Ný gögn lögð fram í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2016 11:34 Yfirvinnubannið hefur valdið töfum í flugsamgöngum. Vísir/GVA Félag flugumferðarstjóra hyggst leggjast yfir gögn á næstu dögum frá Isavia sem varða vinnutíma, laun og fleiri þætti í starfi flugumferðarstjóra fyrir félagið. En samninganefnd Félags flugumferðarstjóra fundaði ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia í gær. „Mönnum ber ekki alveg saman um launaþróun þannig að við þurfum að vinna úr sömu gögnum til að komast að niðurstöðu,“ útskýrir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Á fundinum var rætt hvernig hægt væri að koma viðræðunum af stað á ný en þær hafa verið fastar í sömu hjólförunum um nokkurt skeið.Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.VísirFlugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum sem hefur valdið röskun á flugsamgöngum um íslenska lofthelgi. „Þetta eru vægustu aðgerðir sem við getum gripið til. Það segir kannski mikið um mannekluna að flugumferðarstjórar ganga enn venjulegar vaktir, þetta snýst bara um yfirvinnubann en það veldur þrátt fyrir það þetta mikilli röskun.“ Boða ekki hertari aðgerðir Sigurjón bendir á að fjöldi flugumferðarstjóra hafi aðeins aukist um 10 prósent á síðustu sex árum á meðan sprengja hefur verið í fjölda ferðamanna til landsins og flugumferð aukist til muna. „Það verður að leysa þetta,“ segir Sigurjón. Samkvæmt heimildum Vísi ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Félagið boðar ekki hertari aðgerðir að sinni þrátt fyrir að vera enn að beita sínum vægustu úrræðum. „Við sjáum ekki þörf fyrir þeim að svo stöddu. Þetta hefur töluverð áhrif að hætta yfirvinnunni.“ Félagið varð fyrir vonbrigðum með orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í síðustu viku í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í maí 2016. Sigurjón þóttist greina hótun í orðum Þorsteins þar sem hann nefnir í niðurlagi bréfsins að þjónustuna megi jafnvel flytja úr landi ef launadeilur halda áfram að setja svip sitt á flugumferðarmál. Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Félag flugumferðarstjóra hyggst leggjast yfir gögn á næstu dögum frá Isavia sem varða vinnutíma, laun og fleiri þætti í starfi flugumferðarstjóra fyrir félagið. En samninganefnd Félags flugumferðarstjóra fundaði ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia í gær. „Mönnum ber ekki alveg saman um launaþróun þannig að við þurfum að vinna úr sömu gögnum til að komast að niðurstöðu,“ útskýrir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Á fundinum var rætt hvernig hægt væri að koma viðræðunum af stað á ný en þær hafa verið fastar í sömu hjólförunum um nokkurt skeið.Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.VísirFlugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum sem hefur valdið röskun á flugsamgöngum um íslenska lofthelgi. „Þetta eru vægustu aðgerðir sem við getum gripið til. Það segir kannski mikið um mannekluna að flugumferðarstjórar ganga enn venjulegar vaktir, þetta snýst bara um yfirvinnubann en það veldur þrátt fyrir það þetta mikilli röskun.“ Boða ekki hertari aðgerðir Sigurjón bendir á að fjöldi flugumferðarstjóra hafi aðeins aukist um 10 prósent á síðustu sex árum á meðan sprengja hefur verið í fjölda ferðamanna til landsins og flugumferð aukist til muna. „Það verður að leysa þetta,“ segir Sigurjón. Samkvæmt heimildum Vísi ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Félagið boðar ekki hertari aðgerðir að sinni þrátt fyrir að vera enn að beita sínum vægustu úrræðum. „Við sjáum ekki þörf fyrir þeim að svo stöddu. Þetta hefur töluverð áhrif að hætta yfirvinnunni.“ Félagið varð fyrir vonbrigðum með orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í síðustu viku í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í maí 2016. Sigurjón þóttist greina hótun í orðum Þorsteins þar sem hann nefnir í niðurlagi bréfsins að þjónustuna megi jafnvel flytja úr landi ef launadeilur halda áfram að setja svip sitt á flugumferðarmál.
Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32
Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48