Túristar tjalda á miðjum vegi Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2016 14:20 Ferðalangarnir gerðu sér lítið fyrir og tjölduðu nánast úti á miðri þjóðbrautinni. Þeir ráku upp stór augu, vegfarendur sem áttu leið um Bröttubrekku árla dags; en þá var bíll þar kyrrstæður og hálfur úti á götu. Þegar ferðalangarnir nálguðust bílinn og fóru að reyna að glöggva sig á því hvernig í pottinn var búið kom í ljós að við hlið bílsins var búið að tjalda. Það fylgir þessari sögu að þar hafi ferðalangarnir verið í fasta svefni. Meðfylgjandi mynd er nú á ferðalagi um Facebook og er talið öruggara að láta það fylgja sögunni að ekki sé um sviðsetta mynd að ræða: Bíllinn og tjaldið eru sem sagt úti á miðjum þjóðvegi. Svo virðist sem hálfgert villta vestur sé ríkjandi í ferðamálum landsmanna. Áætlaður fjöldi ferðamanna í ár er 1,7 milljón manns en þessi furðusaga, ásamt skelfilegum sögum af klósetthallæri um land allt, gefur til kynna að algert stjórnleysi ríki í þessum geira.Margir tjáðu sig um athæfið í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í morgun. Var komið inn á að þarna væru komnir kandídatar til Darwin-verðlaunanna. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins sem fjallar um að aðeins þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.Þá eru aðrir sem telja að bíllinn hljóti að hafa bilað á þessum stað og fólkið því brugðið á það ráð að tjalda þarna. Lögreglan á Vesturlandi hafði ekki heyrt af ferðamönnunum og hegðun þeirra þegar fréttastofa hafði samband.Mynd frá lögreglu sem DV birti nú fyrir skömmu.Uppfært 15:15 Á daginn hefur komið að myndin, sem valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel hneykslan á Facebook, er býsna villandi. Knáir rannsóknarblaðamenn DV köfuðu ofan í málið og leitt í ljós að tjaldbúarnir eru ekki úti á miðjum vegi heldur hafa þeir tjaldað í útskoti við veginn. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Lesendur Vísis eru beðnir velvirðingar á því að ekki hafi fyllri upplýsingar legið fyrir þegar fréttin var birt. Hættan sem eðli máls skapast við að tjalda úti á miðjum þjóðvegi er því ekki fyrir hendi, þó tjaldstæðið hljóti að teljast frumlegt eftir sem áður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Þeir ráku upp stór augu, vegfarendur sem áttu leið um Bröttubrekku árla dags; en þá var bíll þar kyrrstæður og hálfur úti á götu. Þegar ferðalangarnir nálguðust bílinn og fóru að reyna að glöggva sig á því hvernig í pottinn var búið kom í ljós að við hlið bílsins var búið að tjalda. Það fylgir þessari sögu að þar hafi ferðalangarnir verið í fasta svefni. Meðfylgjandi mynd er nú á ferðalagi um Facebook og er talið öruggara að láta það fylgja sögunni að ekki sé um sviðsetta mynd að ræða: Bíllinn og tjaldið eru sem sagt úti á miðjum þjóðvegi. Svo virðist sem hálfgert villta vestur sé ríkjandi í ferðamálum landsmanna. Áætlaður fjöldi ferðamanna í ár er 1,7 milljón manns en þessi furðusaga, ásamt skelfilegum sögum af klósetthallæri um land allt, gefur til kynna að algert stjórnleysi ríki í þessum geira.Margir tjáðu sig um athæfið í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í morgun. Var komið inn á að þarna væru komnir kandídatar til Darwin-verðlaunanna. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins sem fjallar um að aðeins þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.Þá eru aðrir sem telja að bíllinn hljóti að hafa bilað á þessum stað og fólkið því brugðið á það ráð að tjalda þarna. Lögreglan á Vesturlandi hafði ekki heyrt af ferðamönnunum og hegðun þeirra þegar fréttastofa hafði samband.Mynd frá lögreglu sem DV birti nú fyrir skömmu.Uppfært 15:15 Á daginn hefur komið að myndin, sem valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel hneykslan á Facebook, er býsna villandi. Knáir rannsóknarblaðamenn DV köfuðu ofan í málið og leitt í ljós að tjaldbúarnir eru ekki úti á miðjum vegi heldur hafa þeir tjaldað í útskoti við veginn. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Lesendur Vísis eru beðnir velvirðingar á því að ekki hafi fyllri upplýsingar legið fyrir þegar fréttin var birt. Hættan sem eðli máls skapast við að tjalda úti á miðjum þjóðvegi er því ekki fyrir hendi, þó tjaldstæðið hljóti að teljast frumlegt eftir sem áður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34