„Ánægð að hafa komið í veg fyrir að efnin færu í dreifingu inni á hátíðarsvæðinu" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2016 19:30 Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á mikið magn fíkniefna í gærkvöldi, og er þetta stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í sögu Þjóðhátíðar. Að öðru leiti hafa hátíðarhöld um verslunarmannahelgina gengið vel. Söluverðmæti efnanna sem lögreglan lagði hald á er um 3 milljónir króna en um var að ræða hundrað grömm af ætluðu kókaíni, 100 grömm af ætluðu amfetamíni og 180 e-töflur og telur lögreglan að ætlunin hafi verið að selja efnin á hátíðinni. Tveir menn voru handteknir og sitja þeir í fangageymslum. „Þetta er mesta magn sem hefur fundist á Þjóðhátíð og í tengslum við Þjóðhátíð frá upphafi. Þetta er tekið og haldlagt um hálf níu í gærkvöldi. Þetta átti að fara í dreifingu væntanlega inni á hátíðarsvæðinu, þannig að við erum gríðarlega ánægð með það að hafa náð því að haldleggja þetta og koma þannig í veg fyrir að þetta hafi komist í umferð,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Það voru fjórir menn sem gistu fangageymslur í nótt. Fyrir hvaða brot var það? „Það var eitt ölvunarbrot, síðan var heimilisofbeldi og svo voru þarna tveir vegna þessa fíkniefnamáls. Það er búið að kæra þrjár líkamsárásir til okkar og auðvitað var mikil erill hjá lögreglu og talsvert um pústra og einhver slagsmál og svona en hérna að meginstefnunni til þá fór þetta bara vel fram,“ segir Páley. Ekki fengust upplýsingar um hvort kynferðisbrot hefðu verið tilkynnt á hátíðinni. Mikil fjöldi er í Vestmannaeyjum og veðurblíðan með eindæmum.Umferð gengið velUmferð um Suðurland hefur gengið vel það sem af er og hafa engin alvarleg slys eða umferðaróhöpp verið tilkynnt. Fréttastofan fékk að fylgja eftir lögreglunni og Landhelgisgæslunni við umferðareftirlit en í gærkvöldi hafði umferðarþungi að mestu gengið niður niður. Í dag hefur verið jöfn og þétt umferð um Suðurland. Flogið var víðsvegar um Suðurland og ökumenn stöðvaðir þar sem athugað var með ástand þeirra og ökuréttindi. Samstarf lögreglunnar og Landheglisgæslunnar, þar sem þyrlan er notuð við eftirlit hefur gefist vel og mega vegfarendur og hátíðargestir víða um land átt von á því að fylgst sé með þeim úr lofti. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í þessu eftirlitsflugi. Tengdar fréttir Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á mikið magn fíkniefna í gærkvöldi, og er þetta stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í sögu Þjóðhátíðar. Að öðru leiti hafa hátíðarhöld um verslunarmannahelgina gengið vel. Söluverðmæti efnanna sem lögreglan lagði hald á er um 3 milljónir króna en um var að ræða hundrað grömm af ætluðu kókaíni, 100 grömm af ætluðu amfetamíni og 180 e-töflur og telur lögreglan að ætlunin hafi verið að selja efnin á hátíðinni. Tveir menn voru handteknir og sitja þeir í fangageymslum. „Þetta er mesta magn sem hefur fundist á Þjóðhátíð og í tengslum við Þjóðhátíð frá upphafi. Þetta er tekið og haldlagt um hálf níu í gærkvöldi. Þetta átti að fara í dreifingu væntanlega inni á hátíðarsvæðinu, þannig að við erum gríðarlega ánægð með það að hafa náð því að haldleggja þetta og koma þannig í veg fyrir að þetta hafi komist í umferð,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Það voru fjórir menn sem gistu fangageymslur í nótt. Fyrir hvaða brot var það? „Það var eitt ölvunarbrot, síðan var heimilisofbeldi og svo voru þarna tveir vegna þessa fíkniefnamáls. Það er búið að kæra þrjár líkamsárásir til okkar og auðvitað var mikil erill hjá lögreglu og talsvert um pústra og einhver slagsmál og svona en hérna að meginstefnunni til þá fór þetta bara vel fram,“ segir Páley. Ekki fengust upplýsingar um hvort kynferðisbrot hefðu verið tilkynnt á hátíðinni. Mikil fjöldi er í Vestmannaeyjum og veðurblíðan með eindæmum.Umferð gengið velUmferð um Suðurland hefur gengið vel það sem af er og hafa engin alvarleg slys eða umferðaróhöpp verið tilkynnt. Fréttastofan fékk að fylgja eftir lögreglunni og Landhelgisgæslunni við umferðareftirlit en í gærkvöldi hafði umferðarþungi að mestu gengið niður niður. Í dag hefur verið jöfn og þétt umferð um Suðurland. Flogið var víðsvegar um Suðurland og ökumenn stöðvaðir þar sem athugað var með ástand þeirra og ökuréttindi. Samstarf lögreglunnar og Landheglisgæslunnar, þar sem þyrlan er notuð við eftirlit hefur gefist vel og mega vegfarendur og hátíðargestir víða um land átt von á því að fylgst sé með þeim úr lofti. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í þessu eftirlitsflugi.
Tengdar fréttir Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47