Innlent

Ekki eins öflugir skjálftar í Kötlu í nótt eins og fyrst var talið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eldstöðin Katla er í Mýrdalsjökli.
Eldstöðin Katla er í Mýrdalsjökli. Vísir/GVA.

Nokkuð meiri skjálftavirkni var í nótt í Kötlu en venjulega en í morgun var greint frá því að þrír skjálftar hefðu mælst þar sem væru yfir þremur að stærð. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að við nánari yfirferð á skjálftunum í nótt hafi komið í ljós að þeir voru ekki eins öflugir og fyrstu tölur gáfu til kynna.



„Stærsti skjálfti var 3,1 að stærð kl. 23:06, en skjálftarnir kl. 23:05 og 23:07 voru 2,7 og 2,8 að stærð. Alls mældust um 25 skjálftar í hrinunni milli kl. 19:00 og 24:00 í gær.



Ástæða þess að stærðir skjálftanna voru ofmetnar er sú að mjög stuttur tími leið á milli þeirra og fluttist orka milli skjálfta. Vegna þess er stundum erfitt að meta stærð stærstu skjálftanna í skjálftahrinu og þess vegna kröfðust þeir frekari yfirferðar,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.



Í samtali við Vísi segir Martin Hensch jarðskjálftafræðingur að þessi skjálftahrina í Kötlu komi vísindamönnum Veðurstofunnar ekki á óvart. Svona hrinu megi gjarnan vænta í júlí þegar leysingavatn fer úr Mýrdalsjökli. Þá verði þrýstingurinn á jarðhitakerfið meiri og venga hans og spennubreytingar komi svona skjálftahrina. Þetta hafi einnig gerst í jöklinum sumurin 2011 og 2012.



„Ég myndi ekki segja að þetta væri venjuleg skjálftavirkni en hún kemur ekki á óvart. Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með Kötlu og auka eftirlit til að sjá hvort það er einhver meiri órói eða skjálftavirkni í verðlaun,“ segir Martin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×