Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2016 07:00 Hér má sjá fjarstæði sem nýlega voru tekin í notkun. „Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjarstæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru samtals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 milljónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflugvallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flugstöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjarstæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjarstæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru samtals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 milljónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflugvallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flugstöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjarstæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira