Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 09:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Íslendingar ættu í kjölfar útgöngunnar að hafa forgöngu um að nálgast Bretland og sýna að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Sigmundur Davíð tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir það söguleg tíðindi. Hann segist lengi hafa haft áhyggjur af eðli og þróun Evrópusambandsins. „Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun, sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Sigmundur segist sérstaklega hafa haft áhyggjur af veru Bretlands í Evrópusambandinu, sem hann segir aldrei hafa passað þar inn. Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. Um leið þurfi þó að takast að standa vörð um samvinnu Evrópulanda og þar geti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. „Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB,“ skrifar hann. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“Færslu Sigmundar Davíðs í heild sinni má lesa hér að neðan. Brexit Tengdar fréttir David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Íslendingar ættu í kjölfar útgöngunnar að hafa forgöngu um að nálgast Bretland og sýna að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Sigmundur Davíð tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir það söguleg tíðindi. Hann segist lengi hafa haft áhyggjur af eðli og þróun Evrópusambandsins. „Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun, sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Sigmundur segist sérstaklega hafa haft áhyggjur af veru Bretlands í Evrópusambandinu, sem hann segir aldrei hafa passað þar inn. Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. Um leið þurfi þó að takast að standa vörð um samvinnu Evrópulanda og þar geti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. „Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB,“ skrifar hann. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“Færslu Sigmundar Davíðs í heild sinni má lesa hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30