Kári: Ég er alveg 100 prósent Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 16:00 Kári Árnason á hóteli íslenska liðsins í Annecy. Vísir/Vilhelm Kári Árnason viðurkennir að honum hafi þótt slæmt að missa af leikjunum gegn Noregi og Liechtenstein í aðdraganda EM í Frakklandi en að hann hafi talið það best að taka engar áhættur. Kári var með flensu í lok síðasta mánaðar en hann segir að hann hafi hvílt fyrst og fremst þar sem að hann var tæpur í nára. „Það var best að taka enga sénsa. En ég er alveg 100 prósent núna,“ segir Kári í samtali við Vísi. „Æfingaleikir eru öðruvísi. Það er ekkert undir og menn eru að hugsa um að meiða sig ekki. En ég er núna í fínu standi og það er það sem mestu máli skiptir.“ Hann segist vera ánægður með hvernig hann nær að mæta til leiks í Frakklandi. „Ég byrjaði tímabilið í Svíþjóð ekki nógu vel en þetta er allt á réttri leið,“ segir hann enn fremur. Kári mætti Cristiano Ronaldo þegar Malmö mætti Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í vetur og fór það ekki nógu vel. Kári var fyrirliði þegar Malmö mætti Madrídingum á Spáni og fór sá leikur 8-0 fyrir spænska liðið. Ronaldo skoraði fjögur í þeim leik og lagði upp eitt. „Portúgal er með gríðarlega sterkt lið en við höfum margoft sýnt að við getum unnið lið sem er hærra skrifað en okkar,“ segir Kári. „Við mættum til dæmis Hollandi og okkur tókst vel upp gegn þeim. Við þurfum að leggja leikinn svipað upp.“ Það er von á því að Portúgal beiti hinum ýmsu vopnum í sínum sóknarleik en Kári segir að íslenska vörnin sé reiðbúin að taka við því. „Við verðum tilbúnir í hvað sem þeir kasta að okkur. Stundum verður bara að spila þetta eftir eyranu - fótboltinn er þannig.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Kári Árnason viðurkennir að honum hafi þótt slæmt að missa af leikjunum gegn Noregi og Liechtenstein í aðdraganda EM í Frakklandi en að hann hafi talið það best að taka engar áhættur. Kári var með flensu í lok síðasta mánaðar en hann segir að hann hafi hvílt fyrst og fremst þar sem að hann var tæpur í nára. „Það var best að taka enga sénsa. En ég er alveg 100 prósent núna,“ segir Kári í samtali við Vísi. „Æfingaleikir eru öðruvísi. Það er ekkert undir og menn eru að hugsa um að meiða sig ekki. En ég er núna í fínu standi og það er það sem mestu máli skiptir.“ Hann segist vera ánægður með hvernig hann nær að mæta til leiks í Frakklandi. „Ég byrjaði tímabilið í Svíþjóð ekki nógu vel en þetta er allt á réttri leið,“ segir hann enn fremur. Kári mætti Cristiano Ronaldo þegar Malmö mætti Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í vetur og fór það ekki nógu vel. Kári var fyrirliði þegar Malmö mætti Madrídingum á Spáni og fór sá leikur 8-0 fyrir spænska liðið. Ronaldo skoraði fjögur í þeim leik og lagði upp eitt. „Portúgal er með gríðarlega sterkt lið en við höfum margoft sýnt að við getum unnið lið sem er hærra skrifað en okkar,“ segir Kári. „Við mættum til dæmis Hollandi og okkur tókst vel upp gegn þeim. Við þurfum að leggja leikinn svipað upp.“ Það er von á því að Portúgal beiti hinum ýmsu vopnum í sínum sóknarleik en Kári segir að íslenska vörnin sé reiðbúin að taka við því. „Við verðum tilbúnir í hvað sem þeir kasta að okkur. Stundum verður bara að spila þetta eftir eyranu - fótboltinn er þannig.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira