Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2016 10:55 Ekki hefur komið til tals innan vébanda Quarashi að draga sig út úr dagskránni, en þeir hafa verið fullvissaðir um að öryggismálin verði í lagi. „Jú, auðvitað höfum við fylgst með umræðunni eins og allir aðrir,“ segir Sölvi Blöndal meðlimur í hljómsveitinni Quarashi. Quarashi verður helsta tónlistaratriðið á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið. Undanfarna daga hefur farið fram heit umræða sem má rekja til þeirrar ákvörðunar Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Eyjum, að taka kynferðisbrot út fyrir sviga og tilkynna ekki um neitt slíkt fyrir en eftir hátíðina. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun, en ýmsir fagaðilar, svo sem Stígamót, hafa harðlega gagnrýnt þetta ráðslag. Rauður þráður í baráttunni gegn nauðgunum hefur verið sá að aftabúvæða þær; að fjallað sé um þær sem og önnur brot. Með eðlilegum fyrirvörum.Quarashi lætur til sín taka í baráttunni gegn nauðgunum Árið 2011 kom Quarashi fyrsta sinni fram á útihátíð; Bestu útihátíðinni sem haldin var á Hellu. Þeir vöktu þá athygli fyrir yfirlýsingar þess efnis að ef upp kæmu slík tilvik, þá myndu þeir ekki spila. Þeir kröfðust þess að Nei-hópurinn yrði á staðnum og þá gáfu þeir Stígamótum hálfa milljón í tengslum við atburðinn. „Ástæðan fyrir að við gerðum þetta þá var sú að þá hafði árum og áratugum saman viðgengist ómenning á þessum hátíðum. Ömurlegheit og kynferðisofbeldi. Við vorum að koma fram á slíkri hátíð í fyrsta skipti og við vildum segja okkar skoðun, sem við gerum annars sjaldan. Svona á þetta ekki vera. Og við vildum fá aðila á staðinn sem þekktu þetta langsamlega best. Fá sérfræðingana á staðinn,“ segir Sölvi í samtali við Vísi.Útihátíðarkúltúr var ömurlegur Hann segir afstöðu þeirra ekkert hafa breyst, hún stendur og mun standa. Sölvi telur þessa umræðu meira í deiglunni nú en var árið 2011.„Fyrir okkar parta, fyrir mína parta, var útihátíðakúltúr á Íslandi ömurlegur. Mikilvægt er að þeir sem halda slíkar hátíðir gefi út að slíkur ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. Eitt ofbeldisverk er einu ofbeldisverki of mikið. Fyrir listamenn að koma fram og að slíkt sé talinn eðlilegur fylgifiskur slíkra hátíða er óboðlegt. Það rak okkur af stað í þessu á sínum tíma.“Ekki komið til tals að draga sig út Nú geisar heit umræða um það hvernig Eyjamenn vilja taka á þessum málum; þeir eru sakaðir um þöggun. Hefur komið til tals, innan ykkar raða, að draga ykkur út úr þessu? „Nei, en við höfum verið fullvissaðir um það af hátíðarhöldurum að öryggi gesta verði haft í fyrirrúmi. Þetta er nokkuð sem skiptir okkur verulega miklu máli. Við erum stoltir af því sem við gerðum 2011. Sú hátíð tókst gríðarlega vel og ekkert kynferðisbrot var tilkynnt á þeirri hátíð. Það er mikilvægt að listamenn og þeir sem standa að slíkum hátíðum sendi út slík skilaboð. „No tollerance“ gagnvart ofbeldi.“ Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Litla landið og kynferðisbrotin Lögreglan í Vestmannaeyjum heldur sínu striki frá því fyrir ári og mun ekki upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota ef þau eiga sér stað á Þjóðhátíð í bænum um verslunarmannahelgina 20. júlí 2016 07:00 Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Jú, auðvitað höfum við fylgst með umræðunni eins og allir aðrir,“ segir Sölvi Blöndal meðlimur í hljómsveitinni Quarashi. Quarashi verður helsta tónlistaratriðið á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið. Undanfarna daga hefur farið fram heit umræða sem má rekja til þeirrar ákvörðunar Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Eyjum, að taka kynferðisbrot út fyrir sviga og tilkynna ekki um neitt slíkt fyrir en eftir hátíðina. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun, en ýmsir fagaðilar, svo sem Stígamót, hafa harðlega gagnrýnt þetta ráðslag. Rauður þráður í baráttunni gegn nauðgunum hefur verið sá að aftabúvæða þær; að fjallað sé um þær sem og önnur brot. Með eðlilegum fyrirvörum.Quarashi lætur til sín taka í baráttunni gegn nauðgunum Árið 2011 kom Quarashi fyrsta sinni fram á útihátíð; Bestu útihátíðinni sem haldin var á Hellu. Þeir vöktu þá athygli fyrir yfirlýsingar þess efnis að ef upp kæmu slík tilvik, þá myndu þeir ekki spila. Þeir kröfðust þess að Nei-hópurinn yrði á staðnum og þá gáfu þeir Stígamótum hálfa milljón í tengslum við atburðinn. „Ástæðan fyrir að við gerðum þetta þá var sú að þá hafði árum og áratugum saman viðgengist ómenning á þessum hátíðum. Ömurlegheit og kynferðisofbeldi. Við vorum að koma fram á slíkri hátíð í fyrsta skipti og við vildum segja okkar skoðun, sem við gerum annars sjaldan. Svona á þetta ekki vera. Og við vildum fá aðila á staðinn sem þekktu þetta langsamlega best. Fá sérfræðingana á staðinn,“ segir Sölvi í samtali við Vísi.Útihátíðarkúltúr var ömurlegur Hann segir afstöðu þeirra ekkert hafa breyst, hún stendur og mun standa. Sölvi telur þessa umræðu meira í deiglunni nú en var árið 2011.„Fyrir okkar parta, fyrir mína parta, var útihátíðakúltúr á Íslandi ömurlegur. Mikilvægt er að þeir sem halda slíkar hátíðir gefi út að slíkur ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. Eitt ofbeldisverk er einu ofbeldisverki of mikið. Fyrir listamenn að koma fram og að slíkt sé talinn eðlilegur fylgifiskur slíkra hátíða er óboðlegt. Það rak okkur af stað í þessu á sínum tíma.“Ekki komið til tals að draga sig út Nú geisar heit umræða um það hvernig Eyjamenn vilja taka á þessum málum; þeir eru sakaðir um þöggun. Hefur komið til tals, innan ykkar raða, að draga ykkur út úr þessu? „Nei, en við höfum verið fullvissaðir um það af hátíðarhöldurum að öryggi gesta verði haft í fyrirrúmi. Þetta er nokkuð sem skiptir okkur verulega miklu máli. Við erum stoltir af því sem við gerðum 2011. Sú hátíð tókst gríðarlega vel og ekkert kynferðisbrot var tilkynnt á þeirri hátíð. Það er mikilvægt að listamenn og þeir sem standa að slíkum hátíðum sendi út slík skilaboð. „No tollerance“ gagnvart ofbeldi.“
Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Litla landið og kynferðisbrotin Lögreglan í Vestmannaeyjum heldur sínu striki frá því fyrir ári og mun ekki upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota ef þau eiga sér stað á Þjóðhátíð í bænum um verslunarmannahelgina 20. júlí 2016 07:00 Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15
Litla landið og kynferðisbrotin Lögreglan í Vestmannaeyjum heldur sínu striki frá því fyrir ári og mun ekki upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota ef þau eiga sér stað á Þjóðhátíð í bænum um verslunarmannahelgina 20. júlí 2016 07:00
Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00
Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00