Sjúkraflutningamaður tók á móti þremur börnum á rétt rúmum mánuði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2016 21:00 Valdimar er hér til hægri ásamt vinnufélaga sínum Stefni Snorrasyni. mynd/valdimar „Ég hef ekkert spáð í að skipta um starfsvettvang. Ég kann ágætlega við mig í þessu starfi,“ segir sjúkraflutningamaðurinn Valdimar Gunnarsson í samtali við Vísi þegar hann er spurður að því hvort hann hafi hugsað sér að verða ljósmóðir. Valdirmar hefur starfað sem sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2005. Á þeim tíma hefur hann tekið á móti fjórum börnum, þar af þremur nú á rétt rúmum mánuði. „Þegar ég var búinn að vera hérna í nokkrar vikur, svona búðingur eins og við köllum nýliðana, þá var ég viðstaddur fæðingu. Síðan þá hefur þetta ekki gerst fyrr en nú,“ segir Valdimar.Vinnufélagarnir reyna að kalla hann ljósmóður Hann segir að það gerist öðru hvoru að sjúkraflutningamenn taki á móti börnum og að dæmi séu um að sami maður hafi tekið á móti allt að tuttugu börnum. Það er hins vegar afar sjaldgæft það komi svona mörg á svo stuttum tíma. „Við flytjum konur margoft á fæðingadeildina og það hentar okkur í raun best,“ segir hann kíminn. „Þetta gerist síðan öðru hverju. Þá hefur fólk verið að hafa sig til og séð að það myndi ekki ná í tíma. En auðvitað þá er öll vinnan náttúrulega hjá konunum sem eru að eiga og þær eru hetjurnar í þessu öllu.“ Börnin þrjú núna komu öll í heiminn um borð í sjúkrabíl á leið á spítala. Að auki séu þeir undir það búnir að taka á móti börnum í heimahúsi sjái þeir að það verði basl að komast í tíð á sjúkrahús. Valdimar segir að vinnufélagar hans séu líklegir til að klína einhverju gælunafni á hann vegna þessa. „Þeir eru byrjaðir að reyna að kalla mig „ljósmóðurina“ en ég mun ekki leyfa það. Það er lögverndað starfsheiti sem tengist mér ekkert,“ segir hann að lokum. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
„Ég hef ekkert spáð í að skipta um starfsvettvang. Ég kann ágætlega við mig í þessu starfi,“ segir sjúkraflutningamaðurinn Valdimar Gunnarsson í samtali við Vísi þegar hann er spurður að því hvort hann hafi hugsað sér að verða ljósmóðir. Valdirmar hefur starfað sem sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2005. Á þeim tíma hefur hann tekið á móti fjórum börnum, þar af þremur nú á rétt rúmum mánuði. „Þegar ég var búinn að vera hérna í nokkrar vikur, svona búðingur eins og við köllum nýliðana, þá var ég viðstaddur fæðingu. Síðan þá hefur þetta ekki gerst fyrr en nú,“ segir Valdimar.Vinnufélagarnir reyna að kalla hann ljósmóður Hann segir að það gerist öðru hvoru að sjúkraflutningamenn taki á móti börnum og að dæmi séu um að sami maður hafi tekið á móti allt að tuttugu börnum. Það er hins vegar afar sjaldgæft það komi svona mörg á svo stuttum tíma. „Við flytjum konur margoft á fæðingadeildina og það hentar okkur í raun best,“ segir hann kíminn. „Þetta gerist síðan öðru hverju. Þá hefur fólk verið að hafa sig til og séð að það myndi ekki ná í tíma. En auðvitað þá er öll vinnan náttúrulega hjá konunum sem eru að eiga og þær eru hetjurnar í þessu öllu.“ Börnin þrjú núna komu öll í heiminn um borð í sjúkrabíl á leið á spítala. Að auki séu þeir undir það búnir að taka á móti börnum í heimahúsi sjái þeir að það verði basl að komast í tíð á sjúkrahús. Valdimar segir að vinnufélagar hans séu líklegir til að klína einhverju gælunafni á hann vegna þessa. „Þeir eru byrjaðir að reyna að kalla mig „ljósmóðurina“ en ég mun ekki leyfa það. Það er lögverndað starfsheiti sem tengist mér ekkert,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira