Kjararáð hækkar laun æðstu embættismanna ríkisins Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júlí 2016 09:23 Frá aðgerðum BHM þegar félagið stóð í kjaradeilum við ríkið í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Laun til æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa, sem undir kjararáð heyra, hækka öll um minnst 7,15 prósent með ákvörðun ráðsins í júní.Eftir hækkunina er forseti Íslands með tæpar 2,5 milljónir króna í laun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð og eru ekki þjóðkjörnir. Mánaðarlaun Harðar eru rúmar 2 milljónir króna. Með nánast sömu laun er Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar. Þá kemur Már Guðmundsson, með ríflega 1,9 milljónir króna. Listi yfir fimmtán launahæstu embættismennina er á síðu 4 í Fréttablaðinu í dag og hlekkur á fréttina á Vísi.is hér að neðan.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHMLaun ráðuneytisstjóra og næstráðenda þeirra hækka sérstaklega um tugi prósenta með vísan í auknar kröfur í starfi. Ráðuneytisstjórinn í forsætisráðneytinu, Ragnhildur Arnljótsdóttir, er nú með hærri laun en forsætisráðherra. Kjararáð vísar til þess að í ákvörðun gerðardóms í ágúst í fyrra um kjör aðildarfélaga BHM hafi verið ákvæði um 5,5 prósenta hækkun launa og 1,65 prósenta viðbótarhækkun um síðustu mánaðamót. Ráðinu beri að bregðast við verði verulegar breytingar „á þeim launum í þjóðfélaginu sem höfð skulu til viðmiðunar“. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir þetta endurspegla að vond ákvörðun hafi verið að setja lög á kjaradeilu átján aðildarfélaga BHM og færa í gerðardóm. Kröfur um að menntun yrði metin til launa hafi verið málefnalegar og ríkið átt að geta samið við félagið. Aðrir á vinnumarkaði hafi gert niðurstöðu gerðardóms að sinni. „Þess vegna hefur niðurstaða baráttunnar sem BHM stóð fyrir á síðasta ári smurst yfir samfélagið. Það var aldrei tilgangur okkar,“ segir Þórunn sem kveðst ekki gera athugasemd við ákvörðun kjararáðs sem væntanlega starfi lögum samkvæmt. Fyrirkomulagið sé hins vegar gamaldags og mögulega sé kominn tími til að endurskoða það með einhverjum hætti, svo sem með tilliti til þess hversu margar stéttir heyri undir rðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Laun til æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa, sem undir kjararáð heyra, hækka öll um minnst 7,15 prósent með ákvörðun ráðsins í júní.Eftir hækkunina er forseti Íslands með tæpar 2,5 milljónir króna í laun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð og eru ekki þjóðkjörnir. Mánaðarlaun Harðar eru rúmar 2 milljónir króna. Með nánast sömu laun er Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar. Þá kemur Már Guðmundsson, með ríflega 1,9 milljónir króna. Listi yfir fimmtán launahæstu embættismennina er á síðu 4 í Fréttablaðinu í dag og hlekkur á fréttina á Vísi.is hér að neðan.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHMLaun ráðuneytisstjóra og næstráðenda þeirra hækka sérstaklega um tugi prósenta með vísan í auknar kröfur í starfi. Ráðuneytisstjórinn í forsætisráðneytinu, Ragnhildur Arnljótsdóttir, er nú með hærri laun en forsætisráðherra. Kjararáð vísar til þess að í ákvörðun gerðardóms í ágúst í fyrra um kjör aðildarfélaga BHM hafi verið ákvæði um 5,5 prósenta hækkun launa og 1,65 prósenta viðbótarhækkun um síðustu mánaðamót. Ráðinu beri að bregðast við verði verulegar breytingar „á þeim launum í þjóðfélaginu sem höfð skulu til viðmiðunar“. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir þetta endurspegla að vond ákvörðun hafi verið að setja lög á kjaradeilu átján aðildarfélaga BHM og færa í gerðardóm. Kröfur um að menntun yrði metin til launa hafi verið málefnalegar og ríkið átt að geta samið við félagið. Aðrir á vinnumarkaði hafi gert niðurstöðu gerðardóms að sinni. „Þess vegna hefur niðurstaða baráttunnar sem BHM stóð fyrir á síðasta ári smurst yfir samfélagið. Það var aldrei tilgangur okkar,“ segir Þórunn sem kveðst ekki gera athugasemd við ákvörðun kjararáðs sem væntanlega starfi lögum samkvæmt. Fyrirkomulagið sé hins vegar gamaldags og mögulega sé kominn tími til að endurskoða það með einhverjum hætti, svo sem með tilliti til þess hversu margar stéttir heyri undir rðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08
Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00