Tónlist

Söngvari Deftones heldur tónleika inn í eldfjalli á Secret Solstice

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Chino Moreno verður ofan jörðu og neðan á Secret Solstice hátíðinn í ár.
Chino Moreno verður ofan jörðu og neðan á Secret Solstice hátíðinn í ár. Vísir
Chino Moreno, söngvari bandarísku rokksveitarinnar Deftones sem spilar á Secret Solstice hátíðinni í Laugardalnum á laugardaginn kl. 22. Fyrr þann sama dag ætlar söngvarinn að síga rúmlega 100 metra niður í Þríhnjúkagíg og halda þar órafmagnaða tónleika ásamt Snorra Helgasyni. Talað er um að þetta verði fyrstu tónleikar heims sem haldnir verða inn í eldfjalli.

Allir miðar á þennan einstaka viðburð eru uppseldir en aðeins 20 stykki voru í boði. Miðarnir fóru í sölu löngu áður en það var tilkynnt hverjir myndu koma fram.

Jarðfræðingar telja að engin hætta sé á því að gos byrji á meðan á tónleikunum stendur þar sem þar hafi ekki gosið í rúm fjögur þúsund ár.

Þeir aðdáendur Deftones sem vilja sjá sveitina á aðal sviði hátíðarinnar geta enn tryggt sér miða en örfáir miðar eru eftir í sölu.

Hér fyrir neðan má sjá Chino og hljómsveit hans Deftones taka lagið fræga Change í órafmagnaðri útgáfu.

Kaleo tóku upp myndband í Þríhnjúkagíg

Þetta verður þó ekki í fyrsta skiptið sem hljómsveit spilar ofan í gígnum en íslenska rokksveitin Kaleo tók upp myndband inn í Þríhnjúkagíg í fyrra við lagið vinsæla Way Down We Go.

Það má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×