Kjararáð hækkar laun æðstu embættismanna ríkisins Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júlí 2016 09:23 Frá aðgerðum BHM þegar félagið stóð í kjaradeilum við ríkið í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Laun til æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa, sem undir kjararáð heyra, hækka öll um minnst 7,15 prósent með ákvörðun ráðsins í júní.Eftir hækkunina er forseti Íslands með tæpar 2,5 milljónir króna í laun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð og eru ekki þjóðkjörnir. Mánaðarlaun Harðar eru rúmar 2 milljónir króna. Með nánast sömu laun er Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar. Þá kemur Már Guðmundsson, með ríflega 1,9 milljónir króna. Listi yfir fimmtán launahæstu embættismennina er á síðu 4 í Fréttablaðinu í dag og hlekkur á fréttina á Vísi.is hér að neðan.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHMLaun ráðuneytisstjóra og næstráðenda þeirra hækka sérstaklega um tugi prósenta með vísan í auknar kröfur í starfi. Ráðuneytisstjórinn í forsætisráðneytinu, Ragnhildur Arnljótsdóttir, er nú með hærri laun en forsætisráðherra. Kjararáð vísar til þess að í ákvörðun gerðardóms í ágúst í fyrra um kjör aðildarfélaga BHM hafi verið ákvæði um 5,5 prósenta hækkun launa og 1,65 prósenta viðbótarhækkun um síðustu mánaðamót. Ráðinu beri að bregðast við verði verulegar breytingar „á þeim launum í þjóðfélaginu sem höfð skulu til viðmiðunar“. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir þetta endurspegla að vond ákvörðun hafi verið að setja lög á kjaradeilu átján aðildarfélaga BHM og færa í gerðardóm. Kröfur um að menntun yrði metin til launa hafi verið málefnalegar og ríkið átt að geta samið við félagið. Aðrir á vinnumarkaði hafi gert niðurstöðu gerðardóms að sinni. „Þess vegna hefur niðurstaða baráttunnar sem BHM stóð fyrir á síðasta ári smurst yfir samfélagið. Það var aldrei tilgangur okkar,“ segir Þórunn sem kveðst ekki gera athugasemd við ákvörðun kjararáðs sem væntanlega starfi lögum samkvæmt. Fyrirkomulagið sé hins vegar gamaldags og mögulega sé kominn tími til að endurskoða það með einhverjum hætti, svo sem með tilliti til þess hversu margar stéttir heyri undir rðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Laun til æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa, sem undir kjararáð heyra, hækka öll um minnst 7,15 prósent með ákvörðun ráðsins í júní.Eftir hækkunina er forseti Íslands með tæpar 2,5 milljónir króna í laun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er launahæstur þeirra sem heyra undir kjararáð og eru ekki þjóðkjörnir. Mánaðarlaun Harðar eru rúmar 2 milljónir króna. Með nánast sömu laun er Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar. Þá kemur Már Guðmundsson, með ríflega 1,9 milljónir króna. Listi yfir fimmtán launahæstu embættismennina er á síðu 4 í Fréttablaðinu í dag og hlekkur á fréttina á Vísi.is hér að neðan.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHMLaun ráðuneytisstjóra og næstráðenda þeirra hækka sérstaklega um tugi prósenta með vísan í auknar kröfur í starfi. Ráðuneytisstjórinn í forsætisráðneytinu, Ragnhildur Arnljótsdóttir, er nú með hærri laun en forsætisráðherra. Kjararáð vísar til þess að í ákvörðun gerðardóms í ágúst í fyrra um kjör aðildarfélaga BHM hafi verið ákvæði um 5,5 prósenta hækkun launa og 1,65 prósenta viðbótarhækkun um síðustu mánaðamót. Ráðinu beri að bregðast við verði verulegar breytingar „á þeim launum í þjóðfélaginu sem höfð skulu til viðmiðunar“. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir þetta endurspegla að vond ákvörðun hafi verið að setja lög á kjaradeilu átján aðildarfélaga BHM og færa í gerðardóm. Kröfur um að menntun yrði metin til launa hafi verið málefnalegar og ríkið átt að geta samið við félagið. Aðrir á vinnumarkaði hafi gert niðurstöðu gerðardóms að sinni. „Þess vegna hefur niðurstaða baráttunnar sem BHM stóð fyrir á síðasta ári smurst yfir samfélagið. Það var aldrei tilgangur okkar,“ segir Þórunn sem kveðst ekki gera athugasemd við ákvörðun kjararáðs sem væntanlega starfi lögum samkvæmt. Fyrirkomulagið sé hins vegar gamaldags og mögulega sé kominn tími til að endurskoða það með einhverjum hætti, svo sem með tilliti til þess hversu margar stéttir heyri undir rðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08
Embættismenn fá 7,15 prósent hækkun Laun forsætisráðherra hækka um tæpar 109 þúsund krónur á mánuði en laun ráðuneytisstjóra hans eru þó orðin hærri eða ríflega 1,8 milljónir. Kjararáð lítur til ákvæðis í gerðardómi um laun félaga í BHM í ágúst í fyrra. 1. júlí 2016 05:00