Svona lætur hann drekann spúa eldi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2016 14:00 Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn, ekki sem ógnvaldur heldur sem einn af landvættum Íslands. Drekinn var sýndur í fréttum Stöðvar 2 og rætt við listamanninn, Helga Ólafsson, rafvirkja á Raufarhöfn. Eldspúandi drekar finnast yfirleitt aðeins í ævintýrum. Á Raufarhöfn er þó einn sem heilsar sæfarendum. Sjómennirnir á heimabátunum vita orðið hverju við má búast en mönnum á aðkomubátum gæti brugðið þegar þeir sjá hann allt í einu: Já, þetta er dreki á hafnargarðinum og það eldspúandi, þó ekki af holdi og blóði heldur úr málmi. „Þetta er búið að brjótast í mér í mörg ár, með eitthvert svona útilistaverk, ef hægt er að kalla þetta listaverk. En svo þegar upplýst var að við værum á drekasvæðinu, þá kom hugmyndin að búa til dreka, og helst að láta hann spúa eldi,“ segir Helgi.Helgi Ólafsson á Raufarhöfn, höfundur drekans.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonHelgi var þó ekki að hugsa um olíuleitarsvæði heldur drekann í skjaldamerki Íslands, sem er einn af landvættunum. Drekinn er því verndari Raufarhafnar. Helgi segist ekki hafa verið einn að verki. Barnabarn hans hafi tölvuteiknað drekann og kunningi hans hjá vélsmiðjunni Héðni skorið hann út. „Sonur minn og mágur hjálpuðu mér að sjóða þetta saman. Ég er ekki einn í því að hafa gert þetta,“ segir Helgi. Eflaust nýtur drekinn sín betur í myrkri heldur en nú yfir hásumarið þegar bjart er allan sólarhringinn. En hver er tæknin á bak við eldinn? „Þetta er dísilolía, - úr gömlu brennslutæki sem ég hirti einhversstaðar frá.“ Eftir að búið er að ýta á takka getur Drekinn logað sjálfvirkt allan daginn en hann á það til að slá út vegna hitans. „Ég er með þetta á tímaleiða. Eins og þið sáuð þá slökknar svolitla stund og kviknar svo aftur. Þetta er bara eins og var í miðstöðvarkötlum í gamla daga. Þegar kom straumur á þá dælist olían upp í spíss og háspennukefli kveikir neistann. Þetta er ósköp einfalt,“ segir Helgi Ólafsson á Raufarhöfn.Stærð drekans má sjá í samanburði við mennina sem eru að huga að honum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Sjá meira
Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn, ekki sem ógnvaldur heldur sem einn af landvættum Íslands. Drekinn var sýndur í fréttum Stöðvar 2 og rætt við listamanninn, Helga Ólafsson, rafvirkja á Raufarhöfn. Eldspúandi drekar finnast yfirleitt aðeins í ævintýrum. Á Raufarhöfn er þó einn sem heilsar sæfarendum. Sjómennirnir á heimabátunum vita orðið hverju við má búast en mönnum á aðkomubátum gæti brugðið þegar þeir sjá hann allt í einu: Já, þetta er dreki á hafnargarðinum og það eldspúandi, þó ekki af holdi og blóði heldur úr málmi. „Þetta er búið að brjótast í mér í mörg ár, með eitthvert svona útilistaverk, ef hægt er að kalla þetta listaverk. En svo þegar upplýst var að við værum á drekasvæðinu, þá kom hugmyndin að búa til dreka, og helst að láta hann spúa eldi,“ segir Helgi.Helgi Ólafsson á Raufarhöfn, höfundur drekans.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonHelgi var þó ekki að hugsa um olíuleitarsvæði heldur drekann í skjaldamerki Íslands, sem er einn af landvættunum. Drekinn er því verndari Raufarhafnar. Helgi segist ekki hafa verið einn að verki. Barnabarn hans hafi tölvuteiknað drekann og kunningi hans hjá vélsmiðjunni Héðni skorið hann út. „Sonur minn og mágur hjálpuðu mér að sjóða þetta saman. Ég er ekki einn í því að hafa gert þetta,“ segir Helgi. Eflaust nýtur drekinn sín betur í myrkri heldur en nú yfir hásumarið þegar bjart er allan sólarhringinn. En hver er tæknin á bak við eldinn? „Þetta er dísilolía, - úr gömlu brennslutæki sem ég hirti einhversstaðar frá.“ Eftir að búið er að ýta á takka getur Drekinn logað sjálfvirkt allan daginn en hann á það til að slá út vegna hitans. „Ég er með þetta á tímaleiða. Eins og þið sáuð þá slökknar svolitla stund og kviknar svo aftur. Þetta er bara eins og var í miðstöðvarkötlum í gamla daga. Þegar kom straumur á þá dælist olían upp í spíss og háspennukefli kveikir neistann. Þetta er ósköp einfalt,“ segir Helgi Ólafsson á Raufarhöfn.Stærð drekans má sjá í samanburði við mennina sem eru að huga að honum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Sjá meira
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34
Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00