Oddný boðar 130 daga plan Þórdís Valsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Oddný Harðardóttir sagðist í þakkarræðu bjartsýn fyrir hönd Samfylkingarinnar. Vísir/Anton Brink „Við munum fylgja áætlun sem eru 130 dagar þar sem við tölum við jafnaðarmenn um allt land sem berjast fyrir bættum kjörum eins og við,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem í gær náði kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. Oddný hlaut 59,9 prósent atkvæða af þeim 3.787 atkvæðum sem greidd voru í prófkjörinu. Hún tekur við embættinu af Árna Páli Árnasyni sem gegnt hefur því frá árinu 2013. Magnús Orri Schram hafnaði í öðru sæti í kjörinu, Helgi Hjörvar í því þriðja og Guðmundur Ari Sigurjónsson í fjórða. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað mikið undanfarin ár. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem birt var á fimmtudag, var Samfylkingin mæld með 7,7 prósenta fylgi. Árni Páll sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar að rekja mætti vanda flokksins til aðstæðna bæði innan lands og utan. Flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Árni Páll kvaðst þakklátur fyrir sína formannstíð. „Ég hef frá hruni, í nærri átta ár, varið flestum vökustundum í glímuna við stærstu spurningar samtímans, vegna þess að þið settuð mig til þeirra verka,“ sagði Árni Páll sem setið hefur á þingi í tæp níu ár. Oddný kveðst bjartsýn fyrir hönd flokksins og segir landsfundinn ákveðinn vendipunkt fyrir hann. „Flokkurinn er að fara í gegnum málefni sín og skerpa á áherslum. Við endurnýjum ekki bara formann og varaformann heldur kemur líka nýtt fólk bæði í stjórn og framkvæmdastjórn,“ segir hún. Að sögn Oddnýjar mun vinnan við það að byggja upp flokkinn hefjast strax á mánudag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
„Við munum fylgja áætlun sem eru 130 dagar þar sem við tölum við jafnaðarmenn um allt land sem berjast fyrir bættum kjörum eins og við,“ segir Oddný G. Harðardóttir, sem í gær náði kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. Oddný hlaut 59,9 prósent atkvæða af þeim 3.787 atkvæðum sem greidd voru í prófkjörinu. Hún tekur við embættinu af Árna Páli Árnasyni sem gegnt hefur því frá árinu 2013. Magnús Orri Schram hafnaði í öðru sæti í kjörinu, Helgi Hjörvar í því þriðja og Guðmundur Ari Sigurjónsson í fjórða. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað mikið undanfarin ár. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna, sem birt var á fimmtudag, var Samfylkingin mæld með 7,7 prósenta fylgi. Árni Páll sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar að rekja mætti vanda flokksins til aðstæðna bæði innan lands og utan. Flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Árni Páll kvaðst þakklátur fyrir sína formannstíð. „Ég hef frá hruni, í nærri átta ár, varið flestum vökustundum í glímuna við stærstu spurningar samtímans, vegna þess að þið settuð mig til þeirra verka,“ sagði Árni Páll sem setið hefur á þingi í tæp níu ár. Oddný kveðst bjartsýn fyrir hönd flokksins og segir landsfundinn ákveðinn vendipunkt fyrir hann. „Flokkurinn er að fara í gegnum málefni sín og skerpa á áherslum. Við endurnýjum ekki bara formann og varaformann heldur kemur líka nýtt fólk bæði í stjórn og framkvæmdastjórn,“ segir hún. Að sögn Oddnýjar mun vinnan við það að byggja upp flokkinn hefjast strax á mánudag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira