Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. júní 2016 13:15 „Þetta er einstök tilfinning. Þegar ég hóf baráttuna þá vissi ég að þetta gæti orðið niðurstaðan svo ég var búinn undir hana,“ sagði nýr forseti, Guðni Th. Jóhannesson, í morgunsárið. Guðni tók á móti fjölmiðlamönnum í morgun. Guðni sagði meðal annars að stóran hluta baráttunnar hafi hann verið með mikið fylgi og hann hafi alltaf grunað að svo gæti farið að hann myndi standa uppi sem sigurvegari. Eftir að nær dróg kjördegi hafi sú niðurstaða sífellt orðið líklegri. Síðustu daga fyrir kjördag sótti Halla Tómasdóttir mjög að honum og þegar fyrstu tölur voru kynntar í gær, úr Suðurkjördæmi, munaði aðeins um prósenti á þeim. „Þá kom fát á mig. Ég vissi að Halla hafði sótt mjög á, skiljanlega, og ég sá fyrir mér að munurinn milli okkar yrði ekki eins mikill og kannanir höfðu sýnt. En að það yrði svona hnífjafnt, það hafði ég ekki séð fyrir mér.“ Framundan hjá nýkjörnum forseta eru fleiri viðtöl í dag og hylling forseta fyrir utan heimili hans klukkan 16 í dag. Að henni lokinni fær Guðni „langþráð frí í nokkra klukkutíma“ áður en hann heldur út til Frakklands að horfa á leik Íslands og England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.Börnin spenntari yfir afmæliskökunni „Ég er mjög spennt,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. „Það hefur verið mjög gaman að ferðast um landið undanfarnar sex vikur og nú hlakka ég til framtíðarinnar og að flytja.“ Eliza og Guðni eiga saman fjögur ung börn en það elsta er fætt árið 2007. Eliza segir að börnin hafi ekki enn áttað sig á því hvað hafi gerst. „Þau eru í raun spenntari fyrir því að í dag er afmælisdagur pabba þeirra. Hér er risastór kaka og hún er meira spennandi forsetaembættið.“ Guðni hyggst undirbúa sig fyrir nýja embættið með því að tala við fólk, hlusta á það og þiggja af því ráð. „Svo ætla ég að leggja línur með sjálfum mér og öðrum. Ég þarf að undirbúa mig fyrir þingkosningarnar í haust þar sem væntanlega verða stjórnarskipti. Það er mikilvægt að sá sem gegnir embættinu hafi tilfinningu hvað sé líklegast að fólk vilji innan þings og utan þess og að hann búi svo um hnútana að slík skipti gangi eins greitt fyrir sig og mögulega er unnt.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Þetta er einstök tilfinning. Þegar ég hóf baráttuna þá vissi ég að þetta gæti orðið niðurstaðan svo ég var búinn undir hana,“ sagði nýr forseti, Guðni Th. Jóhannesson, í morgunsárið. Guðni tók á móti fjölmiðlamönnum í morgun. Guðni sagði meðal annars að stóran hluta baráttunnar hafi hann verið með mikið fylgi og hann hafi alltaf grunað að svo gæti farið að hann myndi standa uppi sem sigurvegari. Eftir að nær dróg kjördegi hafi sú niðurstaða sífellt orðið líklegri. Síðustu daga fyrir kjördag sótti Halla Tómasdóttir mjög að honum og þegar fyrstu tölur voru kynntar í gær, úr Suðurkjördæmi, munaði aðeins um prósenti á þeim. „Þá kom fát á mig. Ég vissi að Halla hafði sótt mjög á, skiljanlega, og ég sá fyrir mér að munurinn milli okkar yrði ekki eins mikill og kannanir höfðu sýnt. En að það yrði svona hnífjafnt, það hafði ég ekki séð fyrir mér.“ Framundan hjá nýkjörnum forseta eru fleiri viðtöl í dag og hylling forseta fyrir utan heimili hans klukkan 16 í dag. Að henni lokinni fær Guðni „langþráð frí í nokkra klukkutíma“ áður en hann heldur út til Frakklands að horfa á leik Íslands og England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.Börnin spenntari yfir afmæliskökunni „Ég er mjög spennt,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. „Það hefur verið mjög gaman að ferðast um landið undanfarnar sex vikur og nú hlakka ég til framtíðarinnar og að flytja.“ Eliza og Guðni eiga saman fjögur ung börn en það elsta er fætt árið 2007. Eliza segir að börnin hafi ekki enn áttað sig á því hvað hafi gerst. „Þau eru í raun spenntari fyrir því að í dag er afmælisdagur pabba þeirra. Hér er risastór kaka og hún er meira spennandi forsetaembættið.“ Guðni hyggst undirbúa sig fyrir nýja embættið með því að tala við fólk, hlusta á það og þiggja af því ráð. „Svo ætla ég að leggja línur með sjálfum mér og öðrum. Ég þarf að undirbúa mig fyrir þingkosningarnar í haust þar sem væntanlega verða stjórnarskipti. Það er mikilvægt að sá sem gegnir embættinu hafi tilfinningu hvað sé líklegast að fólk vilji innan þings og utan þess og að hann búi svo um hnútana að slík skipti gangi eins greitt fyrir sig og mögulega er unnt.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44