Íslenska ríkinu hefur verið stefnt af Aldísi Hilmarsdóttur vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, að færa Aldísi úr starfi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í janúar á þessu ári.
Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins en þar segir að Aldís krefjist ógildingar á ákvörðun Sigríðar Bjarkar og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða henni 2,3 milljónir.
RÚV segir Aldísi halda því fram í stefnunni að ákvörðunin hafi byggt á ómálefnalegum forsendum og falið í sér illa dulbúna brottvikningu úr starfi. Þá segist Aldís hafa þurft að þola einelti á vinnustað af hálfu Sigríðar Bjarkar og að henni hafi verið hafnað um andmælarétt þegar henni var tilkynnt um breytinguna.
Aldís fer fram á milljónir frá íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar

Tengdar fréttir

Telur að persónulegur ágreiningur geti skýrt orðróm um meint brot fíkniefnalögreglumanns
Héraðssaksakónari segir ekkert benda til þess að lögreglumaður, sem sakaður var um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn, hafi brotið af sér í starfi.

Aldís Hilmarsdóttir verður ekki yfirmaður fíkniefnadeildar á ný
Ráðið hefur verið í stöðuna.

Telja að Sigríður Björk hafi byggt ákvörðun sína á orðrómi en ekki gögnum
Var ekki heimilt að víkja lögreglufulltrúa tímabundið úr starfi í kjölfar þess að héraðssaksóknari hóf rannsókn á ætluðum brotum mannsins í starfi.

Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra
Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var.