Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júní 2016 20:00 Hundruð milljóna króna framkvæmdir eru að hefjast á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna að ráða niðurlögum myglu sem er víða í húsinu. Mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist. Verið er að undirbúa framkvæmdirnar þessa dagana. Síðasta haust sem að kviknaði sá grunur að mygla væri í húsinu. „Það var farið að bera á meiri veikindum á ákveðnum stöðum í húsinu og það er þess vegna sem það þurfti að bregðast mjög hart við,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá opnum við vegg og við blöstu skemmdirnar.“ Í framhaldi var farið að skoða húsið betur og þá fannst mygla. „Hún fannst víða um húsið, á nokkrum hæðum, í útveggjunum og núna í vetur þá höfum við verið með yfirþrýsting inni í húsinu og svona gripið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr hættu að þetta berist inn í vinnurými,“segir Eiríkur. „En við þurfum að fara yfir allt húsið.“Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Mynd/Birgir Ísleifur GunnarssonHúsið er um sautján þúsund fermetrar að stærð með bílakjallaranum. Það var vígt árið 2003 en bygging þess var nokkuð umdeild. Bygging hússins kostaði líka sitt. Eiríkur segir byggingarkostnaðinn hafa verið metinn um tíu milljarðar að núvirði. Eiríkur segir að verið sé að skoða hvernig svo miklar rakaskemmdir hafi myndast í svo nýju húsi. Skemmdirnar eru í vesturhluta hússins eða þeim sem er klæddur. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar koma til með að verða mikinn og reiknar með að hann nemi hundruðum milljóna. Orkuveitan átti áður húsið en árið 2013 keypti Foss fasteignafélag sem er í rekstri Kvikubanka húsið. Það félag er meðal annars í eigu lífeyrissjóða. Eiríkur segir að verið sé að skoða hver beri kostnaðinn af framkvæmdunum en þær séu umfangsmiklar. „Við þurfum að opna útveggina utan frá og samhliða að opna þá innan frá hæð fyrir hæð,“ segir hann. „Svona eins og þegar maður þvær gluggina þá byrjum við efst og förum niður eftir húsinu.“ Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hundruð milljóna króna framkvæmdir eru að hefjast á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna að ráða niðurlögum myglu sem er víða í húsinu. Mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist. Verið er að undirbúa framkvæmdirnar þessa dagana. Síðasta haust sem að kviknaði sá grunur að mygla væri í húsinu. „Það var farið að bera á meiri veikindum á ákveðnum stöðum í húsinu og það er þess vegna sem það þurfti að bregðast mjög hart við,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá opnum við vegg og við blöstu skemmdirnar.“ Í framhaldi var farið að skoða húsið betur og þá fannst mygla. „Hún fannst víða um húsið, á nokkrum hæðum, í útveggjunum og núna í vetur þá höfum við verið með yfirþrýsting inni í húsinu og svona gripið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr hættu að þetta berist inn í vinnurými,“segir Eiríkur. „En við þurfum að fara yfir allt húsið.“Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Mynd/Birgir Ísleifur GunnarssonHúsið er um sautján þúsund fermetrar að stærð með bílakjallaranum. Það var vígt árið 2003 en bygging þess var nokkuð umdeild. Bygging hússins kostaði líka sitt. Eiríkur segir byggingarkostnaðinn hafa verið metinn um tíu milljarðar að núvirði. Eiríkur segir að verið sé að skoða hvernig svo miklar rakaskemmdir hafi myndast í svo nýju húsi. Skemmdirnar eru í vesturhluta hússins eða þeim sem er klæddur. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar koma til með að verða mikinn og reiknar með að hann nemi hundruðum milljóna. Orkuveitan átti áður húsið en árið 2013 keypti Foss fasteignafélag sem er í rekstri Kvikubanka húsið. Það félag er meðal annars í eigu lífeyrissjóða. Eiríkur segir að verið sé að skoða hver beri kostnaðinn af framkvæmdunum en þær séu umfangsmiklar. „Við þurfum að opna útveggina utan frá og samhliða að opna þá innan frá hæð fyrir hæð,“ segir hann. „Svona eins og þegar maður þvær gluggina þá byrjum við efst og förum niður eftir húsinu.“
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira