Svona lætur hann drekann spúa eldi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2016 14:00 Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn, ekki sem ógnvaldur heldur sem einn af landvættum Íslands. Drekinn var sýndur í fréttum Stöðvar 2 og rætt við listamanninn, Helga Ólafsson, rafvirkja á Raufarhöfn. Eldspúandi drekar finnast yfirleitt aðeins í ævintýrum. Á Raufarhöfn er þó einn sem heilsar sæfarendum. Sjómennirnir á heimabátunum vita orðið hverju við má búast en mönnum á aðkomubátum gæti brugðið þegar þeir sjá hann allt í einu: Já, þetta er dreki á hafnargarðinum og það eldspúandi, þó ekki af holdi og blóði heldur úr málmi. „Þetta er búið að brjótast í mér í mörg ár, með eitthvert svona útilistaverk, ef hægt er að kalla þetta listaverk. En svo þegar upplýst var að við værum á drekasvæðinu, þá kom hugmyndin að búa til dreka, og helst að láta hann spúa eldi,“ segir Helgi.Helgi Ólafsson á Raufarhöfn, höfundur drekans.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonHelgi var þó ekki að hugsa um olíuleitarsvæði heldur drekann í skjaldamerki Íslands, sem er einn af landvættunum. Drekinn er því verndari Raufarhafnar. Helgi segist ekki hafa verið einn að verki. Barnabarn hans hafi tölvuteiknað drekann og kunningi hans hjá vélsmiðjunni Héðni skorið hann út. „Sonur minn og mágur hjálpuðu mér að sjóða þetta saman. Ég er ekki einn í því að hafa gert þetta,“ segir Helgi. Eflaust nýtur drekinn sín betur í myrkri heldur en nú yfir hásumarið þegar bjart er allan sólarhringinn. En hver er tæknin á bak við eldinn? „Þetta er dísilolía, - úr gömlu brennslutæki sem ég hirti einhversstaðar frá.“ Eftir að búið er að ýta á takka getur Drekinn logað sjálfvirkt allan daginn en hann á það til að slá út vegna hitans. „Ég er með þetta á tímaleiða. Eins og þið sáuð þá slökknar svolitla stund og kviknar svo aftur. Þetta er bara eins og var í miðstöðvarkötlum í gamla daga. Þegar kom straumur á þá dælist olían upp í spíss og háspennukefli kveikir neistann. Þetta er ósköp einfalt,“ segir Helgi Ólafsson á Raufarhöfn.Stærð drekans má sjá í samanburði við mennina sem eru að huga að honum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn, ekki sem ógnvaldur heldur sem einn af landvættum Íslands. Drekinn var sýndur í fréttum Stöðvar 2 og rætt við listamanninn, Helga Ólafsson, rafvirkja á Raufarhöfn. Eldspúandi drekar finnast yfirleitt aðeins í ævintýrum. Á Raufarhöfn er þó einn sem heilsar sæfarendum. Sjómennirnir á heimabátunum vita orðið hverju við má búast en mönnum á aðkomubátum gæti brugðið þegar þeir sjá hann allt í einu: Já, þetta er dreki á hafnargarðinum og það eldspúandi, þó ekki af holdi og blóði heldur úr málmi. „Þetta er búið að brjótast í mér í mörg ár, með eitthvert svona útilistaverk, ef hægt er að kalla þetta listaverk. En svo þegar upplýst var að við værum á drekasvæðinu, þá kom hugmyndin að búa til dreka, og helst að láta hann spúa eldi,“ segir Helgi.Helgi Ólafsson á Raufarhöfn, höfundur drekans.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonHelgi var þó ekki að hugsa um olíuleitarsvæði heldur drekann í skjaldamerki Íslands, sem er einn af landvættunum. Drekinn er því verndari Raufarhafnar. Helgi segist ekki hafa verið einn að verki. Barnabarn hans hafi tölvuteiknað drekann og kunningi hans hjá vélsmiðjunni Héðni skorið hann út. „Sonur minn og mágur hjálpuðu mér að sjóða þetta saman. Ég er ekki einn í því að hafa gert þetta,“ segir Helgi. Eflaust nýtur drekinn sín betur í myrkri heldur en nú yfir hásumarið þegar bjart er allan sólarhringinn. En hver er tæknin á bak við eldinn? „Þetta er dísilolía, - úr gömlu brennslutæki sem ég hirti einhversstaðar frá.“ Eftir að búið er að ýta á takka getur Drekinn logað sjálfvirkt allan daginn en hann á það til að slá út vegna hitans. „Ég er með þetta á tímaleiða. Eins og þið sáuð þá slökknar svolitla stund og kviknar svo aftur. Þetta er bara eins og var í miðstöðvarkötlum í gamla daga. Þegar kom straumur á þá dælist olían upp í spíss og háspennukefli kveikir neistann. Þetta er ósköp einfalt,“ segir Helgi Ólafsson á Raufarhöfn.Stærð drekans má sjá í samanburði við mennina sem eru að huga að honum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34
Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00