Gæti orðið fjárhagslegur baggi ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti eftir hvern sprett Birkis Más Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 13:45 Gunnar Hallsson, forstöðumaður Musteris vatns og vellíðunar, við hlaupabrettið sem kom í stað þess sem Birkir Már pakkaði saman. Gunnar Hallsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar í Bolungarvík, betur þekkt sem Musteri vatns og vellíðunar, segir að það gæti reynst fjárhagslegur baggi fyrir sveitarfélag á stærð við Bolungarvík þurfi að kaupa nýtt hlaupabretti í hvert skipti sem Birkir Már Sævarsson komi í heimsókn. Eins og Vísir greindi frá í morgun vann Birkir Már fullnaðarsigur á hlaupabretti í Bolungarvík fyrir nokkrum árum þegar hann var að halda sér í formi í jólafríi heima á Íslandi. Eiginkona hans, Stebba Sigurðardóttir, er frá víkinni fögru. Birkir sagðist vel muna eftir því þegar hann tók á mikinn sprett á hlaupabrettinu sem endaði á því að það gaf sig. Hann hafi þó ekki vitað hvort því hafi verið komið í stand aftur eða ekki. Gunnar svarar þeirri spurningu.Að neðan má sjá Birki Má ræða hlaupabrettið og ást sína á Bolungarvík. Birkir svarar spurningu sem undirritaður þurfti reyndar að bera tvisvar upp sökum svefnleysis. Spurningunni er svarað eftir sex mínútur. „Hlaupabrettinu var ekki bjargað og það lagt til hinstu hvílu í samræmi við lög og reglur þar um,“ segir Gunnar. Það hafi þó verið rætt, af fólkinu í Musteri vatns og vellíðunar að efna til minningarstundar um hlaupabrettið. „Ef Frakkarnir verða að lúta í gras fyrir drengjunum okkar, þá er borðleggjandi að setja verður upp einhvern minningarreit til minjar um þolraun og þau örlög brettisins sem hafði ekki verið spretti kappans,“ segir Gunnar. Sundlaugin í Bolungarvík er ein af fjölmörgum perlum Vestfjarða. Á meðfylgjandi mynd að ofan má sjá Gunnar og hlaupabrettið sem kaupa þurfti í stað þess sem laut í lægra haldi fyrir Birki. „Þrátt fyrir tjónið síðast var ákveðið, hér í Musterinu, að bjóða Birki að taka sprettinn á þessum grip næst þegar hann kemur í Víkina,“ segir Gunnar. „Það getur að vísu verið nokkur fjárhagslegur baggi fyrir lítið sveitarfélag ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti í hvert sinn sem Birkir tekur hér sprettinn. En hvað erum við ekki tilbúin að leggja á okkur til að styðja og efla íþróttahetjurnar okkar.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Gunnar Hallsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar í Bolungarvík, betur þekkt sem Musteri vatns og vellíðunar, segir að það gæti reynst fjárhagslegur baggi fyrir sveitarfélag á stærð við Bolungarvík þurfi að kaupa nýtt hlaupabretti í hvert skipti sem Birkir Már Sævarsson komi í heimsókn. Eins og Vísir greindi frá í morgun vann Birkir Már fullnaðarsigur á hlaupabretti í Bolungarvík fyrir nokkrum árum þegar hann var að halda sér í formi í jólafríi heima á Íslandi. Eiginkona hans, Stebba Sigurðardóttir, er frá víkinni fögru. Birkir sagðist vel muna eftir því þegar hann tók á mikinn sprett á hlaupabrettinu sem endaði á því að það gaf sig. Hann hafi þó ekki vitað hvort því hafi verið komið í stand aftur eða ekki. Gunnar svarar þeirri spurningu.Að neðan má sjá Birki Má ræða hlaupabrettið og ást sína á Bolungarvík. Birkir svarar spurningu sem undirritaður þurfti reyndar að bera tvisvar upp sökum svefnleysis. Spurningunni er svarað eftir sex mínútur. „Hlaupabrettinu var ekki bjargað og það lagt til hinstu hvílu í samræmi við lög og reglur þar um,“ segir Gunnar. Það hafi þó verið rætt, af fólkinu í Musteri vatns og vellíðunar að efna til minningarstundar um hlaupabrettið. „Ef Frakkarnir verða að lúta í gras fyrir drengjunum okkar, þá er borðleggjandi að setja verður upp einhvern minningarreit til minjar um þolraun og þau örlög brettisins sem hafði ekki verið spretti kappans,“ segir Gunnar. Sundlaugin í Bolungarvík er ein af fjölmörgum perlum Vestfjarða. Á meðfylgjandi mynd að ofan má sjá Gunnar og hlaupabrettið sem kaupa þurfti í stað þess sem laut í lægra haldi fyrir Birki. „Þrátt fyrir tjónið síðast var ákveðið, hér í Musterinu, að bjóða Birki að taka sprettinn á þessum grip næst þegar hann kemur í Víkina,“ segir Gunnar. „Það getur að vísu verið nokkur fjárhagslegur baggi fyrir lítið sveitarfélag ef kaupa þarf nýtt hlaupabretti í hvert sinn sem Birkir tekur hér sprettinn. En hvað erum við ekki tilbúin að leggja á okkur til að styðja og efla íþróttahetjurnar okkar.“ Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Birkir Már man vel eftir því þegar hann sigraði hlaupabrettið í Bolungarvík Bakvörðurinn eldfljóti tók vel á því í jólafríi vestur á fjörðum. 1. júlí 2016 08:49
Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00