Telur að persónulegur ágreiningur geti skýrt orðróm um meint brot fíkniefnalögreglumanns sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2016 12:51 Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari. Vísir/GVA Ekkert rennir stoðum undir það að lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild, sem vikið var frá störfum vegna gruns um óeðlileg samskipti við brotamenn, hafi gerst brotlegur í starfi. Persónulegur ágreiningur gæti skýrt orðróm um hið gagnstæða. Þetta kemur fram í rökstuðningi héraðssaksóknara, sem fréttastofa hefur undir höndum, við ákvörðun sína um að fella niður rannsókn á máli lögreglufulltrúans. Stundin greindi fyrst frá málinu.Ekkert sem styðji ásakanirnar Lögreglufulltrúinn, sem hafði starfað í fíkniefnadeild um nokkurt skeið, var sakaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn sem höfðu verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni. Héraðssaksóknari hóf rannsókn á störfum mannsins 12. janúar síðastliðinn en felldi málið niður fyrir um mánuði síðan. Innanríkisráðuneytið komst í kjölfarið að því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, hafi byggt ákvörðun sína um að vísa manninum úr störfum á orðrómi og þannig brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Í rökstuðningi héraðssaksóknara segir að rannsakendur hafi skoðað tölvugrunn sem notaður er hjá fíkniefnadeildinni og sameiginlegt drif deildarinnar. Þar hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að brot hafi verið framin. Þá var fengin heimild hjá manninum til að skoða tölvupóst hans hjá lögreglunni. Pósturinn var skoðaður með sérstöku leitarforriti, en þar benti sömuleiðis ekkert til þess að hann hafi brotið af sér. Jafnframt var, að fengnu samþykki mannsins og eiginkonu hans, óskað eftir upplýsingum frá bönkum og fjármálastofnunum, en lögreglufulltrúinn hafði verið sakaður um að hafa þegið fé frá brotamönnum. Ekkert kom fram sem studdi þær ásakanir, að því er segir í rökstuðningnum.Eingöngu um vangaveltur að ræða Við rannsókn málsins var farið yfir tuttugu og tvö atvik sem tilgreind höfðu verið sem óeðlileg af hálfu lögreglumannsins í starfi hans. Niðurstaða héraðssaksóknara var sú að í einhverjum tilvikum var eingöngu um að ræða vangaveltur einstakra starfsmanna um óeðlileg vinnubrögð, sem hafi ekki átt neina stoð í gögnum málsins. Í öðrum tilvikum lágu fyrir gögn sem sýndu að vinnubrögð mannsins hafi verið fullkomlega eðlileg þrátt fyrir framburð um annað og þá voru tilvik nefnd sem gögn sýndu að maðurinn hafi ekki haft neina aðkomu að. Í undirlagi rökstuðningsins segir að það hafi verið mat héraðssaksóknara, eftir ítarlega rannsókn á meintum brotum, að ekkert hefði komið fram sem renni stoðum undir það að hann hafi með einhverjum hætti gerst brotlegur í starfi. Þá hafi það virst sem samskiptaörðugleikar innan fíkniefnadeildarinnar, orðrómur meðal brotamanna, og hugsanlega persónulegur ágreiningur skýri að einhverju leiti þrálátan orðróm um hið gagnstæða. Tengdar fréttir Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Ásakanirnar sneru að peningagreiðslum til lögreglufulltrúans Frásögn vitnis barst inn á borð yfirmanns fíkniefnadeildar, Karls Steinars Valssonar, sem skoðaði málið sjálfur og taldi ekkert hæft í "sögusögnunum“. Fjórum árum síðar fengu starfsmenn fíkniefnadeildar nóg. 1. mars 2016 10:15 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Ekkert rennir stoðum undir það að lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild, sem vikið var frá störfum vegna gruns um óeðlileg samskipti við brotamenn, hafi gerst brotlegur í starfi. Persónulegur ágreiningur gæti skýrt orðróm um hið gagnstæða. Þetta kemur fram í rökstuðningi héraðssaksóknara, sem fréttastofa hefur undir höndum, við ákvörðun sína um að fella niður rannsókn á máli lögreglufulltrúans. Stundin greindi fyrst frá málinu.Ekkert sem styðji ásakanirnar Lögreglufulltrúinn, sem hafði starfað í fíkniefnadeild um nokkurt skeið, var sakaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn sem höfðu verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni. Héraðssaksóknari hóf rannsókn á störfum mannsins 12. janúar síðastliðinn en felldi málið niður fyrir um mánuði síðan. Innanríkisráðuneytið komst í kjölfarið að því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, hafi byggt ákvörðun sína um að vísa manninum úr störfum á orðrómi og þannig brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Í rökstuðningi héraðssaksóknara segir að rannsakendur hafi skoðað tölvugrunn sem notaður er hjá fíkniefnadeildinni og sameiginlegt drif deildarinnar. Þar hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að brot hafi verið framin. Þá var fengin heimild hjá manninum til að skoða tölvupóst hans hjá lögreglunni. Pósturinn var skoðaður með sérstöku leitarforriti, en þar benti sömuleiðis ekkert til þess að hann hafi brotið af sér. Jafnframt var, að fengnu samþykki mannsins og eiginkonu hans, óskað eftir upplýsingum frá bönkum og fjármálastofnunum, en lögreglufulltrúinn hafði verið sakaður um að hafa þegið fé frá brotamönnum. Ekkert kom fram sem studdi þær ásakanir, að því er segir í rökstuðningnum.Eingöngu um vangaveltur að ræða Við rannsókn málsins var farið yfir tuttugu og tvö atvik sem tilgreind höfðu verið sem óeðlileg af hálfu lögreglumannsins í starfi hans. Niðurstaða héraðssaksóknara var sú að í einhverjum tilvikum var eingöngu um að ræða vangaveltur einstakra starfsmanna um óeðlileg vinnubrögð, sem hafi ekki átt neina stoð í gögnum málsins. Í öðrum tilvikum lágu fyrir gögn sem sýndu að vinnubrögð mannsins hafi verið fullkomlega eðlileg þrátt fyrir framburð um annað og þá voru tilvik nefnd sem gögn sýndu að maðurinn hafi ekki haft neina aðkomu að. Í undirlagi rökstuðningsins segir að það hafi verið mat héraðssaksóknara, eftir ítarlega rannsókn á meintum brotum, að ekkert hefði komið fram sem renni stoðum undir það að hann hafi með einhverjum hætti gerst brotlegur í starfi. Þá hafi það virst sem samskiptaörðugleikar innan fíkniefnadeildarinnar, orðrómur meðal brotamanna, og hugsanlega persónulegur ágreiningur skýri að einhverju leiti þrálátan orðróm um hið gagnstæða.
Tengdar fréttir Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Ásakanirnar sneru að peningagreiðslum til lögreglufulltrúans Frásögn vitnis barst inn á borð yfirmanns fíkniefnadeildar, Karls Steinars Valssonar, sem skoðaði málið sjálfur og taldi ekkert hæft í "sögusögnunum“. Fjórum árum síðar fengu starfsmenn fíkniefnadeildar nóg. 1. mars 2016 10:15 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15
Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30
Ásakanirnar sneru að peningagreiðslum til lögreglufulltrúans Frásögn vitnis barst inn á borð yfirmanns fíkniefnadeildar, Karls Steinars Valssonar, sem skoðaði málið sjálfur og taldi ekkert hæft í "sögusögnunum“. Fjórum árum síðar fengu starfsmenn fíkniefnadeildar nóg. 1. mars 2016 10:15