Viðvörunarbjöllur vegna vaxandi verkalyfjanotkunar Una Sighvatsdóttir skrifar 6. júlí 2016 19:15 Verkjalyfjanotkun á Íslandi hefur farið vaxandi í samanburði við aðrar þjóðir og munar þar mestu um lyf sem innihalda ópíóða. Þeim er ávísað gegn svæsnum verkjum en valda einnig vímuáhrifum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs varð hátt í 20% aukning í ávísunum á hvern sjúkling parkódín forte og aðrar gerðir ópíóða hafa einnig sótt á síðustu ár, samkvæmt grein í nýjasta hefti Læknablaðsins. Ef litið er til lengri tíma kemur í ljós að heildarnotkun ópíóða hefur meira en tvöfaldast á 20 árum.Hættuleg fíkn sem getur leitt til bráðs dauða Hjá landlæknisembættinu klingja varúðabjöllur yfir þróuninni, enda hætt við því að þessi lyf séu misnotuð og fíknin er banvæn. „Þegar maður er orðinn ópíat fíkill þá er maður í mjög hættulegu ástandi. Þetta eru lyf sem í stórum skömmtum eru hreinlega dauðleg, ef þú tekur of stóran skammt af ópíati þá ferðu bara í öndunarstopp. Þannig að þetta er mjög hættuleg fíkn,“ segir Leifur Bárðarson staðgengill landlæknis. Á síðasta ári hafði landlæknir til skoðunar 36 dauðsföll þar sem grunur var á lyfjaeitrun. Ópíóðar fundust í 19 hinna látnu, eða rúmlega helmingi tilfella. Leifur segir því bráðnauðsynlegt að kortleggja stöðuna. „Sérstaklega þegar maður fær svona upplýsingar um að eitthvað sé að breytast. Þá verður maður að leita logandi ljósi að því að huga að skýringum: Af hverju er þetta? Og þá verður maður bara að leggjast í vinnu. Það er töluvert mikil vinna, en það verður bara einfaldlega að leggjast í hana því þetta er hættulegt ástand.“Bandaríkjamenn gripu til aðgerða vegna áhættu á sprautufíkn Landlæknisembættið mun fara rækilega yfir málin á næstunni og að sögn Leifs meðal annars skoða hvort einhverjir séu að fá áberandi mikið uppáskrifað af ópíóða-lyfjum, og hafa þá samband við viðkomandi lækna. „Það má ekki gleyma því að á meðan við höfum ekki gert neinar athugasemdir þá hafa læknar ótakmarkaðan rétt til þess að ávísa lyfjum. Lækningaleyfið er ótakmarkað." Bandaríska landlæknisembættið hóf í vor herferð til að reyna að hefta ávísanir ópíóíða, enda hefur misnotkun þeirra reynst auka líkur á heróínfíkn þar í landi. Engar sambærilegar rannsóknir eru til á Íslandi um að ópíóðafíkn auki líkur á sprautufíkn og Leifur segir að lyfjagagnagrunnur, sem komst í fulla notkun fyrir rúmu ári, eigi að koma í veg fyrir að fíklar gangi milli lækna í lyfjaleit.Engir læknar undir grun Hann segir ekki grun uppi um að ákveðnir læknar fari vísvitandi óvarlega með lyfjaávísanir. „En kannski gæti maður hinsvegar sagt að ég held að margir gætu verið miklu meira athugulir og spyrja sjúklinga sína oftar krítískra spurninga þegar þeir koma að biðja um verkjalyf.“ Fullt tilefni sé því fyrir embættið að stuðla að vitundaraukningu meðal lækna sem ávísa þessum lyfjum. „Já ég held að það. Maður þarf alltaf að vera dálítið á tánum, því maður er að láta sjúkling hafa hættuleg efni.“ Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Verkjalyfjanotkun á Íslandi hefur farið vaxandi í samanburði við aðrar þjóðir og munar þar mestu um lyf sem innihalda ópíóða. Þeim er ávísað gegn svæsnum verkjum en valda einnig vímuáhrifum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs varð hátt í 20% aukning í ávísunum á hvern sjúkling parkódín forte og aðrar gerðir ópíóða hafa einnig sótt á síðustu ár, samkvæmt grein í nýjasta hefti Læknablaðsins. Ef litið er til lengri tíma kemur í ljós að heildarnotkun ópíóða hefur meira en tvöfaldast á 20 árum.Hættuleg fíkn sem getur leitt til bráðs dauða Hjá landlæknisembættinu klingja varúðabjöllur yfir þróuninni, enda hætt við því að þessi lyf séu misnotuð og fíknin er banvæn. „Þegar maður er orðinn ópíat fíkill þá er maður í mjög hættulegu ástandi. Þetta eru lyf sem í stórum skömmtum eru hreinlega dauðleg, ef þú tekur of stóran skammt af ópíati þá ferðu bara í öndunarstopp. Þannig að þetta er mjög hættuleg fíkn,“ segir Leifur Bárðarson staðgengill landlæknis. Á síðasta ári hafði landlæknir til skoðunar 36 dauðsföll þar sem grunur var á lyfjaeitrun. Ópíóðar fundust í 19 hinna látnu, eða rúmlega helmingi tilfella. Leifur segir því bráðnauðsynlegt að kortleggja stöðuna. „Sérstaklega þegar maður fær svona upplýsingar um að eitthvað sé að breytast. Þá verður maður að leita logandi ljósi að því að huga að skýringum: Af hverju er þetta? Og þá verður maður bara að leggjast í vinnu. Það er töluvert mikil vinna, en það verður bara einfaldlega að leggjast í hana því þetta er hættulegt ástand.“Bandaríkjamenn gripu til aðgerða vegna áhættu á sprautufíkn Landlæknisembættið mun fara rækilega yfir málin á næstunni og að sögn Leifs meðal annars skoða hvort einhverjir séu að fá áberandi mikið uppáskrifað af ópíóða-lyfjum, og hafa þá samband við viðkomandi lækna. „Það má ekki gleyma því að á meðan við höfum ekki gert neinar athugasemdir þá hafa læknar ótakmarkaðan rétt til þess að ávísa lyfjum. Lækningaleyfið er ótakmarkað." Bandaríska landlæknisembættið hóf í vor herferð til að reyna að hefta ávísanir ópíóíða, enda hefur misnotkun þeirra reynst auka líkur á heróínfíkn þar í landi. Engar sambærilegar rannsóknir eru til á Íslandi um að ópíóðafíkn auki líkur á sprautufíkn og Leifur segir að lyfjagagnagrunnur, sem komst í fulla notkun fyrir rúmu ári, eigi að koma í veg fyrir að fíklar gangi milli lækna í lyfjaleit.Engir læknar undir grun Hann segir ekki grun uppi um að ákveðnir læknar fari vísvitandi óvarlega með lyfjaávísanir. „En kannski gæti maður hinsvegar sagt að ég held að margir gætu verið miklu meira athugulir og spyrja sjúklinga sína oftar krítískra spurninga þegar þeir koma að biðja um verkjalyf.“ Fullt tilefni sé því fyrir embættið að stuðla að vitundaraukningu meðal lækna sem ávísa þessum lyfjum. „Já ég held að það. Maður þarf alltaf að vera dálítið á tánum, því maður er að láta sjúkling hafa hættuleg efni.“
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði