Ungt fólk forðast að setja inn myndir á samfélagsmiðla af ótta við að fá ekki nógu mörg læk Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júlí 2016 00:00 „Þú getur ekki byggt virði þitt á einhverju utanaðkomandi, á einhverjum læktökkum, þú veist ekkert hvað er á bakvið það. Það gefur þér ekkert í þínu persónulega lífi.“ Þetta segir Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, en hún var gestur þeirra Hugrúnar Halldórsdóttur og Þorbjarnar Þórðarsonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjálfsmyndatökur, samfélagsmiðlar og kvíði þessu tengdur var til umræðu en innslagið má nálgast hér að ofan. Steinunn Anna segist sjá samfélagsmiðlanotendur af ýmsu tagi, allt frá þeim sem deila stöku sinnum skemmtilegum augnablikum eða fréttum og að þeim sem telja sig þurfa að láta annað fólk stanslaust vita af sér. „Eins og það skuldi okkur hinum að tékka sig inn til að láta okkur hin vita af sér nokkrum sinnum á dag. Í minni vinnu, af því að ég er aðallega að vinna með kvíða, þá sé ég meira af því að fólk sé að reyna að byggja upp einhvers konar sjálfsöryggi eða að bæta upp fyrir eitthvað sem vantar í lífi sínu.“Hún segist sjá að gjarnan sé fólk að draga upp glansmynd af lífi sínu þegar erfiðleikar steðja að, skilnaður eða gjaldþrot. „Það verður stundum aukning í samfélagsmiðlanotkun hjá þessum týpum og maður veit að það er eitthvað annað í gangi.“ Taka hlé frá samfélagsmiðlum og athuga mun á líðan Steinunn lætur þá sem koma til hennar gjarnan taka æfingu þar sem allir miðlar eru fjarlægðir úr símanum í tvær vikur og notandinn tekur algjöra pásu frá samfélagsmiðlum. „Og sjá mun á líðan. Það er þekkt að þetta hefur áhrif á okkur. Við könnumst flest við það okkur finnst óþægilegt að fara inn á samfélagsmiðla þegar við erum kannski ekki sjálf í sumarfríi að sóla okkur,“ útskýrir Steinunn. „Þá er þetta bara í raun eins og að tékka á fæðuóþoli, þú tekur samfélagsmiðlana út í tvær vikur og svo geturðu í lok hvers dags skráð líðan frá núll upp í tíu og borið saman líðan milli daga.“ Svo mælir Steinunn með því að áfram sé fylgst með líðaninni eftir að miðlarnir eru teknir í notkun að nýju.Sjálfhverfufaraldur Talað hefur verið um sjálfhverfufaraldur (e. Narcissism epidemic) hjá kynslóðinni sem nú vex úr grasi. Sálfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að vegna internetsins og sífelldrar birtingar sjálfsmynda hafi margir unglingar útbelgt sjálfsmat sem gjarnan er ekki byggt á mjög traustum stoðum. Um þetta hefur mikið verið rætt í tengslum við Kardashian-fjölskylduna og eru ekki allir sammála um hvort faraldurinn sé af jákvæðum eða neikvæðum toga.En hefðu fyrri kynslóðir brugðist á sama hátt við samfélagsmiðlum og sú sem nú vex úr grasi? „Þetta er stór spurning. Það hefði mögulega framkallað þessa hegðun hjá fyrri kynslóðum hefði þessi tækni verið til þá.“ Steinunn Anna segir hins vegar að einnig þurfi að skoða það að það hefur orðið ákveðin stefnubreyting í uppeldismálum. „Þegar maður talar við eldra fólk þá segir það gjarnan: „Ég átti ekkert að monta mig. Ég var ekkert spes, ég var ekkert betri en aðrir.“ Það voru ákveðin viðhorf þá.“ Sjálfsánægja og sjálfshól var í öllum tilvikum talið mont en nú hefur orðið breyting þar á. „Það verða pendúlsáhrif, við förum alltaf alveg í hina áttina. Nú er að vaxa upp kynslóð sem átti foreldra sem ætluðu að bæta börnum sínum þetta upp. Þannig að það var kannski lagður ákveðinn grunnur að þessu því þessi kynslóð er að alast upp, kynslóð einhyrninga og prinsessa, á sama tíma og þessi tækni verður til.“Er óheilbrigt að þessi þróun sé að eiga sér stað? „Það fer eftir þínum gildum. Mín gildi eru þannig að ég vil ekki ala börnin mín svona upp en svo er til fullt af fullorðnu fólki sem er alveg eins á Facebook og fyndist frábært ef barnið þeirra væri næsta Kim Kardashian. En mér finnst að við sem foreldrar megum taka ipadinn og tölvuna af þeim og stjórna þessu miklu meira en við gerum.“ Snjallsímarnir eru í höndum okkar allan daginn og mælir sálfræðingurinn með því að taka pásu og athuga hvort dagleg líðan breytist.Vísir/GettySteinunn Anna segir að fólk þurfi að læra betur að meta stað og stund. Þegar sett er mynd inn á Facebook er notandinn bundnari við tölvuna eða símann en ella þar sem næstu tvo daga koma inn læk og ummæli á myndina.Lesa um of í læk og ummæli Þetta hefur mikil áhrif á ungt fólk, ekki aðeins þá sem þegar glíma við kvíðaröskun heldur einnig þá sem hafa lágt sjálfsmat. Þá getur of mikil samfélagsmiðlanotkun valdið því að ungir krakkar byggja virði sitt á brauðfótum, lækum á Facebook og Instagram en ekki á raunverulegum mannkostum. „Ég er náttúrulega aðallega að vinna með ungt fólk og ég er með ungt fólk í meðferð hjá mér sem þorir ekki að setja inn myndir af hræðslu við að fá ekki nógu mörg læk. Ég er náttúrulega ekki mikið að telja þessi læk hjá mér en ungu krakkarnir tala um að það væri niðurlægjandi að fá ekki hundrað læk, tvöhundruð eða fimmhundruð læk.“ Hjá þeim sem koma til Steinunnar hefur því fjöldi læka úrslitaáhrif á sjálfsmyndina. „Þau lesa rosalega mikið í hvaða athugasemdir eru gerðar. Lesa í það hvaða myndir eru lækaðar á Instagram hjá hverjum og einum og svona.“ Þá nefnir Steinunn að samfélagsmiðlanotkun og krónísk óánægja með eigið útlit, en það er röskun sem hefur aukist mjög á síðustu árum, sé nátengt. „Þú getur ekki veitt meðferð þegar fólk er sérstaklega ósátt við eigið útlit án þess að taka samfélagsmiðlana með í þá meðferð. Það er lykilatriði.“ Að mati Steinunnar ætti það að vera mun algengara að raftæki séu tekin af börnum og unglingum svo þau hafi tíma til að láta sér leiðast og uppgötva ánægjuna af borðspilum, keilu og fjallgöngum. Hlusta má á viðtalið hér að ofan. Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
„Þú getur ekki byggt virði þitt á einhverju utanaðkomandi, á einhverjum læktökkum, þú veist ekkert hvað er á bakvið það. Það gefur þér ekkert í þínu persónulega lífi.“ Þetta segir Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, en hún var gestur þeirra Hugrúnar Halldórsdóttur og Þorbjarnar Þórðarsonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjálfsmyndatökur, samfélagsmiðlar og kvíði þessu tengdur var til umræðu en innslagið má nálgast hér að ofan. Steinunn Anna segist sjá samfélagsmiðlanotendur af ýmsu tagi, allt frá þeim sem deila stöku sinnum skemmtilegum augnablikum eða fréttum og að þeim sem telja sig þurfa að láta annað fólk stanslaust vita af sér. „Eins og það skuldi okkur hinum að tékka sig inn til að láta okkur hin vita af sér nokkrum sinnum á dag. Í minni vinnu, af því að ég er aðallega að vinna með kvíða, þá sé ég meira af því að fólk sé að reyna að byggja upp einhvers konar sjálfsöryggi eða að bæta upp fyrir eitthvað sem vantar í lífi sínu.“Hún segist sjá að gjarnan sé fólk að draga upp glansmynd af lífi sínu þegar erfiðleikar steðja að, skilnaður eða gjaldþrot. „Það verður stundum aukning í samfélagsmiðlanotkun hjá þessum týpum og maður veit að það er eitthvað annað í gangi.“ Taka hlé frá samfélagsmiðlum og athuga mun á líðan Steinunn lætur þá sem koma til hennar gjarnan taka æfingu þar sem allir miðlar eru fjarlægðir úr símanum í tvær vikur og notandinn tekur algjöra pásu frá samfélagsmiðlum. „Og sjá mun á líðan. Það er þekkt að þetta hefur áhrif á okkur. Við könnumst flest við það okkur finnst óþægilegt að fara inn á samfélagsmiðla þegar við erum kannski ekki sjálf í sumarfríi að sóla okkur,“ útskýrir Steinunn. „Þá er þetta bara í raun eins og að tékka á fæðuóþoli, þú tekur samfélagsmiðlana út í tvær vikur og svo geturðu í lok hvers dags skráð líðan frá núll upp í tíu og borið saman líðan milli daga.