John Oliver gerir lítið úr íslenska Álfaskólanum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 12:38 John Oliver lét Álfaskólann finna fyrir því í þætti sínum um peninga. Vísir John Oliver, þáttastjórnandi Last Week Tonight, þykir ekki mikið til Álfaskólans í Reykjavík koma og gerði miskunnarlaust grín að álfamenntun í nýjasta þætti sínum. Oliver sagðist geta gefið áhorfendum sínum jafn gott og gilt skírteini og fæst eftir kúrs í Álfaskólanum og hægt væri að prenta það út án endurgjalds á vefsíðu Last Week Tonight. Hinn íslenski Álfaskóli er staðsettur í Síðumúla en var stofnaður árið 1991. Ummæli Olivers komu í kjölfar þess að birt var klippa úr þætti fjármálaráðgjafans Suze Orman en þáttur Olivers að þessu sinni fjallaði um peninga og lífeyri. Þar gefur Orman fólki sem hringir inn ráðleggingar um hvort það eigi efni á hinu og þessu sem það hefur augastað á. Ein konan sem hringir inn spyr hvort hún geti varið fjögur þúsund dollurum í að uppfylla draum sinn um að heimsækja „The Elf School“ eða Álfaskólann í Reykjavík. „Ég vil kaupa námskeið erlendis á Íslandi. Mig langar að fara í hinn fræga Álfaskóla og fá skírteini þess efnis að ég sé Álfagreinir,“ segir konan. „Hafnað,“ segir Orman með dæmandi svip.Lág skólagjöld í Álfaskólann Brotið er úr þætti Orman frá árinu 2009 og þar spyr Orman hreinlega konuna hvort hún sé að grínast. Konan segist hins vegar engan veginn vera að grínast, skírteini frá Álfaskólanum myndi reynast henni mjög praktískt. Hér má sjá Suze Orman og konuna sem hefur áhuga á álfunum á Íslandi ræða saman um það hvort hún hafi raunverulega efni á því að sækja skólann heim. „Auðvitað hafnar hún henni,“ segir Oliver eftir að brotið er spilað. „Af því að enginn ætti að vera að eyða fjögur þúsund dollurum í að fá skírteini sem Álfagreinir. Raunar, ef þú ferð inn á lastweektonight.com, geturðu prentað út frítt, opinbert skírteini sem Álfagreinir sem er, og ég lofa þér því, alveg jafngilt og skírteini sem fæst eftir hina dýrustu menntun greiningu á álfum. Farðu nú og reyndu að greina álfa.“ Fjögurþúsund dollarar eru nánast fimm hundruð þúsund íslenskra króna. Það eru þó alls ekki svo há skólagjöld í Álfaskólann í raun en í raun er um fræðslunámskeið að ræða um trú Íslendinga á álfa og hulduverur. Ein kennslustund kostar aðeins rétt rúmar sex þúsund krónur að fá þrjá til fjóra tíma í Álfaskólanum á kennslutíma. Komist áhugasamir ekki á fyrirfram ákveðnum kennslutíma skólans er hægt að borga um tuttugu þúsund krónur og fá sértíma sem hentar betur. Því má gera ráð fyrir að konan sem hringdi til Orman hafi reiknað út flugverð og uppihald í Reykjavík á meðan á skólavistinni stæði. Skólinn gefur vissulega út skírteini í lok kennslustundarinnar. Fjölmargar kennslustundir eru fyrirhugaðar á árinu auk þess sem skólinn hefur gefið út sérstaka kennslubók í álfafræðum. Í lok þáttar Johns Oliver fær þó Álfaskólinn uppreisn æru en Kristin Chenoweth segist í ímyndaðri auglýsingu um lífeyri elska álfa og spyr hver myndi ekki vilja ferðast til Reykjavíkur. John Oliver er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
John Oliver, þáttastjórnandi Last Week Tonight, þykir ekki mikið til Álfaskólans í Reykjavík koma og gerði miskunnarlaust grín að álfamenntun í nýjasta þætti sínum. Oliver sagðist geta gefið áhorfendum sínum jafn gott og gilt skírteini og fæst eftir kúrs í Álfaskólanum og hægt væri að prenta það út án endurgjalds á vefsíðu Last Week Tonight. Hinn íslenski Álfaskóli er staðsettur í Síðumúla en var stofnaður árið 1991. Ummæli Olivers komu í kjölfar þess að birt var klippa úr þætti fjármálaráðgjafans Suze Orman en þáttur Olivers að þessu sinni fjallaði um peninga og lífeyri. Þar gefur Orman fólki sem hringir inn ráðleggingar um hvort það eigi efni á hinu og þessu sem það hefur augastað á. Ein konan sem hringir inn spyr hvort hún geti varið fjögur þúsund dollurum í að uppfylla draum sinn um að heimsækja „The Elf School“ eða Álfaskólann í Reykjavík. „Ég vil kaupa námskeið erlendis á Íslandi. Mig langar að fara í hinn fræga Álfaskóla og fá skírteini þess efnis að ég sé Álfagreinir,“ segir konan. „Hafnað,“ segir Orman með dæmandi svip.Lág skólagjöld í Álfaskólann Brotið er úr þætti Orman frá árinu 2009 og þar spyr Orman hreinlega konuna hvort hún sé að grínast. Konan segist hins vegar engan veginn vera að grínast, skírteini frá Álfaskólanum myndi reynast henni mjög praktískt. Hér má sjá Suze Orman og konuna sem hefur áhuga á álfunum á Íslandi ræða saman um það hvort hún hafi raunverulega efni á því að sækja skólann heim. „Auðvitað hafnar hún henni,“ segir Oliver eftir að brotið er spilað. „Af því að enginn ætti að vera að eyða fjögur þúsund dollurum í að fá skírteini sem Álfagreinir. Raunar, ef þú ferð inn á lastweektonight.com, geturðu prentað út frítt, opinbert skírteini sem Álfagreinir sem er, og ég lofa þér því, alveg jafngilt og skírteini sem fæst eftir hina dýrustu menntun greiningu á álfum. Farðu nú og reyndu að greina álfa.“ Fjögurþúsund dollarar eru nánast fimm hundruð þúsund íslenskra króna. Það eru þó alls ekki svo há skólagjöld í Álfaskólann í raun en í raun er um fræðslunámskeið að ræða um trú Íslendinga á álfa og hulduverur. Ein kennslustund kostar aðeins rétt rúmar sex þúsund krónur að fá þrjá til fjóra tíma í Álfaskólanum á kennslutíma. Komist áhugasamir ekki á fyrirfram ákveðnum kennslutíma skólans er hægt að borga um tuttugu þúsund krónur og fá sértíma sem hentar betur. Því má gera ráð fyrir að konan sem hringdi til Orman hafi reiknað út flugverð og uppihald í Reykjavík á meðan á skólavistinni stæði. Skólinn gefur vissulega út skírteini í lok kennslustundarinnar. Fjölmargar kennslustundir eru fyrirhugaðar á árinu auk þess sem skólinn hefur gefið út sérstaka kennslubók í álfafræðum. Í lok þáttar Johns Oliver fær þó Álfaskólinn uppreisn æru en Kristin Chenoweth segist í ímyndaðri auglýsingu um lífeyri elska álfa og spyr hver myndi ekki vilja ferðast til Reykjavíkur. John Oliver er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira