Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. júlí 2016 12:24 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. Vísir/ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða um kæru Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK), STEFS og fleiri höfundarréttarsamtaka á hendur skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Í kjölfar kærunnar hvöttu umsjónarmenn notendur að deila öllu því íslenska efni sem þeir ættu á tölvum sínum til þess að „sýna að við erum öll Pirates... yarr!“. Nú hefur síðunni verið lokað eða þá að minnsta kosti slóðinni Deildu.net því nú hefur Deildu.net fært sig um set og er enn öllum aðgengileg á nýrri slóð. Hvatning umsjónarmanna Deildu.net fór mikið fyrir brjóstið á Einari Kárasyni rithöfundi sem vildi skella skuldinni á Pírata. Hann skrifaði færslu á Facebook þar sem meðal annars stóð; „[Færslan] minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð." Ásta Guðrún mætti í Bítið í morgun vegna málsins og lagði áherslu á að síðan væri alls ekki á þeirrar vegum. Hún sagði þó ákærur á hendur slíkum síðum væru vita gagnslausar. Hún lagði einnig áherslu á að Píratar væru ekki að leggja blessun sína yfir höfundarréttarbrot.Fólk hefur afritað list í fleiri þúsund ára„Við erum bara að benda á ákveðna staðreynd og það getur vel verið að það getur verið erfitt að sætta sig við það en fólk mun afrita efni,“ sagði Ásta. „Fólk hefur gert það í fleiri þúsund ár, það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt. Það sem við þurfum að gera er að búa til markaðskerfi sem nær einhvern veginn að endurborga þeim sem búa til þetta efni á sanngjarnan hátt. Þetta hefur mikið með höfunda og listamenn að gera. Eins og með Spotify og fleiri svoleiðis þjónustur.“ Ásta segir stóru spurninguna frekar vera af hverju höfundar séu ekki að fá borgað nóg frá netveitum á borð við Spotify, GooglePlay eða Netflix. Hún segir að það sé í mörgum tilfellum vegna samninga listamanna við milliaðila á borð við útgefendur, dreifingaraðila eða fyrirtækja sem versla með höfundarrétt. „Fólk er tilbúið að borga fyrir þetta. Í raun og veru er mikið af þessu vandamáli kjarabaráttumál, miklu frekar en að gera notendur af einhverjum þjófum eða glæpamönnum. Það er búið að sýna sig að um leið og þjónusturnar komu var fólk tilbúið að borga. Þegar torrent síðurnar komu fram fyrst voru slíkar veitur ekki til.“Einar Kárason vandar Pírötum ekki kveðjurnar á Facebook.Hversu langt á að ganga?Hún segir helstu gagnrýni Pírata á ákærum á torrent-síðum og öðrum svipuðum kerfum sem bjóði notendum upp á að deila höfundavörðu efni sín á milli snúast um friðhelgi einkalífsins og rétt notenda á dægurefni. „Hversu langt ætlar þú að ganga til þess að koma í veg fyrir það að fólk sé að afrita? Hvar liggja mörkin milli friðhelgi einkalífsins og höfundarrétt til þess að fá greitt fyrir sína vinnu? Það er búið að setja lögbönn og við höfum verið að benda á það að þau virka ekki. Það er alltaf hægt að stofna nýja síðu eða server, internetið bara virkar þannig. Það er hægt að komast framhjá þessum bönnum sem eru hér á landi bara með einföldum DNS hjáleiðum hjá Google. [...] Hvað viljið þið gera? Viljið þið breyta internetinu til þess að hafa fullkomna stjórn á því hver er að horfa á hvað og hvernig? Það er tæknilega séð hægt, en viljum við það?“Píratar vilja breyta lögum um höfundarrétt á ÍslandiÁsta segir umræðuna á meginlandi Evrópu vera byrjuð að snúast meira og meira að rétti notenda. Hún segir að Píratar hafi áhuga á því að breyta höfundarréttarlögum á Íslandi en segir Ísland fyrst verða að fylgjast með þróun þessara mála í Evrópu þar sem Íslendingar verði að fylgja fordæmi Evrópusambandsins í þessum málum. Einnig sé hugtakið höfundarréttur skilgreint á mjög misjafnan hátt á milli landa. „Höfundarréttarmál í heiminum eru svo svæðisbundin að það er mjög auðvelt að brjóta þau. Og ég er ekki bara að tala um torrent síður. Það að taka myndir af byggingum og setja á netið er til dæmis höfundarréttarbrot í Belgíu. Höfundarréttur er illa samræmdur á milli landa. Það er verið að gera venjulegt fólk að einhverjum glæpamönnum eða lögbrjótum einfaldlega af því að þau eru að gera hluti sem því finnst eðlilegir.