Freyr: Er íslenskur kvennafótbolti hættur að búa til toppleikmenn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 13:00 Stelpur í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem eiga það sameiginlegt að hafa komist snemma í A-landsliðið. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem og íslenska sautján ára landsliðsins, hélt fyrirlestur á dögunum þar sem hann ræddi framtíðar íslenska kvennafótboltans. Freyr bjó til fyrirlesturinn út frá bæði vangaveltum frá honum sjálfum sem og upplýsingum sem hann fékk í viðtölum við reynda þjálfara og fremstu knattspyrnukonur Íslands. Hann spurði þær meðal annars um hvað þær höfðu gert á þessum mótunarárum 14 til 19 ára til þess að skara framúr. Það er óhætt að segja að framtíðarsýn landsliðsþjálfarans sé ákveðið áhyggjuefni þótt auðvitað sé hann að hugsa þennan fyrirlestur til að vekja fólk upp af værum blundi. Upphafið af vakningu hans má rekja til starf hans sem þjálfara sautján ára landsliðs kvenna. „Við fórum þetta á vinnuseminni, skipulaginu og grimmdinni. Það vantar ekki. Það vantar ekki karaktera, það vantar gæði," sagði Freyr um leiki íslenska sautján ára stúlknalandsliðsins í milliriðli Evrópukeppninnar í sumar. Íslenska liðið vann fyrsta leikinn við Belgíu en svo kom áfallið. „Við spiluðum við England og þar fékk ég mitt fyrsta sjokk sem yngrilandsliðsþjálfari. Þar horfði ég upp á íslenska landsliðið stjarnfræðilega langt á eftir Englandi í öllum leikstöðum, í öllu líkamlegu atgervi og í öllum þáttum leiksins. Það var mjög erfitt að standa á hliðarlínunni og leita lausna. Það hefði ekki skipt neinu máli hvað við höfðum gert því við vorum töluvert mikið lakari aðilinn," sagði Freyr. „Svo töpuðum við fyrir Serbíu. Við vitum öll að Ísland á að vinna Serbíu. Ég kom heim og hitti formanninn Geir (Þorsteinsson) og hann sagði við mig: Hvernig fóru þið af því að tapa fyrir Serbíu. Þetta er akkúrat hugarfarið. Þessar þjóðir eru að gefa í, þær eru að hugsa um grasrótina og vinna með hæfileikaríkustu leikmennina sína," sagði Freyr. „Í þessu serbneska liði voru þrjár stelpur sem væri í A-landsliðinu hjá Íslandi, sem væru í 25 manna kjarna. Tvær þeirra eru með samning í Þýskalandi. Þær tóku okkur bara og rusluðu okkur saman. Við töpuðum 50-50 leik 5-1. Þetta er eins og ég hefði sett Dagnýju Brynjarsdóttur og Söru Björk inná hjá okkur en auðvitað hefðum við þá tætt leikinn í okkur og unnið hann. Þær voru með svona leikmenn en við vorum með engan svona," sagði Freyr. „Við eigum mikið af góðum stelpum á íslenskum mælikvarða. 25 til 30 stelpur gátu alveg komist í þennan 18 manna hóp enda svipaðar að getu. Við erum komin með marga iðkenndur og það er rosagott grasrótarstarf í gangi. Það eru öll lið með lukkutröll, sprey í hárið, spennur og læti en er það fókusinn og það sem við þurfum að gera til þess að ná árangri," spyr Frey og bætir við: „Við þurfum allavega að blanda þessu örlítið betur saman því þegar við komust áfram í milliriðil þá erum við ekki með eins góða leikmenn og andstæðingarnir," sagði Freyr. Freyr hefur miklar áhyggjur af því að það séu ekki að koma ungar stelpur upp og inn í A-landsliðið. Hann hefur rætt þetta við Söru Björk Gunnarsdóttur, varafyrirliða íslenska landsliðsins sem hefur verið í A-landsliðinu síðan hún var átján ára. „Í þessu 1996, 1997 og 1998 árgöngum eru fáir toppar. Það er einn leikmaður, fædd 1996, sem komst í 23 manna A-landsliðshóp um daginn. Sara Björk (Gunnarsdóttir) sagði í samtalinu við mig að hún er búin að vera að bíða, síðan hún kom inn í landsliðið sautján ára gömul, eftir því hvenær að það komi einhverjar aðrar ungar inn. Glódís kom jú en síðan eftir það er ekkert að gerast. Það eru engir toppar að koma upp," sagði Freyr. Það er hægt að hlusta á þennan fróðlega og vel framsetta fyrirlestur með því að smella hér en Freyr fer þar yfir víðan völl með sínum lýsandi og athyglisverða hætti. EM 2017 í Hollandi Íslenski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem og íslenska sautján ára landsliðsins, hélt fyrirlestur á dögunum þar sem hann ræddi framtíðar íslenska kvennafótboltans. Freyr bjó til fyrirlesturinn út frá bæði vangaveltum frá honum sjálfum sem og upplýsingum sem hann fékk í viðtölum við reynda þjálfara og fremstu knattspyrnukonur Íslands. Hann spurði þær meðal annars um hvað þær höfðu gert á þessum mótunarárum 14 til 19 ára til þess að skara framúr. Það er óhætt að segja að framtíðarsýn landsliðsþjálfarans sé ákveðið áhyggjuefni þótt auðvitað sé hann að hugsa þennan fyrirlestur til að vekja fólk upp af værum blundi. Upphafið af vakningu hans má rekja til starf hans sem þjálfara sautján ára landsliðs kvenna. „Við fórum þetta á vinnuseminni, skipulaginu og grimmdinni. Það vantar ekki. Það vantar ekki karaktera, það vantar gæði," sagði Freyr um leiki íslenska sautján ára stúlknalandsliðsins í milliriðli Evrópukeppninnar í sumar. Íslenska liðið vann fyrsta leikinn við Belgíu en svo kom áfallið. „Við spiluðum við England og þar fékk ég mitt fyrsta sjokk sem yngrilandsliðsþjálfari. Þar horfði ég upp á íslenska landsliðið stjarnfræðilega langt á eftir Englandi í öllum leikstöðum, í öllu líkamlegu atgervi og í öllum þáttum leiksins. Það var mjög erfitt að standa á hliðarlínunni og leita lausna. Það hefði ekki skipt neinu máli hvað við höfðum gert því við vorum töluvert mikið lakari aðilinn," sagði Freyr. „Svo töpuðum við fyrir Serbíu. Við vitum öll að Ísland á að vinna Serbíu. Ég kom heim og hitti formanninn Geir (Þorsteinsson) og hann sagði við mig: Hvernig fóru þið af því að tapa fyrir Serbíu. Þetta er akkúrat hugarfarið. Þessar þjóðir eru að gefa í, þær eru að hugsa um grasrótina og vinna með hæfileikaríkustu leikmennina sína," sagði Freyr. „Í þessu serbneska liði voru þrjár stelpur sem væri í A-landsliðinu hjá Íslandi, sem væru í 25 manna kjarna. Tvær þeirra eru með samning í Þýskalandi. Þær tóku okkur bara og rusluðu okkur saman. Við töpuðum 50-50 leik 5-1. Þetta er eins og ég hefði sett Dagnýju Brynjarsdóttur og Söru Björk inná hjá okkur en auðvitað hefðum við þá tætt leikinn í okkur og unnið hann. Þær voru með svona leikmenn en við vorum með engan svona," sagði Freyr. „Við eigum mikið af góðum stelpum á íslenskum mælikvarða. 25 til 30 stelpur gátu alveg komist í þennan 18 manna hóp enda svipaðar að getu. Við erum komin með marga iðkenndur og það er rosagott grasrótarstarf í gangi. Það eru öll lið með lukkutröll, sprey í hárið, spennur og læti en er það fókusinn og það sem við þurfum að gera til þess að ná árangri," spyr Frey og bætir við: „Við þurfum allavega að blanda þessu örlítið betur saman því þegar við komust áfram í milliriðil þá erum við ekki með eins góða leikmenn og andstæðingarnir," sagði Freyr. Freyr hefur miklar áhyggjur af því að það séu ekki að koma ungar stelpur upp og inn í A-landsliðið. Hann hefur rætt þetta við Söru Björk Gunnarsdóttur, varafyrirliða íslenska landsliðsins sem hefur verið í A-landsliðinu síðan hún var átján ára. „Í þessu 1996, 1997 og 1998 árgöngum eru fáir toppar. Það er einn leikmaður, fædd 1996, sem komst í 23 manna A-landsliðshóp um daginn. Sara Björk (Gunnarsdóttir) sagði í samtalinu við mig að hún er búin að vera að bíða, síðan hún kom inn í landsliðið sautján ára gömul, eftir því hvenær að það komi einhverjar aðrar ungar inn. Glódís kom jú en síðan eftir það er ekkert að gerast. Það eru engir toppar að koma upp," sagði Freyr. Það er hægt að hlusta á þennan fróðlega og vel framsetta fyrirlestur með því að smella hér en Freyr fer þar yfir víðan völl með sínum lýsandi og athyglisverða hætti.
EM 2017 í Hollandi Íslenski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Sjá meira