John Oliver gerir lítið úr íslenska Álfaskólanum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 12:38 John Oliver lét Álfaskólann finna fyrir því í þætti sínum um peninga. Vísir John Oliver, þáttastjórnandi Last Week Tonight, þykir ekki mikið til Álfaskólans í Reykjavík koma og gerði miskunnarlaust grín að álfamenntun í nýjasta þætti sínum. Oliver sagðist geta gefið áhorfendum sínum jafn gott og gilt skírteini og fæst eftir kúrs í Álfaskólanum og hægt væri að prenta það út án endurgjalds á vefsíðu Last Week Tonight. Hinn íslenski Álfaskóli er staðsettur í Síðumúla en var stofnaður árið 1991. Ummæli Olivers komu í kjölfar þess að birt var klippa úr þætti fjármálaráðgjafans Suze Orman en þáttur Olivers að þessu sinni fjallaði um peninga og lífeyri. Þar gefur Orman fólki sem hringir inn ráðleggingar um hvort það eigi efni á hinu og þessu sem það hefur augastað á. Ein konan sem hringir inn spyr hvort hún geti varið fjögur þúsund dollurum í að uppfylla draum sinn um að heimsækja „The Elf School“ eða Álfaskólann í Reykjavík. „Ég vil kaupa námskeið erlendis á Íslandi. Mig langar að fara í hinn fræga Álfaskóla og fá skírteini þess efnis að ég sé Álfagreinir,“ segir konan. „Hafnað,“ segir Orman með dæmandi svip.Lág skólagjöld í Álfaskólann Brotið er úr þætti Orman frá árinu 2009 og þar spyr Orman hreinlega konuna hvort hún sé að grínast. Konan segist hins vegar engan veginn vera að grínast, skírteini frá Álfaskólanum myndi reynast henni mjög praktískt. Hér má sjá Suze Orman og konuna sem hefur áhuga á álfunum á Íslandi ræða saman um það hvort hún hafi raunverulega efni á því að sækja skólann heim. „Auðvitað hafnar hún henni,“ segir Oliver eftir að brotið er spilað. „Af því að enginn ætti að vera að eyða fjögur þúsund dollurum í að fá skírteini sem Álfagreinir. Raunar, ef þú ferð inn á lastweektonight.com, geturðu prentað út frítt, opinbert skírteini sem Álfagreinir sem er, og ég lofa þér því, alveg jafngilt og skírteini sem fæst eftir hina dýrustu menntun greiningu á álfum. Farðu nú og reyndu að greina álfa.“ Fjögurþúsund dollarar eru nánast fimm hundruð þúsund íslenskra króna. Það eru þó alls ekki svo há skólagjöld í Álfaskólann í raun en í raun er um fræðslunámskeið að ræða um trú Íslendinga á álfa og hulduverur. Ein kennslustund kostar aðeins rétt rúmar sex þúsund krónur að fá þrjá til fjóra tíma í Álfaskólanum á kennslutíma. Komist áhugasamir ekki á fyrirfram ákveðnum kennslutíma skólans er hægt að borga um tuttugu þúsund krónur og fá sértíma sem hentar betur. Því má gera ráð fyrir að konan sem hringdi til Orman hafi reiknað út flugverð og uppihald í Reykjavík á meðan á skólavistinni stæði. Skólinn gefur vissulega út skírteini í lok kennslustundarinnar. Fjölmargar kennslustundir eru fyrirhugaðar á árinu auk þess sem skólinn hefur gefið út sérstaka kennslubók í álfafræðum. Í lok þáttar Johns Oliver fær þó Álfaskólinn uppreisn æru en Kristin Chenoweth segist í ímyndaðri auglýsingu um lífeyri elska álfa og spyr hver myndi ekki vilja ferðast til Reykjavíkur. John Oliver er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
John Oliver, þáttastjórnandi Last Week Tonight, þykir ekki mikið til Álfaskólans í Reykjavík koma og gerði miskunnarlaust grín að álfamenntun í nýjasta þætti sínum. Oliver sagðist geta gefið áhorfendum sínum jafn gott og gilt skírteini og fæst eftir kúrs í Álfaskólanum og hægt væri að prenta það út án endurgjalds á vefsíðu Last Week Tonight. Hinn íslenski Álfaskóli er staðsettur í Síðumúla en var stofnaður árið 1991. Ummæli Olivers komu í kjölfar þess að birt var klippa úr þætti fjármálaráðgjafans Suze Orman en þáttur Olivers að þessu sinni fjallaði um peninga og lífeyri. Þar gefur Orman fólki sem hringir inn ráðleggingar um hvort það eigi efni á hinu og þessu sem það hefur augastað á. Ein konan sem hringir inn spyr hvort hún geti varið fjögur þúsund dollurum í að uppfylla draum sinn um að heimsækja „The Elf School“ eða Álfaskólann í Reykjavík. „Ég vil kaupa námskeið erlendis á Íslandi. Mig langar að fara í hinn fræga Álfaskóla og fá skírteini þess efnis að ég sé Álfagreinir,“ segir konan. „Hafnað,“ segir Orman með dæmandi svip.Lág skólagjöld í Álfaskólann Brotið er úr þætti Orman frá árinu 2009 og þar spyr Orman hreinlega konuna hvort hún sé að grínast. Konan segist hins vegar engan veginn vera að grínast, skírteini frá Álfaskólanum myndi reynast henni mjög praktískt. Hér má sjá Suze Orman og konuna sem hefur áhuga á álfunum á Íslandi ræða saman um það hvort hún hafi raunverulega efni á því að sækja skólann heim. „Auðvitað hafnar hún henni,“ segir Oliver eftir að brotið er spilað. „Af því að enginn ætti að vera að eyða fjögur þúsund dollurum í að fá skírteini sem Álfagreinir. Raunar, ef þú ferð inn á lastweektonight.com, geturðu prentað út frítt, opinbert skírteini sem Álfagreinir sem er, og ég lofa þér því, alveg jafngilt og skírteini sem fæst eftir hina dýrustu menntun greiningu á álfum. Farðu nú og reyndu að greina álfa.“ Fjögurþúsund dollarar eru nánast fimm hundruð þúsund íslenskra króna. Það eru þó alls ekki svo há skólagjöld í Álfaskólann í raun en í raun er um fræðslunámskeið að ræða um trú Íslendinga á álfa og hulduverur. Ein kennslustund kostar aðeins rétt rúmar sex þúsund krónur að fá þrjá til fjóra tíma í Álfaskólanum á kennslutíma. Komist áhugasamir ekki á fyrirfram ákveðnum kennslutíma skólans er hægt að borga um tuttugu þúsund krónur og fá sértíma sem hentar betur. Því má gera ráð fyrir að konan sem hringdi til Orman hafi reiknað út flugverð og uppihald í Reykjavík á meðan á skólavistinni stæði. Skólinn gefur vissulega út skírteini í lok kennslustundarinnar. Fjölmargar kennslustundir eru fyrirhugaðar á árinu auk þess sem skólinn hefur gefið út sérstaka kennslubók í álfafræðum. Í lok þáttar Johns Oliver fær þó Álfaskólinn uppreisn æru en Kristin Chenoweth segist í ímyndaðri auglýsingu um lífeyri elska álfa og spyr hver myndi ekki vilja ferðast til Reykjavíkur. John Oliver er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira