Brá ekki búi þótt húsið brynni en stöðvar ekki tímans tönn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. júlí 2016 07:00 Fréttablaðið sagði 10. júlí 2008 frá söfnun vegna brunans á Finnbogastöðum. Jörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, eigandi Finnbogastaða, sem nú stefnir að því að yfirgefa heimasveit sína í Árneshreppi. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðjan júní 2008. Guðmundur hófst þá strax handa við að koma sér upp nýju húsi og naut þar aðstoðar margra sem tóku þátt í söfnun fyrir byggingunni. Sonur hans tók við sauðfjárbúskapnum á árinu 2010. „Sonur minn er að hætta og ég er orðinn gamall og fer ekkert af stað aftur,“ segir Guðmundur sem orðinn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir að 200 kinda fjárstofn á Finnbogastöðum verði skorinn niður eftir göngur í haust. „Það verður ef enginn kaupandi verður og tekur við.“ Finnbogastaðir eru auglýstir til sölu fyrir 44 milljónir króna. Önnur bújörð í hinum fimmtíu íbúa Árneshreppi, Bær, er sömuleiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar hafa einnig verið í sauðfjárbúskap, nú síðast með 400 kindur á vetrarfóðrum, en hyggjast bregða búi og flytja á brott – eins og Guðmundur og sonur hans. Sveitungar Guðmundar, hjónin á Mel, lýsa því í samtali við Bændablaðið að breytingar með nýjum búvörusamningi sem liggur fyrir Alþingi myndu valda þeim miklum erfiðleikum. „Hann bætir náttúrlega ekkert en það er ekki þess vegna sem strákurinn hættir. Búið er of lítið og hann er einhleypur,“ svarar Guðmundur um áhrif búvörusamningsins á sölu Finnbogastaða. Aðspurður segir hann að spurst hafa verið fyrir um jörðina en að ekkert hafi enn orðið úr viðskiptum. Guðmundur segir þróunina slæma en segir erfitt að snúa henni við. „Ég held að það sé orðið of seint bara. Það er farið að muna um hvern einstakling, við erum orðin svo fá.“ Guðmundur er sonur hjóna sem bjuggu á Finnbogastöðum og hefur búið þar bróðurpart ævinnar. Hann segir ekkert ákveðið um næsta dvalarstað. „Það er ómögulegt að segja, ég gæti farið austur á firði eða hvert sem er. Bara þangað sem nefið snýr.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Jörðin Finnbogastaðir í Trékyllisvík er til sölu, átta árum eftir að bóndinn byggði sér nýtt hús í kjölfar þess að gamli bærinn brann til kaldra kola „Ég verð hérna þangað til ég næ að selja,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, eigandi Finnbogastaða, sem nú stefnir að því að yfirgefa heimasveit sína í Árneshreppi. Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum gjöreyðilagðist í eldsvoða um miðjan júní 2008. Guðmundur hófst þá strax handa við að koma sér upp nýju húsi og naut þar aðstoðar margra sem tóku þátt í söfnun fyrir byggingunni. Sonur hans tók við sauðfjárbúskapnum á árinu 2010. „Sonur minn er að hætta og ég er orðinn gamall og fer ekkert af stað aftur,“ segir Guðmundur sem orðinn er 73 ára. Þannig er útlit fyrir að 200 kinda fjárstofn á Finnbogastöðum verði skorinn niður eftir göngur í haust. „Það verður ef enginn kaupandi verður og tekur við.“ Finnbogastaðir eru auglýstir til sölu fyrir 44 milljónir króna. Önnur bújörð í hinum fimmtíu íbúa Árneshreppi, Bær, er sömuleiðis á söluskrá. Eigendur Bæjar hafa einnig verið í sauðfjárbúskap, nú síðast með 400 kindur á vetrarfóðrum, en hyggjast bregða búi og flytja á brott – eins og Guðmundur og sonur hans. Sveitungar Guðmundar, hjónin á Mel, lýsa því í samtali við Bændablaðið að breytingar með nýjum búvörusamningi sem liggur fyrir Alþingi myndu valda þeim miklum erfiðleikum. „Hann bætir náttúrlega ekkert en það er ekki þess vegna sem strákurinn hættir. Búið er of lítið og hann er einhleypur,“ svarar Guðmundur um áhrif búvörusamningsins á sölu Finnbogastaða. Aðspurður segir hann að spurst hafa verið fyrir um jörðina en að ekkert hafi enn orðið úr viðskiptum. Guðmundur segir þróunina slæma en segir erfitt að snúa henni við. „Ég held að það sé orðið of seint bara. Það er farið að muna um hvern einstakling, við erum orðin svo fá.“ Guðmundur er sonur hjóna sem bjuggu á Finnbogastöðum og hefur búið þar bróðurpart ævinnar. Hann segir ekkert ákveðið um næsta dvalarstað. „Það er ómögulegt að segja, ég gæti farið austur á firði eða hvert sem er. Bara þangað sem nefið snýr.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira