John Oliver gerir lítið úr íslenska Álfaskólanum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 12:38 John Oliver lét Álfaskólann finna fyrir því í þætti sínum um peninga. Vísir John Oliver, þáttastjórnandi Last Week Tonight, þykir ekki mikið til Álfaskólans í Reykjavík koma og gerði miskunnarlaust grín að álfamenntun í nýjasta þætti sínum. Oliver sagðist geta gefið áhorfendum sínum jafn gott og gilt skírteini og fæst eftir kúrs í Álfaskólanum og hægt væri að prenta það út án endurgjalds á vefsíðu Last Week Tonight. Hinn íslenski Álfaskóli er staðsettur í Síðumúla en var stofnaður árið 1991. Ummæli Olivers komu í kjölfar þess að birt var klippa úr þætti fjármálaráðgjafans Suze Orman en þáttur Olivers að þessu sinni fjallaði um peninga og lífeyri. Þar gefur Orman fólki sem hringir inn ráðleggingar um hvort það eigi efni á hinu og þessu sem það hefur augastað á. Ein konan sem hringir inn spyr hvort hún geti varið fjögur þúsund dollurum í að uppfylla draum sinn um að heimsækja „The Elf School“ eða Álfaskólann í Reykjavík. „Ég vil kaupa námskeið erlendis á Íslandi. Mig langar að fara í hinn fræga Álfaskóla og fá skírteini þess efnis að ég sé Álfagreinir,“ segir konan. „Hafnað,“ segir Orman með dæmandi svip.Lág skólagjöld í Álfaskólann Brotið er úr þætti Orman frá árinu 2009 og þar spyr Orman hreinlega konuna hvort hún sé að grínast. Konan segist hins vegar engan veginn vera að grínast, skírteini frá Álfaskólanum myndi reynast henni mjög praktískt. Hér má sjá Suze Orman og konuna sem hefur áhuga á álfunum á Íslandi ræða saman um það hvort hún hafi raunverulega efni á því að sækja skólann heim. „Auðvitað hafnar hún henni,“ segir Oliver eftir að brotið er spilað. „Af því að enginn ætti að vera að eyða fjögur þúsund dollurum í að fá skírteini sem Álfagreinir. Raunar, ef þú ferð inn á lastweektonight.com, geturðu prentað út frítt, opinbert skírteini sem Álfagreinir sem er, og ég lofa þér því, alveg jafngilt og skírteini sem fæst eftir hina dýrustu menntun greiningu á álfum. Farðu nú og reyndu að greina álfa.“ Fjögurþúsund dollarar eru nánast fimm hundruð þúsund íslenskra króna. Það eru þó alls ekki svo há skólagjöld í Álfaskólann í raun en í raun er um fræðslunámskeið að ræða um trú Íslendinga á álfa og hulduverur. Ein kennslustund kostar aðeins rétt rúmar sex þúsund krónur að fá þrjá til fjóra tíma í Álfaskólanum á kennslutíma. Komist áhugasamir ekki á fyrirfram ákveðnum kennslutíma skólans er hægt að borga um tuttugu þúsund krónur og fá sértíma sem hentar betur. Því má gera ráð fyrir að konan sem hringdi til Orman hafi reiknað út flugverð og uppihald í Reykjavík á meðan á skólavistinni stæði. Skólinn gefur vissulega út skírteini í lok kennslustundarinnar. Fjölmargar kennslustundir eru fyrirhugaðar á árinu auk þess sem skólinn hefur gefið út sérstaka kennslubók í álfafræðum. Í lok þáttar Johns Oliver fær þó Álfaskólinn uppreisn æru en Kristin Chenoweth segist í ímyndaðri auglýsingu um lífeyri elska álfa og spyr hver myndi ekki vilja ferðast til Reykjavíkur. John Oliver er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
John Oliver, þáttastjórnandi Last Week Tonight, þykir ekki mikið til Álfaskólans í Reykjavík koma og gerði miskunnarlaust grín að álfamenntun í nýjasta þætti sínum. Oliver sagðist geta gefið áhorfendum sínum jafn gott og gilt skírteini og fæst eftir kúrs í Álfaskólanum og hægt væri að prenta það út án endurgjalds á vefsíðu Last Week Tonight. Hinn íslenski Álfaskóli er staðsettur í Síðumúla en var stofnaður árið 1991. Ummæli Olivers komu í kjölfar þess að birt var klippa úr þætti fjármálaráðgjafans Suze Orman en þáttur Olivers að þessu sinni fjallaði um peninga og lífeyri. Þar gefur Orman fólki sem hringir inn ráðleggingar um hvort það eigi efni á hinu og þessu sem það hefur augastað á. Ein konan sem hringir inn spyr hvort hún geti varið fjögur þúsund dollurum í að uppfylla draum sinn um að heimsækja „The Elf School“ eða Álfaskólann í Reykjavík. „Ég vil kaupa námskeið erlendis á Íslandi. Mig langar að fara í hinn fræga Álfaskóla og fá skírteini þess efnis að ég sé Álfagreinir,“ segir konan. „Hafnað,“ segir Orman með dæmandi svip.Lág skólagjöld í Álfaskólann Brotið er úr þætti Orman frá árinu 2009 og þar spyr Orman hreinlega konuna hvort hún sé að grínast. Konan segist hins vegar engan veginn vera að grínast, skírteini frá Álfaskólanum myndi reynast henni mjög praktískt. Hér má sjá Suze Orman og konuna sem hefur áhuga á álfunum á Íslandi ræða saman um það hvort hún hafi raunverulega efni á því að sækja skólann heim. „Auðvitað hafnar hún henni,“ segir Oliver eftir að brotið er spilað. „Af því að enginn ætti að vera að eyða fjögur þúsund dollurum í að fá skírteini sem Álfagreinir. Raunar, ef þú ferð inn á lastweektonight.com, geturðu prentað út frítt, opinbert skírteini sem Álfagreinir sem er, og ég lofa þér því, alveg jafngilt og skírteini sem fæst eftir hina dýrustu menntun greiningu á álfum. Farðu nú og reyndu að greina álfa.“ Fjögurþúsund dollarar eru nánast fimm hundruð þúsund íslenskra króna. Það eru þó alls ekki svo há skólagjöld í Álfaskólann í raun en í raun er um fræðslunámskeið að ræða um trú Íslendinga á álfa og hulduverur. Ein kennslustund kostar aðeins rétt rúmar sex þúsund krónur að fá þrjá til fjóra tíma í Álfaskólanum á kennslutíma. Komist áhugasamir ekki á fyrirfram ákveðnum kennslutíma skólans er hægt að borga um tuttugu þúsund krónur og fá sértíma sem hentar betur. Því má gera ráð fyrir að konan sem hringdi til Orman hafi reiknað út flugverð og uppihald í Reykjavík á meðan á skólavistinni stæði. Skólinn gefur vissulega út skírteini í lok kennslustundarinnar. Fjölmargar kennslustundir eru fyrirhugaðar á árinu auk þess sem skólinn hefur gefið út sérstaka kennslubók í álfafræðum. Í lok þáttar Johns Oliver fær þó Álfaskólinn uppreisn æru en Kristin Chenoweth segist í ímyndaðri auglýsingu um lífeyri elska álfa og spyr hver myndi ekki vilja ferðast til Reykjavíkur. John Oliver er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum.
Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Sjá meira