Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Una Sighvatsdóttir skrifar 16. júlí 2016 14:16 Ingibjörg Sólrún (t.h.) er búsett í Istanbúl þar sem voru átök í gær (t.v.) Vísir/Getty Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem búsett er í Istanbúl segir að þar hafi heyrst skot og sprengingar frameftir nóttu en í morgun hafi fallið á ró. Greinilegt sé þó að fólk hafi varann á og fáir séu á ferli. Ingibjörg Sólrún er svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Asíu og hefur verið búsett í Istanbúl um nokkurra ára skeið. Hún segist lítið hafa orðið vör við ófriðinn framan af kvöldi í sínu hverfi. „En hinsvegar að þegar leið á nóttina þá ágerðist sérstaklega flug á herþotum, þær flugu greinilega lágt hér yfir Istanbul og rufu hljóðmúrinn, sem var satt að segja mjög óþægilegt því það hljómar eins og sprengja þegar þær fara í gegn þannig að það voru óhugnanleg hljóð hérna frameftir nóttu og einhver skot heyrðum við og allavega eina sprengju en svo brast á friður, ef við getum sagt sem svo seinni hluta nætur.”Nú er Erdogan umdeildur maður og það eru fordæmi fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi, en þetta samt kom mjög óvænt er það ekki?Einn notandi Twitter birti þessa mynd af skriðdrekum í Istanbúl.Twitter„Ég held að flestir hafi nú reiknað með að þessir tilburðir hersins til valdaráns tilheyrðu 20. Öldinni og þetta væri bara liðin tíð og núna 2016 held ég að fæstir hafi átt von á þessu.“ Ingibjörg Sólrún segir að Tyrkir hafi almennt ekki stutt þessa valdaránstilraun, hvar sem þeir standi í pólitík, enda hafi stjórnarandstæðan strax fordæmt hana. „Hinsvegar með Erdogan þá er þetta tvískipt, annars vegar hefur hann mjög öflugan stuðning meðal rúmlega helmings þjóðarinnar sem styður hann í einu og öllu, svo aftur á móti er það stór minnihluti sem er honum andsnúinn. Þannig að þetta er mjög tvískipt þjóð og fólkið sem svaraði kallinu í nótt ég geri ráð fyrir að það hafi verið ekki síst hans stuðningsmenn.“ Við fyrstu sýn virðist því sem staða Erdogans hafi styrkst fremur en hitt við valdaránstilraunina. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fólgin að kalla fólk út á göturnar en um leið er þetta mjög öflug aðgerð. Því þetta sýnir mjög mikinn styrk að gera þetta og þegar fólkið kemur út á göturnar og mætir skriðdrekunum þá er þetta almenningur andspænis hernum.” Ingibjörg Sólrún segir að valdaránstilraunin hafi ekki verið það sem Tyrkland þurfi mest á að halda nú á viðkvæmum tímum. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt ef við getum orðað það þannig því Tyrkland er mjög mikilvægt ríki pólitískt og landfræðilega milli Evrópu og Norður-Afríku og Miðausturlanda og mjög mikilvægt að það sé ákveðinn stöðugleiki í Tyrklandi til að auðvelda að takast á við ástandið hér sunnan við landið.” Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem búsett er í Istanbúl segir að þar hafi heyrst skot og sprengingar frameftir nóttu en í morgun hafi fallið á ró. Greinilegt sé þó að fólk hafi varann á og fáir séu á ferli. Ingibjörg Sólrún er svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Asíu og hefur verið búsett í Istanbúl um nokkurra ára skeið. Hún segist lítið hafa orðið vör við ófriðinn framan af kvöldi í sínu hverfi. „En hinsvegar að þegar leið á nóttina þá ágerðist sérstaklega flug á herþotum, þær flugu greinilega lágt hér yfir Istanbul og rufu hljóðmúrinn, sem var satt að segja mjög óþægilegt því það hljómar eins og sprengja þegar þær fara í gegn þannig að það voru óhugnanleg hljóð hérna frameftir nóttu og einhver skot heyrðum við og allavega eina sprengju en svo brast á friður, ef við getum sagt sem svo seinni hluta nætur.”Nú er Erdogan umdeildur maður og það eru fordæmi fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi, en þetta samt kom mjög óvænt er það ekki?Einn notandi Twitter birti þessa mynd af skriðdrekum í Istanbúl.Twitter„Ég held að flestir hafi nú reiknað með að þessir tilburðir hersins til valdaráns tilheyrðu 20. Öldinni og þetta væri bara liðin tíð og núna 2016 held ég að fæstir hafi átt von á þessu.“ Ingibjörg Sólrún segir að Tyrkir hafi almennt ekki stutt þessa valdaránstilraun, hvar sem þeir standi í pólitík, enda hafi stjórnarandstæðan strax fordæmt hana. „Hinsvegar með Erdogan þá er þetta tvískipt, annars vegar hefur hann mjög öflugan stuðning meðal rúmlega helmings þjóðarinnar sem styður hann í einu og öllu, svo aftur á móti er það stór minnihluti sem er honum andsnúinn. Þannig að þetta er mjög tvískipt þjóð og fólkið sem svaraði kallinu í nótt ég geri ráð fyrir að það hafi verið ekki síst hans stuðningsmenn.“ Við fyrstu sýn virðist því sem staða Erdogans hafi styrkst fremur en hitt við valdaránstilraunina. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fólgin að kalla fólk út á göturnar en um leið er þetta mjög öflug aðgerð. Því þetta sýnir mjög mikinn styrk að gera þetta og þegar fólkið kemur út á göturnar og mætir skriðdrekunum þá er þetta almenningur andspænis hernum.” Ingibjörg Sólrún segir að valdaránstilraunin hafi ekki verið það sem Tyrkland þurfi mest á að halda nú á viðkvæmum tímum. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt ef við getum orðað það þannig því Tyrkland er mjög mikilvægt ríki pólitískt og landfræðilega milli Evrópu og Norður-Afríku og Miðausturlanda og mjög mikilvægt að það sé ákveðinn stöðugleiki í Tyrklandi til að auðvelda að takast á við ástandið hér sunnan við landið.”
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. 16. júlí 2016 11:11