Fagnar afreki með tattúi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Það er ekki á hverjum degi sem fólk er tattúerað inni á elliheimilum en Sigurður ákvað að slá til. Vísir/GVA Það er erill á herbergi Sigurðar Waage á Hrafnistu í Reykjavík. Þar er Fjölnir Geir Bragason að tattúera hinn tignarlega Hraundranga í Öxnadal á framhandlegg Sigurðar og ýmsir fylgjast með af áhuga. Tilefnið er það að 60 ár eru frá því Sigurður kleif dranginn, ásamt tveimur félögum sínum. „Ég fékk Finn Eyjólfsson og Bandaríkjamanninn Nicholas Clinch með mér upp. Finnur lést 2014 en Nicholas býr í Bandaríkjunum. Hann var vanur klifrari á þessum tíma en var svo drengilegur að hann vildi að Íslendingur yrði fyrstur á tindinn og það kom í minn hlut,“ segir Sigurður. „Svo voru þrír menn sem aðstoðuðu okkur, báru vistir og kaðla sem voru þungir á þessum árum. Þetta voru Þráinn Karlsson, síðar leikari, sem þá var 17 ára, Haukur Viktorsson og Ingólfur Ármannsson.“ Sigurður var framkvæmdastjóri Sanitas í Reykjavík og öflugur þátttakandi í Flugbjörgunarsveitinni. Þar kynntist hann klifrinu og hafði æft það talsvert áður en hann lagði til atlögu við Hraundranga. „Við flugum nokkra hringi umhverfis dranginn til að meta aðstæður, áður en við lögðum í hann. Hann er laus í sér enda lengi talinn ókleifur. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði mér að það væru amerískir fjallamenn að stefna á tindinn. Það var rétt. Þeir gerðu tvær atrennur en sneru við í seinna skiptið vegna sudda, höfðu ekki meiri tíma og flugu vestur aftur. Þetta voru bestu klifrarar Bandaríkjanna.“ Sigurður er á 89. aldursári. Hann kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að því að fá Fjölni á elliheimilið til að tattúera hann. „Það var Sigrún dóttir mín sem átti hugmyndina og ég sló til,“ segir hann. Tvö málverk eru í herbergi Sigurðar af Hraundranga, nú bætist eitt við enda er honum tindurinn kær. „Við klifum dranginn frá þeirri hlið sem snýr að þjóðveginum. Ég stoppa alltaf fyrir framan hann þegar ég á þar leið um, dvel þar aðeins og fæ mér kaffisopa eða eitthvað sem ég hef meðferðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Húðflúr Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira
Það er erill á herbergi Sigurðar Waage á Hrafnistu í Reykjavík. Þar er Fjölnir Geir Bragason að tattúera hinn tignarlega Hraundranga í Öxnadal á framhandlegg Sigurðar og ýmsir fylgjast með af áhuga. Tilefnið er það að 60 ár eru frá því Sigurður kleif dranginn, ásamt tveimur félögum sínum. „Ég fékk Finn Eyjólfsson og Bandaríkjamanninn Nicholas Clinch með mér upp. Finnur lést 2014 en Nicholas býr í Bandaríkjunum. Hann var vanur klifrari á þessum tíma en var svo drengilegur að hann vildi að Íslendingur yrði fyrstur á tindinn og það kom í minn hlut,“ segir Sigurður. „Svo voru þrír menn sem aðstoðuðu okkur, báru vistir og kaðla sem voru þungir á þessum árum. Þetta voru Þráinn Karlsson, síðar leikari, sem þá var 17 ára, Haukur Viktorsson og Ingólfur Ármannsson.“ Sigurður var framkvæmdastjóri Sanitas í Reykjavík og öflugur þátttakandi í Flugbjörgunarsveitinni. Þar kynntist hann klifrinu og hafði æft það talsvert áður en hann lagði til atlögu við Hraundranga. „Við flugum nokkra hringi umhverfis dranginn til að meta aðstæður, áður en við lögðum í hann. Hann er laus í sér enda lengi talinn ókleifur. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagði mér að það væru amerískir fjallamenn að stefna á tindinn. Það var rétt. Þeir gerðu tvær atrennur en sneru við í seinna skiptið vegna sudda, höfðu ekki meiri tíma og flugu vestur aftur. Þetta voru bestu klifrarar Bandaríkjanna.“ Sigurður er á 89. aldursári. Hann kveðst ekki hafa átt frumkvæðið að því að fá Fjölni á elliheimilið til að tattúera hann. „Það var Sigrún dóttir mín sem átti hugmyndina og ég sló til,“ segir hann. Tvö málverk eru í herbergi Sigurðar af Hraundranga, nú bætist eitt við enda er honum tindurinn kær. „Við klifum dranginn frá þeirri hlið sem snýr að þjóðveginum. Ég stoppa alltaf fyrir framan hann þegar ég á þar leið um, dvel þar aðeins og fæ mér kaffisopa eða eitthvað sem ég hef meðferðis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Húðflúr Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Sjá meira