Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2016 07:00 Hér má sjá fjarstæði sem nýlega voru tekin í notkun. „Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjarstæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru samtals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 milljónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflugvallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flugstöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjarstæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjarstæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru samtals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 milljónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflugvallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flugstöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjarstæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira