Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Sturlu við Forsetaáskorun Vísis.
Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Sturla tekur nú við keflinu og gefur lesendum Vísis innsýn inn í sinn hugarheim.

Dettifoss
Hundar eða kettir?
Kettir
Hver er stærsta stundin í lífi þínu?
Þegar ég hitti konuna mina og þegar við eignuðumst strákana okkar.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Allt sem konan sem eldar og leggur á matarborðið
Hvernig bíl ekur þú?
Toyota Corolla 98 model
Besta minningin?
Fæðing drengjanna minna
Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?
Já, í gamla daga

Ég sé bara ekki eftir neinu, mistökin móta mann og þroska.
Reykir þú?
Nei og hef aldrei reykt
Uppáhalds drykkur(áfengur)?
Vatn
Uppáhalds bíómynd?
Trading places með Eddie Murphey
Uppáhalds tónlistarmaður?
Elton John
Hvaða lag kemur þér í gírinn?
The one með Elton John

Hringferð um Bandaríkin í blæju bíl
Hefur þú migið í saltan sjó?
Já, heldur betur
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?
Tekið flugferð í torfærukeppni
Hefur þú viðurkennt mistök?
Já
Hverju ertu stoltastur af?
Fjölskyldunni minni
Rómantískasta augnablik í lífinu?
Þegar ég giftist konunni minni
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Já ég trúi að því sem maður sáir í þessu lífi lifi ´fram eftir manns dag. Annars veit ég ekki þar sem er ekki látinn ennþá.
Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig?
David Caruso, leikar m.a í þáttunum CSI