Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. júlí 2016 19:02 Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samning við fyrirtækið MCPB ehf. um úthlutun lóðar í bæjarfélaginu undir 30 þúsund fermetra einkasjúkrahús.Lán frá hollensku félagi Að sögn Henri Middeldorp, stjórnarformanns MCPB, verður framkvæmdin fjármögnuð með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital. Lánið verður veitt til MCPB með veði í spítalanum. Sjálfur á Middeldorp 51 prósent í Burbanks Holding en félagið á svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Fjórföld vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar MCPB hefur þó verið að vinna í fleiri verkefnum hér á landi. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Middeldorp hafi komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í sumar. Þar hafi hann óskað eftir að gera samning við bæjarfélagið um að fyrirtækið fengi að tengjast vatnskerfi sveitarfélagsins. Þær viðræður hefðu átt sér stað milli embættismanna bæjarfélagsins og Middeldorp. Áður en nokkurs konar niðurstaða eða samkomulag lá fyrir í þeim viðræðum óskaði Middeldorp eftir fundi með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og fleiri stjórnendum sveitarfélagsins. Á þann fund mætti Middeldorp með samning þess efnis að Hafnarfjarðarbær selji fyrirtækinu 500 lítra á sekúndu af neysluvatni. Til að setja þessa tölu í samhengi þá notar allur Hafnarfjarðarbær um 120 lítra á sekúndu og því um að ræða rúmlega fjórfalt það magn. Þá notar höfuðborgarsvæðið í heild rúmlega 700 lítra af neysluvatni á sekúndu.Tóku beiðni Middeldorp mjög fálega Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku beiðni hans um að samningurinn yrði undirritaður á staðnum mjög fálega. Var beiðni um undirritun samningsins síðan hafnað og hafa engar viðræður átt sér stað um málið eftir það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sýndi Middeldorp ekki fram á nein gögn í viðræðum sínum við Hafnarfjarðarbæ, til að mynda um hvort og hvernig búið væri að fjármagna verkefnið. Þó kom fram í samtölum hans við embættismenn að hann hafði í hyggju að flytja vatnið til útlanda.Einbeita sér að einkasjúkrahúsinu Middeldorp staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir þessum viðræðum við bæjarfélagið. Hann sagði þó Hafnarfjarðarbæ ekki hafa unnið heimavinnuna sína eins og hann orðaði það og því hefði fyrirtækið ákveðið að einbeita sér að uppbyggingu sjúkrahússins í Mosfellsbæ. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samning við fyrirtækið MCPB ehf. um úthlutun lóðar í bæjarfélaginu undir 30 þúsund fermetra einkasjúkrahús.Lán frá hollensku félagi Að sögn Henri Middeldorp, stjórnarformanns MCPB, verður framkvæmdin fjármögnuð með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital. Lánið verður veitt til MCPB með veði í spítalanum. Sjálfur á Middeldorp 51 prósent í Burbanks Holding en félagið á svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Fjórföld vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar MCPB hefur þó verið að vinna í fleiri verkefnum hér á landi. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Middeldorp hafi komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í sumar. Þar hafi hann óskað eftir að gera samning við bæjarfélagið um að fyrirtækið fengi að tengjast vatnskerfi sveitarfélagsins. Þær viðræður hefðu átt sér stað milli embættismanna bæjarfélagsins og Middeldorp. Áður en nokkurs konar niðurstaða eða samkomulag lá fyrir í þeim viðræðum óskaði Middeldorp eftir fundi með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og fleiri stjórnendum sveitarfélagsins. Á þann fund mætti Middeldorp með samning þess efnis að Hafnarfjarðarbær selji fyrirtækinu 500 lítra á sekúndu af neysluvatni. Til að setja þessa tölu í samhengi þá notar allur Hafnarfjarðarbær um 120 lítra á sekúndu og því um að ræða rúmlega fjórfalt það magn. Þá notar höfuðborgarsvæðið í heild rúmlega 700 lítra af neysluvatni á sekúndu.Tóku beiðni Middeldorp mjög fálega Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku beiðni hans um að samningurinn yrði undirritaður á staðnum mjög fálega. Var beiðni um undirritun samningsins síðan hafnað og hafa engar viðræður átt sér stað um málið eftir það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sýndi Middeldorp ekki fram á nein gögn í viðræðum sínum við Hafnarfjarðarbæ, til að mynda um hvort og hvernig búið væri að fjármagna verkefnið. Þó kom fram í samtölum hans við embættismenn að hann hafði í hyggju að flytja vatnið til útlanda.Einbeita sér að einkasjúkrahúsinu Middeldorp staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir þessum viðræðum við bæjarfélagið. Hann sagði þó Hafnarfjarðarbæ ekki hafa unnið heimavinnuna sína eins og hann orðaði það og því hefði fyrirtækið ákveðið að einbeita sér að uppbyggingu sjúkrahússins í Mosfellsbæ.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira