Freyr: Er íslenskur kvennafótbolti hættur að búa til toppleikmenn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 13:00 Stelpur í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem eiga það sameiginlegt að hafa komist snemma í A-landsliðið. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem og íslenska sautján ára landsliðsins, hélt fyrirlestur á dögunum þar sem hann ræddi framtíðar íslenska kvennafótboltans. Freyr bjó til fyrirlesturinn út frá bæði vangaveltum frá honum sjálfum sem og upplýsingum sem hann fékk í viðtölum við reynda þjálfara og fremstu knattspyrnukonur Íslands. Hann spurði þær meðal annars um hvað þær höfðu gert á þessum mótunarárum 14 til 19 ára til þess að skara framúr. Það er óhætt að segja að framtíðarsýn landsliðsþjálfarans sé ákveðið áhyggjuefni þótt auðvitað sé hann að hugsa þennan fyrirlestur til að vekja fólk upp af værum blundi. Upphafið af vakningu hans má rekja til starf hans sem þjálfara sautján ára landsliðs kvenna. „Við fórum þetta á vinnuseminni, skipulaginu og grimmdinni. Það vantar ekki. Það vantar ekki karaktera, það vantar gæði," sagði Freyr um leiki íslenska sautján ára stúlknalandsliðsins í milliriðli Evrópukeppninnar í sumar. Íslenska liðið vann fyrsta leikinn við Belgíu en svo kom áfallið. „Við spiluðum við England og þar fékk ég mitt fyrsta sjokk sem yngrilandsliðsþjálfari. Þar horfði ég upp á íslenska landsliðið stjarnfræðilega langt á eftir Englandi í öllum leikstöðum, í öllu líkamlegu atgervi og í öllum þáttum leiksins. Það var mjög erfitt að standa á hliðarlínunni og leita lausna. Það hefði ekki skipt neinu máli hvað við höfðum gert því við vorum töluvert mikið lakari aðilinn," sagði Freyr. „Svo töpuðum við fyrir Serbíu. Við vitum öll að Ísland á að vinna Serbíu. Ég kom heim og hitti formanninn Geir (Þorsteinsson) og hann sagði við mig: Hvernig fóru þið af því að tapa fyrir Serbíu. Þetta er akkúrat hugarfarið. Þessar þjóðir eru að gefa í, þær eru að hugsa um grasrótina og vinna með hæfileikaríkustu leikmennina sína," sagði Freyr. „Í þessu serbneska liði voru þrjár stelpur sem væri í A-landsliðinu hjá Íslandi, sem væru í 25 manna kjarna. Tvær þeirra eru með samning í Þýskalandi. Þær tóku okkur bara og rusluðu okkur saman. Við töpuðum 50-50 leik 5-1. Þetta er eins og ég hefði sett Dagnýju Brynjarsdóttur og Söru Björk inná hjá okkur en auðvitað hefðum við þá tætt leikinn í okkur og unnið hann. Þær voru með svona leikmenn en við vorum með engan svona," sagði Freyr. „Við eigum mikið af góðum stelpum á íslenskum mælikvarða. 25 til 30 stelpur gátu alveg komist í þennan 18 manna hóp enda svipaðar að getu. Við erum komin með marga iðkenndur og það er rosagott grasrótarstarf í gangi. Það eru öll lið með lukkutröll, sprey í hárið, spennur og læti en er það fókusinn og það sem við þurfum að gera til þess að ná árangri," spyr Frey og bætir við: „Við þurfum allavega að blanda þessu örlítið betur saman því þegar við komust áfram í milliriðil þá erum við ekki með eins góða leikmenn og andstæðingarnir," sagði Freyr. Freyr hefur miklar áhyggjur af því að það séu ekki að koma ungar stelpur upp og inn í A-landsliðið. Hann hefur rætt þetta við Söru Björk Gunnarsdóttur, varafyrirliða íslenska landsliðsins sem hefur verið í A-landsliðinu síðan hún var átján ára. „Í þessu 1996, 1997 og 1998 árgöngum eru fáir toppar. Það er einn leikmaður, fædd 1996, sem komst í 23 manna A-landsliðshóp um daginn. Sara Björk (Gunnarsdóttir) sagði í samtalinu við mig að hún er búin að vera að bíða, síðan hún kom inn í landsliðið sautján ára gömul, eftir því hvenær að það komi einhverjar aðrar ungar inn. Glódís kom jú en síðan eftir það er ekkert að gerast. Það eru engir toppar að koma upp," sagði Freyr. Það er hægt að hlusta á þennan fróðlega og vel framsetta fyrirlestur með því að smella hér en Freyr fer þar yfir víðan völl með sínum lýsandi og athyglisverða hætti. EM 2017 í Hollandi Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem og íslenska sautján ára landsliðsins, hélt fyrirlestur á dögunum þar sem hann ræddi framtíðar íslenska kvennafótboltans. Freyr bjó til fyrirlesturinn út frá bæði vangaveltum frá honum sjálfum sem og upplýsingum sem hann fékk í viðtölum við reynda þjálfara og fremstu knattspyrnukonur Íslands. Hann spurði þær meðal annars um hvað þær höfðu gert á þessum mótunarárum 14 til 19 ára til þess að skara framúr. Það er óhætt að segja að framtíðarsýn landsliðsþjálfarans sé ákveðið áhyggjuefni þótt auðvitað sé hann að hugsa þennan fyrirlestur til að vekja fólk upp af værum blundi. Upphafið af vakningu hans má rekja til starf hans sem þjálfara sautján ára landsliðs kvenna. „Við fórum þetta á vinnuseminni, skipulaginu og grimmdinni. Það vantar ekki. Það vantar ekki karaktera, það vantar gæði," sagði Freyr um leiki íslenska sautján ára stúlknalandsliðsins í milliriðli Evrópukeppninnar í sumar. Íslenska liðið vann fyrsta leikinn við Belgíu en svo kom áfallið. „Við spiluðum við England og þar fékk ég mitt fyrsta sjokk sem yngrilandsliðsþjálfari. Þar horfði ég upp á íslenska landsliðið stjarnfræðilega langt á eftir Englandi í öllum leikstöðum, í öllu líkamlegu atgervi og í öllum þáttum leiksins. Það var mjög erfitt að standa á hliðarlínunni og leita lausna. Það hefði ekki skipt neinu máli hvað við höfðum gert því við vorum töluvert mikið lakari aðilinn," sagði Freyr. „Svo töpuðum við fyrir Serbíu. Við vitum öll að Ísland á að vinna Serbíu. Ég kom heim og hitti formanninn Geir (Þorsteinsson) og hann sagði við mig: Hvernig fóru þið af því að tapa fyrir Serbíu. Þetta er akkúrat hugarfarið. Þessar þjóðir eru að gefa í, þær eru að hugsa um grasrótina og vinna með hæfileikaríkustu leikmennina sína," sagði Freyr. „Í þessu serbneska liði voru þrjár stelpur sem væri í A-landsliðinu hjá Íslandi, sem væru í 25 manna kjarna. Tvær þeirra eru með samning í Þýskalandi. Þær tóku okkur bara og rusluðu okkur saman. Við töpuðum 50-50 leik 5-1. Þetta er eins og ég hefði sett Dagnýju Brynjarsdóttur og Söru Björk inná hjá okkur en auðvitað hefðum við þá tætt leikinn í okkur og unnið hann. Þær voru með svona leikmenn en við vorum með engan svona," sagði Freyr. „Við eigum mikið af góðum stelpum á íslenskum mælikvarða. 25 til 30 stelpur gátu alveg komist í þennan 18 manna hóp enda svipaðar að getu. Við erum komin með marga iðkenndur og það er rosagott grasrótarstarf í gangi. Það eru öll lið með lukkutröll, sprey í hárið, spennur og læti en er það fókusinn og það sem við þurfum að gera til þess að ná árangri," spyr Frey og bætir við: „Við þurfum allavega að blanda þessu örlítið betur saman því þegar við komust áfram í milliriðil þá erum við ekki með eins góða leikmenn og andstæðingarnir," sagði Freyr. Freyr hefur miklar áhyggjur af því að það séu ekki að koma ungar stelpur upp og inn í A-landsliðið. Hann hefur rætt þetta við Söru Björk Gunnarsdóttur, varafyrirliða íslenska landsliðsins sem hefur verið í A-landsliðinu síðan hún var átján ára. „Í þessu 1996, 1997 og 1998 árgöngum eru fáir toppar. Það er einn leikmaður, fædd 1996, sem komst í 23 manna A-landsliðshóp um daginn. Sara Björk (Gunnarsdóttir) sagði í samtalinu við mig að hún er búin að vera að bíða, síðan hún kom inn í landsliðið sautján ára gömul, eftir því hvenær að það komi einhverjar aðrar ungar inn. Glódís kom jú en síðan eftir það er ekkert að gerast. Það eru engir toppar að koma upp," sagði Freyr. Það er hægt að hlusta á þennan fróðlega og vel framsetta fyrirlestur með því að smella hér en Freyr fer þar yfir víðan völl með sínum lýsandi og athyglisverða hætti.
EM 2017 í Hollandi Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira