Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 21. júlí 2016 11:26 „Ég held að þetta sé skref í rétta átt,“ segir Hjalti Jónsson, formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, um þá ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að gefa ekki upp fjölda tilkynntra kynferðisbrota til fjölmiðla daginn eftir. Ákvörðunin er umdeild en upplýst var um hana fyrir Verslunarmannahelgina í fyrra og er enn til umræðu. Hjalti ræddi málin í Bítinu í morgun og lýsti því hvernig áfallateymið starfaði. Klukkan tólf á hádegi hittist hópurinn á samráðsfundi. Á þeim tímapunkti séu sjaldnast öll kurl komin til grafar.Spyr sig hver ástæðan sé að birta upplýsingar „Hver er ástæðan til að birta allar upplýsingar þegar við erum ekki með allar upplýsingar?“ spyr Hjalti. „Jafnvel að tala um brot sem síðar er dregið til baka? Eða brot þar sem brotaþoli er í miklu tilfinningalegu uppnámi?“ Hjalti hefur starfað með áfallateyminu í mörg ár. Hann segir að Vestmannaeyjar séu lítið bæjarfélag og minnir á að Ísland sé lítið land. „Ég sést keyra einstakling upp á flugvöll eða niður í skip. Í fréttum er talað um nauðgun í Vestmannaeyjum. Fólk fer strax að leggja saman tvo og tvo,“ segir Hjalti sem hefur lent í erfiðum aðstæðum. „Ég hef lent í þessum aðstæðum þar sem brotaþolar hafa átt mjög erfitt með að horfa framan í fólk niðri við bryggju, spurt mig mikið út í það, hvað ætli þetta fólk sé að hugsa um núna? Skömmin er svo svakalega mikil.“Telur umræðuna á lágu plani Ákvörðun Páleyjar hefur verið sögð þöggunartilburðir. Hjalti telur þá umræðu á lágu plani. „Það sem kom mér á óvart er þessi tengsl við þöggun. Mér finnst sú umræða á mjög lágu plani. Það er verið að blanda saman hugtökum sem eiga ekki samleið. Það er ekki verið að tala um þöggun þótt þú sért að bíða með upplýsingar. Þöggun er ef þú veitir engar upplýsingar.“ Spurður hvort ástæða er til að hafa áhyggjur af gestum sagði Hjalti að sjálfsögðu ekki. Hann sagði fólk ekki þurfa að hafa meiri áhyggjur af fólki sem fer á þjóðhátíð í Eyjum en öðrum hátíðum á Íslandi og víðar um heim. „Ég hef ekki séð tölur sem sýna að brot séu fleiri þar en annar staðar og þegar kemur að viðbragðinu þá þori ég að fullyrða að viðbragðið í Eyjum er með betra lagi þegar kemur að þessum málaflokki. Ég þekki það ekki af öðrum hátíðum á Íslandi en hef kynnt mér það hér í Danmörku og það kom mér á óvart hversu lítið viðbragð er hér úti.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hjalta í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Sölvi Blöndal segir að ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. 21. júlí 2016 10:55 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
„Ég held að þetta sé skref í rétta átt,“ segir Hjalti Jónsson, formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, um þá ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að gefa ekki upp fjölda tilkynntra kynferðisbrota til fjölmiðla daginn eftir. Ákvörðunin er umdeild en upplýst var um hana fyrir Verslunarmannahelgina í fyrra og er enn til umræðu. Hjalti ræddi málin í Bítinu í morgun og lýsti því hvernig áfallateymið starfaði. Klukkan tólf á hádegi hittist hópurinn á samráðsfundi. Á þeim tímapunkti séu sjaldnast öll kurl komin til grafar.Spyr sig hver ástæðan sé að birta upplýsingar „Hver er ástæðan til að birta allar upplýsingar þegar við erum ekki með allar upplýsingar?“ spyr Hjalti. „Jafnvel að tala um brot sem síðar er dregið til baka? Eða brot þar sem brotaþoli er í miklu tilfinningalegu uppnámi?“ Hjalti hefur starfað með áfallateyminu í mörg ár. Hann segir að Vestmannaeyjar séu lítið bæjarfélag og minnir á að Ísland sé lítið land. „Ég sést keyra einstakling upp á flugvöll eða niður í skip. Í fréttum er talað um nauðgun í Vestmannaeyjum. Fólk fer strax að leggja saman tvo og tvo,“ segir Hjalti sem hefur lent í erfiðum aðstæðum. „Ég hef lent í þessum aðstæðum þar sem brotaþolar hafa átt mjög erfitt með að horfa framan í fólk niðri við bryggju, spurt mig mikið út í það, hvað ætli þetta fólk sé að hugsa um núna? Skömmin er svo svakalega mikil.“Telur umræðuna á lágu plani Ákvörðun Páleyjar hefur verið sögð þöggunartilburðir. Hjalti telur þá umræðu á lágu plani. „Það sem kom mér á óvart er þessi tengsl við þöggun. Mér finnst sú umræða á mjög lágu plani. Það er verið að blanda saman hugtökum sem eiga ekki samleið. Það er ekki verið að tala um þöggun þótt þú sért að bíða með upplýsingar. Þöggun er ef þú veitir engar upplýsingar.“ Spurður hvort ástæða er til að hafa áhyggjur af gestum sagði Hjalti að sjálfsögðu ekki. Hann sagði fólk ekki þurfa að hafa meiri áhyggjur af fólki sem fer á þjóðhátíð í Eyjum en öðrum hátíðum á Íslandi og víðar um heim. „Ég hef ekki séð tölur sem sýna að brot séu fleiri þar en annar staðar og þegar kemur að viðbragðinu þá þori ég að fullyrða að viðbragðið í Eyjum er með betra lagi þegar kemur að þessum málaflokki. Ég þekki það ekki af öðrum hátíðum á Íslandi en hef kynnt mér það hér í Danmörku og það kom mér á óvart hversu lítið viðbragð er hér úti.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hjalta í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Sölvi Blöndal segir að ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. 21. júlí 2016 10:55 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04
Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Sölvi Blöndal segir að ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. 21. júlí 2016 10:55
Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14