Hundruð svikin um miða Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður. Fréttablaðið/Stefán „Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir.Sjá einnig:Dregin á asnaeyrum um París Hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af manni á netinu, komust að þjóðarleikvangi Frakka en fengu enga miða til að komast inn á leikvöllinn. Einn þeirra sem keyptu af honum miða var Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, sem keypti 100 miða af honum á rúmar fimm milljónir. Hafði hann útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar sátu eftir með sárt ennið. „Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“ Hundruð Íslendinga hópuðust að Birni Steinbekk, sárir yfir því að hafa ekki fengið miða, og sagði Hörður að lögregla hefði síðan skorist í leikinn. „Annaðhvort var hann leiddur í burtu af lögreglu eða fylgt í burtu af lögreglu,“ segir Hörður. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
„Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir.Sjá einnig:Dregin á asnaeyrum um París Hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af manni á netinu, komust að þjóðarleikvangi Frakka en fengu enga miða til að komast inn á leikvöllinn. Einn þeirra sem keyptu af honum miða var Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, sem keypti 100 miða af honum á rúmar fimm milljónir. Hafði hann útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar sátu eftir með sárt ennið. „Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“ Hundruð Íslendinga hópuðust að Birni Steinbekk, sárir yfir því að hafa ekki fengið miða, og sagði Hörður að lögregla hefði síðan skorist í leikinn. „Annaðhvort var hann leiddur í burtu af lögreglu eða fylgt í burtu af lögreglu,“ segir Hörður.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39
Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31