Innlent

Frakkar stefna á Arnarhól

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Blái liturinn verður ríkjandi á Arnarhóli í kvöld.
Blái liturinn verður ríkjandi á Arnarhóli í kvöld. vísir/eyþór
Franska sendiráðið hefur boðið Frökkum á Íslandi að safnast saman við franska sendiráðið á Túngötu fyrir leik Íslands og Frakklands í kvöld.

Stefnt er að því að hittast klukkan sex fyrir í sendiráðsins en þaðan á að ganga á Arnarhól í tæka tíð fyrir leikinn í átta-liða úrslitum EM í fótbolta. Búist er við að þúsundir muni mæta á Arnarhól þar sem búið er að koma fyrir risaskjá. Eru Frakkar hvattir til þess að mæta í frönsku treyjunni og með fána eða önnur tákn franska liðsins.

Mikill spenningur er fyrir leiknum sem fram fer klukkan 19 á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×