Loka hluta gistihúss vegna óþrifnaðar Sveinn Arnarsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Eigandi gististaðarins Blöndubóls á Blönduósi segir aðfarir gegn staðnum sprottnar upp úr Facebook-færslu erlendra kvenna. Mynd/Google Earth Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur ákveðið að loka hluta gistihússins Blöndubóls á Blönduósi þar til kröfum eftirlitsins verður fullnægt. Verður því ekki hægt að gista í þeim hluta hússins. Þetta er í annað skipti svo vitað sé á þessu ári að heilbrigðiseftirlit lokar gistiaðstöðu fyrir ferðamenn hér á landi. Ákvörðunin um þvingunarúrræði fyrir gististaðinn Blönduból var tekin á fundi heilbrigðiseftirlitsins þann 16. júní síðastliðinn. Eftirlitið ákvað að knýja á um úrbætur sem settar voru fram bréflega tveimur dögum áður. Eigandi gistihússins neitaði að verða við beiðninni og setja fram úrbótaáætlun. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að loka staðnum þar til kröfum hefur verið fullnægt.Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra„Við fórum í skoðun á gistihúsinu og gerðum athugasemdir varðandi þrif. Vildum við að því yrði kippt í liðinn og settum við fram kröfur um að bætt yrði úr þrifum og að eigandi myndi setja áætlun af stað til úrbóta þar sem þrifum var ábótavant,“ segir Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi. „Þessum tilmælum þverneitaði eigandinn að fara eftir og því ekki um neitt annað að ræða en að loka þeim hluta gisthússins tímabundið þar sem þrif voru ekki í lagi.“ Jónas Skaftason, eigandi Blöndubóls, er síður en svo ánægður með vinnubrögð heilbrigðisfulltrúans og segir þetta aðfarir gegn sér sem sprottnar eru upp úr einni færslu útlenskra kvenna á Facebook þar sem þær sökuðu staðinn um óþrif. „Það er nú bara þannig að þær pöntuðu gistingu í herbergi en vildu gistingu í sér gisthúsi sem ég er með. Því urðu þær ósáttar og dreifðu á Facebook einhverjum lygapósti,“ segir Jónas. „Þetta er byggt á misskilningi og tittlingaskít og því skil ég ekki alveg þessar aðfarir. „Ég hélt að hann væri að koma hingað út af frárennslismálum hjá Blönduósbæ. Hér í fjörunni liggur klósettpappír og mannaskítur úti um allt. Ég reyndi að sýna honum það en það skipti hann víst engu máli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur ákveðið að loka hluta gistihússins Blöndubóls á Blönduósi þar til kröfum eftirlitsins verður fullnægt. Verður því ekki hægt að gista í þeim hluta hússins. Þetta er í annað skipti svo vitað sé á þessu ári að heilbrigðiseftirlit lokar gistiaðstöðu fyrir ferðamenn hér á landi. Ákvörðunin um þvingunarúrræði fyrir gististaðinn Blönduból var tekin á fundi heilbrigðiseftirlitsins þann 16. júní síðastliðinn. Eftirlitið ákvað að knýja á um úrbætur sem settar voru fram bréflega tveimur dögum áður. Eigandi gistihússins neitaði að verða við beiðninni og setja fram úrbótaáætlun. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að loka staðnum þar til kröfum hefur verið fullnægt.Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra„Við fórum í skoðun á gistihúsinu og gerðum athugasemdir varðandi þrif. Vildum við að því yrði kippt í liðinn og settum við fram kröfur um að bætt yrði úr þrifum og að eigandi myndi setja áætlun af stað til úrbóta þar sem þrifum var ábótavant,“ segir Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi. „Þessum tilmælum þverneitaði eigandinn að fara eftir og því ekki um neitt annað að ræða en að loka þeim hluta gisthússins tímabundið þar sem þrif voru ekki í lagi.“ Jónas Skaftason, eigandi Blöndubóls, er síður en svo ánægður með vinnubrögð heilbrigðisfulltrúans og segir þetta aðfarir gegn sér sem sprottnar eru upp úr einni færslu útlenskra kvenna á Facebook þar sem þær sökuðu staðinn um óþrif. „Það er nú bara þannig að þær pöntuðu gistingu í herbergi en vildu gistingu í sér gisthúsi sem ég er með. Því urðu þær ósáttar og dreifðu á Facebook einhverjum lygapósti,“ segir Jónas. „Þetta er byggt á misskilningi og tittlingaskít og því skil ég ekki alveg þessar aðfarir. „Ég hélt að hann væri að koma hingað út af frárennslismálum hjá Blönduósbæ. Hér í fjörunni liggur klósettpappír og mannaskítur úti um allt. Ég reyndi að sýna honum það en það skipti hann víst engu máli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira