Sjúkraflutningamaður tók á móti þremur börnum á rétt rúmum mánuði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2016 21:00 Valdimar er hér til hægri ásamt vinnufélaga sínum Stefni Snorrasyni. mynd/valdimar „Ég hef ekkert spáð í að skipta um starfsvettvang. Ég kann ágætlega við mig í þessu starfi,“ segir sjúkraflutningamaðurinn Valdimar Gunnarsson í samtali við Vísi þegar hann er spurður að því hvort hann hafi hugsað sér að verða ljósmóðir. Valdirmar hefur starfað sem sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2005. Á þeim tíma hefur hann tekið á móti fjórum börnum, þar af þremur nú á rétt rúmum mánuði. „Þegar ég var búinn að vera hérna í nokkrar vikur, svona búðingur eins og við köllum nýliðana, þá var ég viðstaddur fæðingu. Síðan þá hefur þetta ekki gerst fyrr en nú,“ segir Valdimar.Vinnufélagarnir reyna að kalla hann ljósmóður Hann segir að það gerist öðru hvoru að sjúkraflutningamenn taki á móti börnum og að dæmi séu um að sami maður hafi tekið á móti allt að tuttugu börnum. Það er hins vegar afar sjaldgæft það komi svona mörg á svo stuttum tíma. „Við flytjum konur margoft á fæðingadeildina og það hentar okkur í raun best,“ segir hann kíminn. „Þetta gerist síðan öðru hverju. Þá hefur fólk verið að hafa sig til og séð að það myndi ekki ná í tíma. En auðvitað þá er öll vinnan náttúrulega hjá konunum sem eru að eiga og þær eru hetjurnar í þessu öllu.“ Börnin þrjú núna komu öll í heiminn um borð í sjúkrabíl á leið á spítala. Að auki séu þeir undir það búnir að taka á móti börnum í heimahúsi sjái þeir að það verði basl að komast í tíð á sjúkrahús. Valdimar segir að vinnufélagar hans séu líklegir til að klína einhverju gælunafni á hann vegna þessa. „Þeir eru byrjaðir að reyna að kalla mig „ljósmóðurina“ en ég mun ekki leyfa það. Það er lögverndað starfsheiti sem tengist mér ekkert,“ segir hann að lokum. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
„Ég hef ekkert spáð í að skipta um starfsvettvang. Ég kann ágætlega við mig í þessu starfi,“ segir sjúkraflutningamaðurinn Valdimar Gunnarsson í samtali við Vísi þegar hann er spurður að því hvort hann hafi hugsað sér að verða ljósmóðir. Valdirmar hefur starfað sem sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2005. Á þeim tíma hefur hann tekið á móti fjórum börnum, þar af þremur nú á rétt rúmum mánuði. „Þegar ég var búinn að vera hérna í nokkrar vikur, svona búðingur eins og við köllum nýliðana, þá var ég viðstaddur fæðingu. Síðan þá hefur þetta ekki gerst fyrr en nú,“ segir Valdimar.Vinnufélagarnir reyna að kalla hann ljósmóður Hann segir að það gerist öðru hvoru að sjúkraflutningamenn taki á móti börnum og að dæmi séu um að sami maður hafi tekið á móti allt að tuttugu börnum. Það er hins vegar afar sjaldgæft það komi svona mörg á svo stuttum tíma. „Við flytjum konur margoft á fæðingadeildina og það hentar okkur í raun best,“ segir hann kíminn. „Þetta gerist síðan öðru hverju. Þá hefur fólk verið að hafa sig til og séð að það myndi ekki ná í tíma. En auðvitað þá er öll vinnan náttúrulega hjá konunum sem eru að eiga og þær eru hetjurnar í þessu öllu.“ Börnin þrjú núna komu öll í heiminn um borð í sjúkrabíl á leið á spítala. Að auki séu þeir undir það búnir að taka á móti börnum í heimahúsi sjái þeir að það verði basl að komast í tíð á sjúkrahús. Valdimar segir að vinnufélagar hans séu líklegir til að klína einhverju gælunafni á hann vegna þessa. „Þeir eru byrjaðir að reyna að kalla mig „ljósmóðurina“ en ég mun ekki leyfa það. Það er lögverndað starfsheiti sem tengist mér ekkert,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira