Eigandi Jóa útherja hefur aldrei upplifað annað eins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 23:20 Valdimar P. Magnússon með Guðmundi Benediktssyni í Jóa útherja á dögunum. vísir Valdimar P. Magnússon eigandi íþróttavöruverslunarinnar Jóa Útherja var úti á landi þegar Vísir náði tali af honum núna í kvöld. Hann var því fjarri góðu gamni eins og hann orðaði það þegar verslunin var opnuð í kvöld til þess að selja íslenskar landsliðstreyjur sem komu til landsins síðdegis. „Ég er bara það heppinn að eiga gott starfsfólk sem stóð vaktina í allri þessari vitleysu. Ég er ekki búinn að heyra frá þeim en þetta er auðvitað bara algjör Öskubuskudraumur. Við fengum á bilinu 400-500 treyjur og við eigum von á því að þær seljist upp en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort það verður eitthvað eftir eða hvort við fáum fleiri,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. Hann hefur rekið verslunina frá árinu 1999 og hefur hún skapað sér sess á meðal knattspyrnuiðkenda-og áhugamanna sem ein besta búðin þegar kemur að fótboltavörum. Valdimar segist aldrei hafa upplifað annað eins og núna í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu enda hefur áhuginn á íslenska karlalandsliðinu líklega aldrei verið meiri. Löng röð myndaðist við verslunina í kvöld og var hleypt inn í hollum. „Við reyndum bara að gera gott úr þessu og við viljum auðvitað að allir fái sitt,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort honum finnist landsliðstreyjan flott segir hann: „Ég er nú engin tískulögga en ég var strax hrifinn af henni þegar ég sá hana um áramótin. Ég ímyndaði mér að hún myndi slá í gegn og það hefur hún gert. Mér finnst hún ennþá flott en ég hlakka samt til að fá nýtt lúkk.“ Valdimar er ekki í vafa þegar blaðamaður fiskar upp úr honum spá fyrir leik strákanna okkar gegn Frökkum á morgun. „Þetta fer eins og Englandsleikurinn. Við vinnum 2-1.“ Tengdar fréttir Sjötíu landsliðstreyjur til sölu í Ellingsen Verslunin opnar klukkan 21. 2. júlí 2016 20:48 Löng röð við Jóa útherja Það er greinilegt að mikil eftirspurn er eftir íslensku landsliðstreyjunni á meðal þjóðarinnar 2. júlí 2016 21:24 Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. 2. júlí 2016 12:33 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Valdimar P. Magnússon eigandi íþróttavöruverslunarinnar Jóa Útherja var úti á landi þegar Vísir náði tali af honum núna í kvöld. Hann var því fjarri góðu gamni eins og hann orðaði það þegar verslunin var opnuð í kvöld til þess að selja íslenskar landsliðstreyjur sem komu til landsins síðdegis. „Ég er bara það heppinn að eiga gott starfsfólk sem stóð vaktina í allri þessari vitleysu. Ég er ekki búinn að heyra frá þeim en þetta er auðvitað bara algjör Öskubuskudraumur. Við fengum á bilinu 400-500 treyjur og við eigum von á því að þær seljist upp en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort það verður eitthvað eftir eða hvort við fáum fleiri,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. Hann hefur rekið verslunina frá árinu 1999 og hefur hún skapað sér sess á meðal knattspyrnuiðkenda-og áhugamanna sem ein besta búðin þegar kemur að fótboltavörum. Valdimar segist aldrei hafa upplifað annað eins og núna í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu enda hefur áhuginn á íslenska karlalandsliðinu líklega aldrei verið meiri. Löng röð myndaðist við verslunina í kvöld og var hleypt inn í hollum. „Við reyndum bara að gera gott úr þessu og við viljum auðvitað að allir fái sitt,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort honum finnist landsliðstreyjan flott segir hann: „Ég er nú engin tískulögga en ég var strax hrifinn af henni þegar ég sá hana um áramótin. Ég ímyndaði mér að hún myndi slá í gegn og það hefur hún gert. Mér finnst hún ennþá flott en ég hlakka samt til að fá nýtt lúkk.“ Valdimar er ekki í vafa þegar blaðamaður fiskar upp úr honum spá fyrir leik strákanna okkar gegn Frökkum á morgun. „Þetta fer eins og Englandsleikurinn. Við vinnum 2-1.“
Tengdar fréttir Sjötíu landsliðstreyjur til sölu í Ellingsen Verslunin opnar klukkan 21. 2. júlí 2016 20:48 Löng röð við Jóa útherja Það er greinilegt að mikil eftirspurn er eftir íslensku landsliðstreyjunni á meðal þjóðarinnar 2. júlí 2016 21:24 Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. 2. júlí 2016 12:33 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Löng röð við Jóa útherja Það er greinilegt að mikil eftirspurn er eftir íslensku landsliðstreyjunni á meðal þjóðarinnar 2. júlí 2016 21:24
Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. 2. júlí 2016 12:33