“ Svo mælir Steinunn með því að áfram sé fylgst með líðaninni eftir að miðlarnir eru teknir í notkun að nýju.Sjálfhverfufaraldur Talað hefur verið um sjálfhverfufaraldur (e. Narcissism epidemic) hjá kynslóðinni sem nú vex úr grasi. Sálfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að vegna internetsins og sífelldrar birtingar sjálfsmynda hafi margir unglingar útbelgt sjálfsmat sem gjarnan er ekki byggt á mjög traustum stoðum. Um þetta hefur mikið verið rætt í tengslum við Kardashian-fjölskylduna og eru ekki allir sammála um hvort faraldurinn sé af jákvæðum eða neikvæðum toga.En hefðu fyrri kynslóðir brugðist á sama hátt við samfélagsmiðlum og sú sem nú vex úr grasi? „Þetta er stór spurning. Það hefði mögulega framkallað þessa hegðun hjá fyrri kynslóðum hefði þessi tækni verið til þá.“ Steinunn Anna segir hins vegar að einnig þurfi að skoða það að það hefur orðið ákveðin stefnubreyting í uppeldismálum. „Þegar maður talar við eldra fólk þá segir það gjarnan: „Ég átti ekkert að monta mig. Ég var ekkert spes, ég var ekkert betri en aðrir.“ Það voru ákveðin viðhorf þá.“ Sjálfsánægja og sjálfshól var í öllum tilvikum talið mont en nú hefur orðið breyting þar á. „Það verða pendúlsáhrif, við förum alltaf alveg í hina áttina. Nú er að vaxa upp kynslóð sem átti foreldra sem ætluðu að bæta börnum sínum þetta upp. Þannig að það var kannski lagður ákveðinn grunnur að þessu því þessi kynslóð er að alast upp, kynslóð einhyrninga og prinsessa, á sama tíma og þessi tækni verður til.“Er óheilbrigt að þessi þróun sé að eiga sér stað? „Það fer eftir þínum gildum. Mín gildi eru þannig að ég vil ekki ala börnin mín svona upp en svo er til fullt af fullorðnu fólki sem er alveg eins á Facebook og fyndist frábært ef barnið þeirra væri næsta Kim Kardashian. En mér finnst að við sem foreldrar megum taka ipadinn og tölvuna af þeim og stjórna þessu miklu meira en við gerum.“ Snjallsímarnir eru í höndum okkar allan daginn og mælir sálfræðingurinn með því að taka pásu og athuga hvort dagleg líðan breytist.Vísir/GettySteinunn Anna segir að fólk þurfi að læra betur að meta stað og stund. Þegar sett er mynd inn á Facebook er notandinn bundnari við tölvuna eða símann en ella þar sem næstu tvo daga koma inn læk og ummæli á myndina.Lesa um of í læk og ummæli Þetta hefur mikil áhrif á ungt fólk, ekki aðeins þá sem þegar glíma við kvíðaröskun heldur einnig þá sem hafa lágt sjálfsmat. Þá getur of mikil samfélagsmiðlanotkun valdið því að ungir krakkar byggja virði sitt á brauðfótum, lækum á Facebook og Instagram en ekki á raunverulegum mannkostum. „Ég er náttúrulega aðallega að vinna með ungt fólk og ég er með ungt fólk í meðferð hjá mér sem þorir ekki að setja inn myndir af hræðslu við að fá ekki nógu mörg læk. Ég er náttúrulega ekki mikið að telja þessi læk hjá mér en ungu krakkarnir tala um að það væri niðurlægjandi að fá ekki hundrað læk, tvöhundruð eða fimmhundruð læk.“ Hjá þeim sem koma til Steinunnar hefur því fjöldi læka úrslitaáhrif á sjálfsmyndina. „Þau lesa rosalega mikið í hvaða athugasemdir eru gerðar. Lesa í það hvaða myndir eru lækaðar á Instagram hjá hverjum og einum og svona.“ Þá nefnir Steinunn að samfélagsmiðlanotkun og krónísk óánægja með eigið útlit, en það er röskun sem hefur aukist mjög á síðustu árum, sé nátengt. „Þú getur ekki veitt meðferð þegar fólk er sérstaklega ósátt við eigið útlit án þess að taka samfélagsmiðlana með í þá meðferð. Það er lykilatriði.“ Að mati Steinunnar ætti það að vera mun algengara að raftæki séu tekin af börnum og unglingum svo þau hafi tíma til að láta sér leiðast og uppgötva ánægjuna af borðspilum, keilu og fjallgöngum. Hlusta má á viðtalið hér að ofan.
Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira