Lúsmýið lætur aftur á sér kræla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. júlí 2016 14:23 Lúsmýið er byrjað að herja aftur á landsmenn og sumarhúsaeigendur. Það var í fyrsta sinn síðasta sumar sem þessar agnarsmáu blóðsugur fóru að gera sín vart á Íslandi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögum verða geta flestir orðið illa útleiknir en síðasta sumar urðu fjölmargir varir við urmul útbrota eftir bit. Lúsmýið heldur gjarnan til á svæði svæði frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og eru uppeldisstöðvar lúsmýslirfa við ýmsar aðstæður; í vatni, blautum og rökum jarðvegi eða í skíthaugum við gripahús. Þá er mýið algengt í kring um sumarhús á suðurlandi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur segir fólk gjarnan telja að bit af lúsmýi sé flóabit. „Þetta er komið aftur fram eins og í fyrrasumar. það var fyrst þá sem virkilega fór að bera á því. Það eiginlega uppgötvaðist í fyrra.“ Hann segir það hafa verið víðfermt svæði sem tilkynnt var um bit. „Það var frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og af þessu svæði austur íu Grímsnes og meira í Borgarfirði upp í Skorradal og jafnvel allt að Reykholti en kjarninn var í kring um Hvalfjörð“ Hann segir mýið hafa líklegast alltaf verið hér. „Ég tel að það hafi alltaf verið fyrir. það bara uppgötvaðist í fyrra það sköpuðust svolítið sérstakar aðstæður þá. Sumarið kom seint og það klaktist allt á svo stuttum tíma, þessvegna var svona mikið af því, það dreifðist ekki. Það gæti líka tengst hlýnun loftslags.“Er eitthvað hægt að gera til að forðast bit? „Það er mest um bit á lignum kvöldum og þar sem er mikið skjól. Þannig að menn eru í mestri hættu þar sem að er búið að umkringja húsin trjágróðri og skapa þetta góða skjól.“ Lúsmý Tengdar fréttir Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Lúsmýið er byrjað að herja aftur á landsmenn og sumarhúsaeigendur. Það var í fyrsta sinn síðasta sumar sem þessar agnarsmáu blóðsugur fóru að gera sín vart á Íslandi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögum verða geta flestir orðið illa útleiknir en síðasta sumar urðu fjölmargir varir við urmul útbrota eftir bit. Lúsmýið heldur gjarnan til á svæði svæði frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og eru uppeldisstöðvar lúsmýslirfa við ýmsar aðstæður; í vatni, blautum og rökum jarðvegi eða í skíthaugum við gripahús. Þá er mýið algengt í kring um sumarhús á suðurlandi. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur segir fólk gjarnan telja að bit af lúsmýi sé flóabit. „Þetta er komið aftur fram eins og í fyrrasumar. það var fyrst þá sem virkilega fór að bera á því. Það eiginlega uppgötvaðist í fyrra.“ Hann segir það hafa verið víðfermt svæði sem tilkynnt var um bit. „Það var frá Hafnarfjalli suður til Hafnarfjarðar og af þessu svæði austur íu Grímsnes og meira í Borgarfirði upp í Skorradal og jafnvel allt að Reykholti en kjarninn var í kring um Hvalfjörð“ Hann segir mýið hafa líklegast alltaf verið hér. „Ég tel að það hafi alltaf verið fyrir. það bara uppgötvaðist í fyrra það sköpuðust svolítið sérstakar aðstæður þá. Sumarið kom seint og það klaktist allt á svo stuttum tíma, þessvegna var svona mikið af því, það dreifðist ekki. Það gæti líka tengst hlýnun loftslags.“Er eitthvað hægt að gera til að forðast bit? „Það er mest um bit á lignum kvöldum og þar sem er mikið skjól. Þannig að menn eru í mestri hættu þar sem að er búið að umkringja húsin trjágróðri og skapa þetta góða skjól.“
Lúsmý Tengdar fréttir Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Sumarhúsaeigendur kalla yfir sig lúsmý Logn er kjöraðstæður fyrir lúsmý til að bíta mann og annan. Of þétt skjóltré í kringum sumarhús ætti að grisja til að koma í veg fyrir bit. Möguleiki að plágan geri aldrei vart við sig aftur. Maður í Kjós fékk á þriðja hundrað bit en líður betur. 7. júlí 2015 07:00
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15
Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31