“Hægt er að heyra viðtalið við Ástu Guðrúnu í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða um kæru Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð (FRÍSK), STEFS og fleiri höfundarréttarsamtaka á hendur skráarskiptasíðunnar Deildu.net. Í kjölfar kærunnar hvöttu umsjónarmenn notendur að deila öllu því íslenska efni sem þeir ættu á tölvum sínum til þess að „sýna að við erum öll Pirates... yarr!“. Nú hefur síðunni verið lokað eða þá að minnsta kosti slóðinni Deildu.net því nú hefur Deildu.net fært sig um set og er enn öllum aðgengileg á nýrri slóð. Hvatning umsjónarmanna Deildu.net fór mikið fyrir brjóstið á Einari Kárasyni rithöfundi sem vildi skella skuldinni á Pírata. Hann skrifaði færslu á Facebook þar sem meðal annars stóð; „[Færslan] minnir á að Píratar eru ekki bara einhverjir góðir krakkar með áhuga á framförum og mannréttindum, heldur samtök um þjófnað og gripdeildir, sem á uppruna sinn hjá illa innrættu fólki t.d. í Þýskalandi og Svíþjóð." Ásta Guðrún mætti í Bítið í morgun vegna málsins og lagði áherslu á að síðan væri alls ekki á þeirrar vegum. Hún sagði þó ákærur á hendur slíkum síðum væru vita gagnslausar. Hún lagði einnig áherslu á að Píratar væru ekki að leggja blessun sína yfir höfundarréttarbrot.Fólk hefur afritað list í fleiri þúsund ára„Við erum bara að benda á ákveðna staðreynd og það getur vel verið að það getur verið erfitt að sætta sig við það en fólk mun afrita efni,“ sagði Ásta. „Fólk hefur gert það í fleiri þúsund ár, það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt. Það sem við þurfum að gera er að búa til markaðskerfi sem nær einhvern veginn að endurborga þeim sem búa til þetta efni á sanngjarnan hátt. Þetta hefur mikið með höfunda og listamenn að gera. Eins og með Spotify og fleiri svoleiðis þjónustur.“ Ásta segir stóru spurninguna frekar vera af hverju höfundar séu ekki að fá borgað nóg frá netveitum á borð við Spotify, GooglePlay eða Netflix. Hún segir að það sé í mörgum tilfellum vegna samninga listamanna við milliaðila á borð við útgefendur, dreifingaraðila eða fyrirtækja sem versla með höfundarrétt. „Fólk er tilbúið að borga fyrir þetta. Í raun og veru er mikið af þessu vandamáli kjarabaráttumál, miklu frekar en að gera notendur af einhverjum þjófum eða glæpamönnum. Það er búið að sýna sig að um leið og þjónusturnar komu var fólk tilbúið að borga. Þegar torrent síðurnar komu fram fyrst voru slíkar veitur ekki til.“Einar Kárason vandar Pírötum ekki kveðjurnar á Facebook.Hversu langt á að ganga?Hún segir helstu gagnrýni Pírata á ákærum á torrent-síðum og öðrum svipuðum kerfum sem bjóði notendum upp á að deila höfundavörðu efni sín á milli snúast um friðhelgi einkalífsins og rétt notenda á dægurefni. „Hversu langt ætlar þú að ganga til þess að koma í veg fyrir það að fólk sé að afrita? Hvar liggja mörkin milli friðhelgi einkalífsins og höfundarrétt til þess að fá greitt fyrir sína vinnu? Það er búið að setja lögbönn og við höfum verið að benda á það að þau virka ekki. Það er alltaf hægt að stofna nýja síðu eða server, internetið bara virkar þannig. Það er hægt að komast framhjá þessum bönnum sem eru hér á landi bara með einföldum DNS hjáleiðum hjá Google. [...] Hvað viljið þið gera? Viljið þið breyta internetinu til þess að hafa fullkomna stjórn á því hver er að horfa á hvað og hvernig? Það er tæknilega séð hægt, en viljum við það?“Píratar vilja breyta lögum um höfundarrétt á ÍslandiÁsta segir umræðuna á meginlandi Evrópu vera byrjuð að snúast meira og meira að rétti notenda. Hún segir að Píratar hafi áhuga á því að breyta höfundarréttarlögum á Íslandi en segir Ísland fyrst verða að fylgjast með þróun þessara mála í Evrópu þar sem Íslendingar verði að fylgja fordæmi Evrópusambandsins í þessum málum. Einnig sé hugtakið höfundarréttur skilgreint á mjög misjafnan hátt á milli landa. „Höfundarréttarmál í heiminum eru svo svæðisbundin að það er mjög auðvelt að brjóta þau. Og ég er ekki bara að tala um torrent síður. Það að taka myndir af byggingum og setja á netið er til dæmis höfundarréttarbrot í Belgíu. Höfundarréttur er illa samræmdur á milli landa. Það er verið að gera venjulegt fólk að einhverjum glæpamönnum eða lögbrjótum einfaldlega af því að þau eru að gera hluti sem því finnst eðlilegir.“Hægt er að heyra viðtalið við Ástu Guðrúnu í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira