Nýr forseti hylltur: Mannfjöldinn söng afmælissönginn fyrir Guðna Th. Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. júní 2016 16:15 Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, komu saman við heimili hans að Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi og hylltu hann nú síðdegis. „Góðir Íslendingar og kæru vinir, ég heilsa ykkur og þakka sem nýkjörinn forseti Íslands,“ sagði Guðni. „Með ykkar hjálp heiti ég því að leggja mig allan fram í því mikla embætti sem ég tek senn við.“ Guðni kom út á svalir heimilis síns undir dynjandi lófaklappi nokkur hundruð stuðningsmanna sem lagt höfðu leið sína að heimili Guðna og Elizu eiginkonu hans en þau komu á svalirnar ásamt börnum sínum og elstu dóttir Guðna. Eliza bauð alla velkomna áður en hún kynnti næsta forseta Íslands, eiginmann sinn, Guðna. Að lokinni stuttri tölu Guðna þar sem hann þakkaði stuðninginn sungu viðstaddir fyrir hann afmælissönginn en hann á 48 ára afmæli í dag. Að því loknu tók Guðni á móti blómvendi áður en hann hélt í garð sinn þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína. Segja má að hefð hafi skapast fyrir því að stuðningsmenn nýkjörins forseta geri slíkt þar sem Vigdís Finnbogadóttir var hyllt við heimili sitt á Aragötu 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson var hylltur sömuleiðis við heimili sitt á Seltjarnarnesi árið 1996. Guðni fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í gær en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Á morgun heldur Guðni ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem þau ætla að sjá leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla.Um nokkur hundruð manns mættu við heimili Guðna.Vísir/AntonBörnin fylgdust með á meðan Guðni ávarpaði fjöldann. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, komu saman við heimili hans að Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi og hylltu hann nú síðdegis. „Góðir Íslendingar og kæru vinir, ég heilsa ykkur og þakka sem nýkjörinn forseti Íslands,“ sagði Guðni. „Með ykkar hjálp heiti ég því að leggja mig allan fram í því mikla embætti sem ég tek senn við.“ Guðni kom út á svalir heimilis síns undir dynjandi lófaklappi nokkur hundruð stuðningsmanna sem lagt höfðu leið sína að heimili Guðna og Elizu eiginkonu hans en þau komu á svalirnar ásamt börnum sínum og elstu dóttir Guðna. Eliza bauð alla velkomna áður en hún kynnti næsta forseta Íslands, eiginmann sinn, Guðna. Að lokinni stuttri tölu Guðna þar sem hann þakkaði stuðninginn sungu viðstaddir fyrir hann afmælissönginn en hann á 48 ára afmæli í dag. Að því loknu tók Guðni á móti blómvendi áður en hann hélt í garð sinn þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína. Segja má að hefð hafi skapast fyrir því að stuðningsmenn nýkjörins forseta geri slíkt þar sem Vigdís Finnbogadóttir var hyllt við heimili sitt á Aragötu 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson var hylltur sömuleiðis við heimili sitt á Seltjarnarnesi árið 1996. Guðni fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í gær en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Á morgun heldur Guðni ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem þau ætla að sjá leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla.Um nokkur hundruð manns mættu við heimili Guðna.Vísir/AntonBörnin fylgdust með á meðan Guðni ávarpaði fjöldann.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44