann klifrinu og hafði æft það talsvert áður en hann lagði til atlögu við Hraundranga. „Við flugum nokkra hringi umhverfis dranginn til að meta aðstæður, áður en við lögðum í hann. Hann er laus í sér enda lengi talinn ókleifur. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði mér að það væru amerískir fjallamenn að stefna á tindinn. Það var rétt. Þeir gerðu tvær atrennur en sneru við í seinna skiptið vegna sudda, höfðu ekki meiri tíma og flugu vestur aftur. Þetta voru bestu klifrarar Bandaríkjanna.“ Sigurður er á 89. aldursári. Hann kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að því að fá Fjölni á elliheimilið til að tattúera hann. „Það var Sigrún dóttir mín sem átti hugmyndina og ég sló til,“ segir hann. Tvö málverk eru í herbergi Sigurðar af Hraundranga, nú bætist eitt við enda er honum tindurinn kær. „Við klifum dranginn frá þeirri hlið sem snýr að þjóðveginum. Ég stoppa alltaf fyrir framan hann þegar ég á þar leið um, dvel þar aðeins og fæ mér kaffisopa eða eitthvað sem ég hef meðferðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Húðflúr Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Fleiri fréttir Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Sjá meira
Það er erill á herbergi Sigurðar Waage á Hrafnistu í Reykjavík. Þar er Fjölnir Geir Bragason að tattúera hinn tignarlega Hraundranga í Öxnadal á framhandlegg Sigurðar og ýmsir fylgjast með af áhuga. Tilefnið er það að 60 ár eru frá því Sigurður kleif dranginn, ásamt tveimur félögum sínum. „Ég fékk Finn Eyjólfsson og Bandaríkjamanninn Nicholas Clinch með mér upp. Finnur lést 2014 en Nicholas býr í Bandaríkjunum. Hann var vanur klifrari á þessum tíma en var svo drengilegur að hann vildi að Íslendingur yrði fyrstur á tindinn og það kom í minn hlut,“ segir Sigurður. „Svo voru þrír menn sem aðstoðuðu okkur, báru vistir og kaðla sem voru þungir á þessum árum. Þetta voru Þráinn Karlsson, síðar leikari, sem þá var 17 ára, Haukur Viktorsson og Ingólfur Ármannsson.“ Sigurður var framkvæmdastjóri Sanitas í Reykjavík og öflugur þátttakandi í Flugbjörgunarsveitinni. Þar kynntist hann klifrinu og hafði æft það talsvert áður en hann lagði til atlögu við Hraundranga. „Við flugum nokkra hringi umhverfis dranginn til að meta aðstæður, áður en við lögðum í hann. Hann er laus í sér enda lengi talinn ókleifur. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði mér að það væru amerískir fjallamenn að stefna á tindinn. Það var rétt. Þeir gerðu tvær atrennur en sneru við í seinna skiptið vegna sudda, höfðu ekki meiri tíma og flugu vestur aftur. Þetta voru bestu klifrarar Bandaríkjanna.“ Sigurður er á 89. aldursári. Hann kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að því að fá Fjölni á elliheimilið til að tattúera hann. „Það var Sigrún dóttir mín sem átti hugmyndina og ég sló til,“ segir hann. Tvö málverk eru í herbergi Sigurðar af Hraundranga, nú bætist eitt við enda er honum tindurinn kær. „Við klifum dranginn frá þeirri hlið sem snýr að þjóðveginum. Ég stoppa alltaf fyrir framan hann þegar ég á þar leið um, dvel þar aðeins og fæ mér kaffisopa eða eitthvað sem ég hef meðferðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Húðflúr Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Fleiri fréttir Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Sjá meira