Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2016 07:00 Hér má sjá fjarstæði sem nýlega voru tekin í notkun. „Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjarstæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru samtals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 milljónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflugvallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flugstöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjarstæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjarstæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru samtals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 milljónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflugvallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flugstöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjarstæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira