Hestaferðafyrirtæki bótaskylt vegna falls konu af baki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júlí 2016 23:30 Myndin sýnir ferðamenn í hestaferð. Hvorki hrossin né fólkið á myndinni tengist fréttinni beinum hætti. vísir/andri marinó Héraðsdómur Suðurlands féllst í síðustu viku á skaðabótakröfu konu sem slasaðist í skipulagðri hestaferð hjá Kálfholti hestaferðum ehf. Konan féll af baki og hlaut við það beinbrot á framhandlegg og rifbeini auk þess að bólgna og merjast á baki og hálsi. Slysið átti sér stað í ágúst 2013 í fjögurra daga hestaferð sem auglýst var fyrir fólk sem hefði einhverja reynslu af hestaferðum og væri hún ekki fyrir byrjendur. Að mati leiðbeinenda ferðaþjónustufyrirtækisins þá var geta hópsins minni en búist hafði verið við og hefði því verið ákveðið taka inn í ferðina hesta sem hentuðu hópnum betur. Þar á meðal hefði verið hrossið sem konan féll af. Að sögn eigenda fyrirtækisins þá var þar um að ræða þægan barnahest. Konan fór á bak og þegar hestinum var sleppt þá rauk hann af stað. Ljóst þótti að hjálmur konunar bjargaði því að ekki fór verr en skarð kom í hann. Hún missti meðvitund við fallið.Slysið ekki rannsakað af óvilhöllum aðila Vátryggingafélag Kálfholts hafnaði botaskyldu þar sem um óhappatilvik væri að ræða. Konan stefndi því fyrirtækinu sjálfu til greiðslu skaðabóta þar sem um saknæma og ólögmæta háttsemi hefði verið að ræða. Hún hefði beðið um gæfan og þægan hest og þeim hefði borið að verða við þeim óskum. Konan taldi einnig að um óhappatilvik gæti ekki verið að ræða þar sem tilviljun ein réð því ekki að tjón hlaust. Hægt hefði verið að forða tjóni með öðrum hesti og annarri háttsemi af hálfu fyrirtækisins. Í niðurstöðu dómara var tekið fram að aldrei hefði komið í ljós hver orsök hegðunar hestsins var. Ekki var óskað eftir rannsókn á slysinu og í þokkabót var hesturinn felldur þar sem eigandi hans gat ekki hugsað sér að nota hann eftir þetta atvik. Kálfholt var látið bera hallann af því enda stóð það fyrirtækinu nær að láta rannsaka atvikið af óvilhöllum aðilum. „Þegar litið er til reynsluleysis stefnanda verður að meta það stefnda til gáleysis að láta undir hana umræddan hest nánast strax eftir komu hans á svæðið án þess að kanna nánar hvernig ástand hans væri og hvort hann í raun hentaði stefnanda,“ segir í niðurlagi dómsins. Því var skaðabótaábyrgð felld á fyrirtækið. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands féllst í síðustu viku á skaðabótakröfu konu sem slasaðist í skipulagðri hestaferð hjá Kálfholti hestaferðum ehf. Konan féll af baki og hlaut við það beinbrot á framhandlegg og rifbeini auk þess að bólgna og merjast á baki og hálsi. Slysið átti sér stað í ágúst 2013 í fjögurra daga hestaferð sem auglýst var fyrir fólk sem hefði einhverja reynslu af hestaferðum og væri hún ekki fyrir byrjendur. Að mati leiðbeinenda ferðaþjónustufyrirtækisins þá var geta hópsins minni en búist hafði verið við og hefði því verið ákveðið taka inn í ferðina hesta sem hentuðu hópnum betur. Þar á meðal hefði verið hrossið sem konan féll af. Að sögn eigenda fyrirtækisins þá var þar um að ræða þægan barnahest. Konan fór á bak og þegar hestinum var sleppt þá rauk hann af stað. Ljóst þótti að hjálmur konunar bjargaði því að ekki fór verr en skarð kom í hann. Hún missti meðvitund við fallið.Slysið ekki rannsakað af óvilhöllum aðila Vátryggingafélag Kálfholts hafnaði botaskyldu þar sem um óhappatilvik væri að ræða. Konan stefndi því fyrirtækinu sjálfu til greiðslu skaðabóta þar sem um saknæma og ólögmæta háttsemi hefði verið að ræða. Hún hefði beðið um gæfan og þægan hest og þeim hefði borið að verða við þeim óskum. Konan taldi einnig að um óhappatilvik gæti ekki verið að ræða þar sem tilviljun ein réð því ekki að tjón hlaust. Hægt hefði verið að forða tjóni með öðrum hesti og annarri háttsemi af hálfu fyrirtækisins. Í niðurstöðu dómara var tekið fram að aldrei hefði komið í ljós hver orsök hegðunar hestsins var. Ekki var óskað eftir rannsókn á slysinu og í þokkabót var hesturinn felldur þar sem eigandi hans gat ekki hugsað sér að nota hann eftir þetta atvik. Kálfholt var látið bera hallann af því enda stóð það fyrirtækinu nær að láta rannsaka atvikið af óvilhöllum aðilum. „Þegar litið er til reynsluleysis stefnanda verður að meta það stefnda til gáleysis að láta undir hana umræddan hest nánast strax eftir komu hans á svæðið án þess að kanna nánar hvernig ástand hans væri og hvort hann í raun hentaði stefnanda,“ segir í niðurlagi dómsins. Því var skaðabótaábyrgð felld á fyrirtækið. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent