Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2016 10:55 Ekki hefur komið til tals innan vébanda Quarashi að draga sig út úr dagskránni, en þeir hafa verið fullvissaðir um að öryggismálin verði í lagi. „Jú, auðvitað höfum við fylgst með umræðunni eins og allir aðrir,“ segir Sölvi Blöndal meðlimur í hljómsveitinni Quarashi. Quarashi verður helsta tónlistaratriðið á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið. Undanfarna daga hefur farið fram heit umræða sem má rekja til þeirrar ákvörðunar Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Eyjum, að taka kynferðisbrot út fyrir sviga og tilkynna ekki um neitt slíkt fyrir en eftir hátíðina. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun, en ýmsir fagaðilar, svo sem Stígamót, hafa harðlega gagnrýnt þetta ráðslag. Rauður þráður í baráttunni gegn nauðgunum hefur verið sá að aftabúvæða þær; að fjallað sé um þær sem og önnur brot. Með eðlilegum fyrirvörum.Quarashi lætur til sín taka í baráttunni gegn nauðgunum Árið 2011 kom Quarashi fyrsta sinni fram á útihátíð; Bestu útihátíðinni sem haldin var á Hellu. Þeir vöktu þá athygli fyrir yfirlýsingar þess efnis að ef upp kæmu slík tilvik, þá myndu þeir ekki spila. Þeir kröfðust þess að Nei-hópurinn yrði á staðnum og þá gáfu þeir Stígamótum hálfa milljón í tengslum við atburðinn. „Ástæðan fyrir að við gerðum þetta þá var sú að þá hafði árum og áratugum saman viðgengist ómenning á þessum hátíðum. Ömurlegheit og kynferðisofbeldi. Við vorum að koma fram á slíkri hátíð í fyrsta skipti og við vildum segja okkar skoðun, sem við gerum annars sjaldan. Svona á þetta ekki vera. Og við vildum fá aðila á staðinn sem þekktu þetta langsamlega best. Fá sérfræðingana á staðinn,“ segir Sölvi í samtali við Vísi.Útihátíðarkúltúr var ömurlegur Hann segir afstöðu þeirra ekkert hafa breyst, hún stendur og mun standa. Sölvi telur þessa umræðu meira í deiglunni nú en var árið 2011.„Fyrir okkar parta, fyrir mína parta, var útihátíðakúltúr á Íslandi ömurlegur. Mikilvægt er að þeir sem halda slíkar hátíðir gefi út að slíkur ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. Eitt ofbeldisverk er einu ofbeldisverki of mikið. Fyrir listamenn að koma fram og að slíkt sé talinn eðlilegur fylgifiskur slíkra hátíða er óboðlegt. Það rak okkur af stað í þessu á sínum tíma.“Ekki komið til tals að draga sig út Nú geisar heit umræða um það hvernig Eyjamenn vilja taka á þessum málum; þeir eru sakaðir um þöggun. Hefur komið til tals, innan ykkar raða, að draga ykkur út úr þessu? „Nei, en við höfum verið fullvissaðir um það af hátíðarhöldurum að öryggi gesta verði haft í fyrirrúmi. Þetta er nokkuð sem skiptir okkur verulega miklu máli. Við erum stoltir af því sem við gerðum 2011. Sú hátíð tókst gríðarlega vel og ekkert kynferðisbrot var tilkynnt á þeirri hátíð. Það er mikilvægt að listamenn og þeir sem standa að slíkum hátíðum sendi út slík skilaboð. „No tollerance“ gagnvart ofbeldi.“ Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Litla landið og kynferðisbrotin Lögreglan í Vestmannaeyjum heldur sínu striki frá því fyrir ári og mun ekki upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota ef þau eiga sér stað á Þjóðhátíð í bænum um verslunarmannahelgina 20. júlí 2016 07:00 Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
„Jú, auðvitað höfum við fylgst með umræðunni eins og allir aðrir,“ segir Sölvi Blöndal meðlimur í hljómsveitinni Quarashi. Quarashi verður helsta tónlistaratriðið á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið. Undanfarna daga hefur farið fram heit umræða sem má rekja til þeirrar ákvörðunar Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Eyjum, að taka kynferðisbrot út fyrir sviga og tilkynna ekki um neitt slíkt fyrir en eftir hátíðina. Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun, en ýmsir fagaðilar, svo sem Stígamót, hafa harðlega gagnrýnt þetta ráðslag. Rauður þráður í baráttunni gegn nauðgunum hefur verið sá að aftabúvæða þær; að fjallað sé um þær sem og önnur brot. Með eðlilegum fyrirvörum.Quarashi lætur til sín taka í baráttunni gegn nauðgunum Árið 2011 kom Quarashi fyrsta sinni fram á útihátíð; Bestu útihátíðinni sem haldin var á Hellu. Þeir vöktu þá athygli fyrir yfirlýsingar þess efnis að ef upp kæmu slík tilvik, þá myndu þeir ekki spila. Þeir kröfðust þess að Nei-hópurinn yrði á staðnum og þá gáfu þeir Stígamótum hálfa milljón í tengslum við atburðinn. „Ástæðan fyrir að við gerðum þetta þá var sú að þá hafði árum og áratugum saman viðgengist ómenning á þessum hátíðum. Ömurlegheit og kynferðisofbeldi. Við vorum að koma fram á slíkri hátíð í fyrsta skipti og við vildum segja okkar skoðun, sem við gerum annars sjaldan. Svona á þetta ekki vera. Og við vildum fá aðila á staðinn sem þekktu þetta langsamlega best. Fá sérfræðingana á staðinn,“ segir Sölvi í samtali við Vísi.Útihátíðarkúltúr var ömurlegur Hann segir afstöðu þeirra ekkert hafa breyst, hún stendur og mun standa. Sölvi telur þessa umræðu meira í deiglunni nú en var árið 2011.„Fyrir okkar parta, fyrir mína parta, var útihátíðakúltúr á Íslandi ömurlegur. Mikilvægt er að þeir sem halda slíkar hátíðir gefi út að slíkur ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. Eitt ofbeldisverk er einu ofbeldisverki of mikið. Fyrir listamenn að koma fram og að slíkt sé talinn eðlilegur fylgifiskur slíkra hátíða er óboðlegt. Það rak okkur af stað í þessu á sínum tíma.“Ekki komið til tals að draga sig út Nú geisar heit umræða um það hvernig Eyjamenn vilja taka á þessum málum; þeir eru sakaðir um þöggun. Hefur komið til tals, innan ykkar raða, að draga ykkur út úr þessu? „Nei, en við höfum verið fullvissaðir um það af hátíðarhöldurum að öryggi gesta verði haft í fyrirrúmi. Þetta er nokkuð sem skiptir okkur verulega miklu máli. Við erum stoltir af því sem við gerðum 2011. Sú hátíð tókst gríðarlega vel og ekkert kynferðisbrot var tilkynnt á þeirri hátíð. Það er mikilvægt að listamenn og þeir sem standa að slíkum hátíðum sendi út slík skilaboð. „No tollerance“ gagnvart ofbeldi.“
Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Litla landið og kynferðisbrotin Lögreglan í Vestmannaeyjum heldur sínu striki frá því fyrir ári og mun ekki upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota ef þau eiga sér stað á Þjóðhátíð í bænum um verslunarmannahelgina 20. júlí 2016 07:00 Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15
Litla landið og kynferðisbrotin Lögreglan í Vestmannaeyjum heldur sínu striki frá því fyrir ári og mun ekki upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota ef þau eiga sér stað á Þjóðhátíð í bænum um verslunarmannahelgina 20. júlí 2016 07:00
Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00
Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00